Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.97 bls. 8
  • Kennum öðrum hvers Guð krefst

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kennum öðrum hvers Guð krefst
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Hvernig notum við nýja bæklinginn Gleðifréttir frá Guði?
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Treystum á að Jehóva gefi vöxtinn
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Líktu eftir Jehóva og áttu þér einlæglega annt um aðra
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Kunngerum fagnaðarerindið með bæklingum
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 4.97 bls. 8

Kennum öðrum hvers Guð krefst

1 Enn má finna marga sem hefur verið andlega meinað um það að “heyra orð [Jehóva].“ (Am. 8:11) Sumir trúa á tilvist Guðs en er ókunnugt um tilgang hans og kröfur. Þess vegna er þörf á að við kennum þeim sannindi Guðsríkis sem geta bjargað lífi þeirra. Með því að vera rétt útbúin og undirbúin til að bera vitni við hvert tækifæri getum við kennt þeim sem vilja fræðast um það sem Guð ætlast til af okkur.

2 Í apríl og maí verðum við með mjög tímabær tölublöð af Varðturninum og Vaknið!. Bæklingnum Hvers krefst Guð af okkur? verður auk þess víða dreift í fyrsta skipti. Aðlaðandi myndir bæklingsins og umhugsunarverðar spurningar láta hann höfða til margs konar fólks. Eftirfarandi tillögur eru settar fram til að hjálpa okkur að notfæra okkur sem best hin frábæru rit okkar.

3 Leitum að fólki: Á svæðum þar sem fáir eru heima þegar við störfum hús úr húsi hefur reynst gagnlegt að leita að fólki þar sem það er að finna og tala við það. Viðaukinn við Ríkisþjónustu okkar fyrir september 1996 hvatti okkur til að kunngera fagnaðarerindið alls staðar — á strætum úti, í almenningsfarartækjum, í lystigörðum, á bílastæðum og í fyrirtækjum. Hann lét okkur líka vera vakandi fyrir nauðsyn þess að skapa okkur tækifæri til að prédika óformlega. Sem dæmi um það fór brautryðjandasystir í dýragarð og tók með sér birgðir af Vaknið! frá 8. ágúst 1996, með greinaröðinni „Dýr í útrýmingarhættu — hví hafa af því áhyggjur?“ Áður en klukkustund var liðin höfðu nokkrir dýraunnendur þegið með þökkum hjá henni 40 eintök. Hvaða árangri hefur þú náð fram að þessu við prédikun fagnaðarerindisins alls staðar? Varðturninn og Vaknið! svo og bæklingurinn Hvers krefst Guð af okkur?, falla sérlega vel að vitnisburðarstarfi við alls konar aðstæður vegna þess að þar er að finna upplýsingar sem snerta líf fólks og örva það til að hugleiða málin.

4 Samtölum komið af stað: Á baksíðu Ríkisþjónustu okkar fyrir október 1996 er útlistað hvernig við getum útbúið okkar eigin kynningarorð fyrir Varðturninn og Vaknið! Sömu tillögur ættu að reynast vel þegar þú útbýrð kynningarorð fyrir bæklinginn. Það sem við segjum getur verið stutt, aðeins fáeinar setningar, eða nógu langt til að taka með aðalatriði ákveðins ritningarstaðar. Mikilvægt er að velja vandlega upphafsorðin af því að þau geta ráðið því hvort sá sem þú ávarpar haldi áfram að hlusta. Sumir hafa náð góðum árangri með þessum upphafsorðum: „Ég las uppörvandi grein og mig langar til að gefa þér kost á að lesa hana líka.“ Einnig má bera fram áhugaverða spurningu til að koma af stað samræðum.

5 Ef það á við á þínu svæði gætir þú reynt að spyrja spurninga, eins og þessara, í kynningarorðum þínum þennan mánuð:

◼ „Á síðari árum höfum við í vaxandi mæli séð veggjakrot, sóðalega umgengni og mengun. Hvað ætli þurfi til að hreinsa jörðina og gera hana að betri stað til að búa á?“ Gefðu kost á svari og segðu síðan að þú sért með upplýsingar sem fullvissa okkur um hvernig og hvenær jörðin verði öll að fögrum garði. Bentu á eitthvað sérstakt í blaðinu, stuttan ritningarstað og litríka mynd og bjóddu viðmælanda þínum síðan að lesa blaðið. Nefndu að margir sem hafa ánægju af að lesa rit okkar láta eitthvert framlag af hendi rakna sem við með ánægju leggjum til alþjóðastarfsins. Áður en þú lýkur samtalinu skaltu reyna að gera ráðstafanir til að halda því áfram seinna.

◼ „Heldur þú að Guð hafi ætlast til að við byggjum við vandamál eins og þau sem við sjáum núna allt í kringum okkur?“ Eftir að hafa fengið svar gætir þú sagt: „Líklega þekkir þú bænina sem Jesús kenndi fylgjendum sínum að biðja, þar sem beðið er um að Guðsríki komi. Hefur þú hugleitt hvað ríki Guðs í rauninni er?“ Flettu upp á námskafla 6 í bæklingnum Hvers krefst Guð af okkur? og lestu spurningarnar í upphafi kaflans. Þegar þú því næst lest fyrstu tölugreinina skaltu benda á svarið við fyrstu spurningunni. Útskýrðu að jafnhnitmiðuð svör séu gefin við hinum spurningunum. Bjóddu bæklinginn, nefndu framlagafyrirkomulagið og segðu að þú viljir gjarnan hitta viðmælanda þinn aftur til að færa honum frekari upplýsingar um Guðsríki.

◼ „Margir hugsandi menn eru farnir að líta á trúarbrögð heimsins sem orsök vandamála mannsins frekar en að þau leysi þau. Hvað finnst þér um það?“ Eftir að hafa hlustað á skoðun viðmælanda þíns skaltu sýna eitthvað frá nýjustu blöðunum sem kann að vekja áhuga hans á vanhæfni falstrúarbragðanna eða yfirvofandi hruni þeirra. Spyrðu hvort hann vilji lesa blaðið. Þú skalt skiptast á nöfnum við hann og bjóðast til að hitta hann aftur til þess að útskýra hvernig það megi vera að sönn trú hafi ekki brugðist mannkyninu. Hvenær sem við á skaltu útskýra hvernig hinn áhugasami geti gefið lítils háttar framlag.

◼ „Ýmis konar fjölskylduvandamál eru algeng núna, en hefur þú einhvern tíma hugleitt hver sé lykillinn að hamingjusömu fjölskyldulífi?“ Bíddu eftir svari. Útskýrðu að Guð opinberi okkur í Biblíunni hvernig sé í raun og veru hægt að lifa hamingjusömu fjölskyldulífi. Þú gætir kannski lesið Jesaja 48:17. Flettu síðan upp á námskafla 8 í bæklingnum og bentu á nokkur biblíuversanna sem vísað er í og veita hverjum meðlimi fjölskyldunnar áreiðanlega leiðsögn. Lestu spurningalistann í upphafi kaflans. Spyrðu viðmælanda þinn hvort hann vilji lesa svörin. Sé svo skaltu rétta honum bæklinginn og útskýra að þó að hann sé ókeypis þiggjum við lítils háttar framlög til styrktar alþjóðastarfi okkar. Þú skalt bjóðast til að koma seinna til að ræða frekar um þá hagnýtu leiðbeiningar um hamingjuríkt fjölskyldulíf sem Biblían inniheldur.

6 Viðaukinn í Ríkisþjónustu okkar fyrir mars 1997 hvatti okkur til að byggja upp djörfung til að fara í endurheimsóknir. Mælt er með að bæklingurinn Hvers krefst Guð af okkur? sé notaður til að stofna biblíunám, ef ekki í fyrstu heimsókn þá í endurheimsókn. Brýnasta þörf manna er að læra hvað það er sem Guð krefst af þeim og gera það síðan. (Kól. 1:9, 10) Við munum verða öðrum til mikils gagns í apríl og maí ef við getum byrjað að kenna þeim það sem við vitum um þær kröfur er Jehóva gerir til þeirra sem hann mun veita eilíft líf. — 1. Kor. 9:23.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila