Spurningakassinn
◼ Hve lengi ætti formlegt biblíunám í Þekkingarbókinni að standa með fólki?
Jehóva blessar skipulag sitt nú á dögum. Við sjáum merki þess á hverju ári þegar þúsundir nýrra taka afstöðu með sannleikanum. Þekkingarbókin reynist núna öflugt verkfæri til að koma því til leiðar. Í Varðturninum, 1. mars 1996, var bent á að þessari bók sé ætlað að hjálpa biblíunemandanum að taka andlegum framförum frekar hratt, ná því kannski á nokkrum mánuðum að verða hæfur til skírnar.
Af þeirri ástæðu sagði á blaðsíðu 17 í þessu sama tölublaði Varðturnsins: „Eftir að einstaklingur hefur lokið biblíunámi sínu í Þekkingarbókinni og er skírður þarf kannski ekki að nema aðra bók formlega með honum.“
Hvað um þann sem lætur ekki skírast eftir að hafa lokið Þekkingarbókinni? Ríkisþjónusta okkar fyrir júní 1996, á blaðsíðu 6, grein 23, minnti okkur á það sem Varðturninn hafði sagt um að nema ekki aðra bók með sama nemandanum eftir að Þekkingarbókinni er lokið. Þýðir þetta að við höfum ekki áhuga á að hjálpa biblíunemanda eftir það? Nei. Við viljum að fólk öðlist grundvallarþekkingu á sannleikanum. Hins vegar er þess vænst að dugmikill kennari geti á tiltölulega skömmum tíma hjálpað einlægum meðalnemanda að öðlast nægilega þekkingu til að ákveða af skynsemi að þjóna Jehóva. Vera má að sumir biblíunemendur vilji jafnvel, vegna persónulegra aðstæðna, hafa námið oftar en einu sinni í viku.
Að vísu taka sumir nemendur hægari framförum en aðrir. En ef nemandinn hefur ekki ákveðið, eftir að hafa numið Þekkingarbókina sem kann að hafa tekið lengri tíma en gengur og gerist, að hann vilji tengjast söfnuðinum, væri rétt af boðberanum að ræða stöðuna við einn af öldungunum í þjónustunefnd safnaðarins. Ef aðstæðurnar eru óvenjulegar eða nemandinn hefur eitthvað sér til afsökunar kann að vera verjandi að veita honum einhverja aukna aðstoð. Þetta er í samræmi við frumregluna í því sem sagt er í grein 11 og 12 á blaðsíðu 17 í Varðturninum frá 1. mars 1996.
Ef nemandinn kann að meta það að öðlast þótt ekki sé nema grundvallarþekkingu á sannleikanum ætti það að fá hann til að sækja kristnar samkomur. Það kann að leiða til þess að hann láti skýrt í ljós löngun sína til að þjóna Jehóva. Ef ekki er augljóst, eftir að námið í Þekkingarbókinni hefur staðið yfir í lengri tíma en almennt gerist, að nemandinn meti andlega hluti þannig að verðleikum, kann að vera ráðlegt að hætta náminu.