Fræðum fólk um mesta mikilmenni sem lifað hefur
1 Biblían er útbreiddasta bók veraldar. Samt er hungur í heiminum „eftir því að heyra orð [Jehóva].“ (Amos 8:11) Margir sem eiga biblíu annaðhvort lesa hana ekki eða skilja ekki innihald hennar. Dæmi um það er vanþekking þorra manna á Jesú Kristi. Margir hafa lesið eða heyrt ósamhljóða kenningar um Jesú og guðspjöllin en kynna sér ekki frumheimildirnar. Hvernig getum við örvað fólk til að kynna sér það sem frumheimildin, Biblían, segir um Krist?
2 Ein mjög góð leið er að vekja áhuga manna á að lesa bókina Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Í desember leggjum við sérstaka áherslu á að bjóða þessa bók. Hún sker sig úr hinu mikla bókaflóði um Jesú að því leyti að hún hjálpar fólki á einstakan hátt að kanna sjálft hvað guðspjöllin raunverulega segja um hann. Fyrir marga getur slík könnun á guðspjöllunum orðið fyrsta skrefið í þá átt að viðurkenna alla Biblíuna sem innblásna leiðsögn Guðs til allra manna.
3 Þú gætir hafið samræður með þessum orðum:
◼ „Á um það bil 40 stöðum í Biblíunni er talað um að menn geti öðlast eilíft líf. Hvers konar tilveru skyldi þar vera átt við? [Gefðu kost á svari.] Sjáðu hvað segir hér í Opinberunarbókinni 21:4. [Lestu.] Tókstu eftir hverju er lofað hér? [Gefðu kost á svari.] Hvernig getum við öðlast eilíft líf?“ Lestu Jóhannes 17:3 og leggðu áherslu á nauðsyn þess að afla sér þekkingar á Guði og syni Guðs, Jesú Kristi. Ef húsráðandinn sýnir einhvern áhuga skaltu sýna honum bókina Mesta mikilmenni sem lifað hefur og nota millifyrirsagnirnar í innganginum til að auka áhuga hans.
4 Þegar þú ferð aftur gætir þú sagt:
◼ „Við ræddum síðast nokkrum orðum um fyrirheit Biblíunnar um eilíft líf. Hefur þú nokkurn tíma velt fyrir þér þeim möguleika að lifa að eilífu hér á jörðinni? [Gefðu kost á svari.] Vottar Jehóva eru sannfærðir um að allir spádómarnir í Biblíunni muni uppfyllast, þar á meðal þeir sem spá dásamlegri framtíð fyrir alla þá sem mæta kröfum Guðs.“ Sýndu myndina á blaðsíðu 13 í Kröfubæklingnum, flettu upp á 5. kafla og bjóddu húsráðandanum að ræða við hann um svörin við spurningunum þar. Ef hann samþykkir það er biblíunám hafið.
5 Þú gætir notfært þér árstímann og sagt þetta:
◼ „Þótt fjöldi manna minnist árlega fæðingar Krists taka fáir sér tíma til að kynna sér líf hans og starf. Telur þú að þekking á guðspjöllunum sé okkur mikilvæg nú á dögum? [Gefðu kost á svari.] Þessi bók, Mesta mikilmenni sem lifað hefur, er gefin út til að auðvelda fólki að fræðast um ævi og þjónustu Jesú.“ Notaðu nokkur atriði sem, fram koma undir síðustu millifyrirsögninni í inngangi bókarinnar, til að kynna hana betur og bjóddu hana að því búnu.
6 Í endurheimsókninni gætir þú hagað orðum þínum eitthvað á þessa leið:
◼ „Bókin, sem ég skildi eftir hjá þér, Mesta mikilmenni sem lifað hefur, er samin til að hjálpa okkur að fræðast um líf og starf Jesú hér á jörðinni. Mig langar til að sýna þér hvernig hægt er að hafa sem mest gagn af henni.“ Flettu upp á 1. kafla, „Boð frá himni.“ Vektu athygli húsráðandans á spurningunum síðast í kaflanum. Lestu fyrstu spurninguna og farðu síðan yfir fyrstu efnisgreinina. Taktu myndina á annarri blaðsíðunni inn í umræðurnar. Lestu spurningarnar tvær sem eftir eru og dragðu fram svörin við þeim eftir því sem tíminn leyfir. Áður en þú kveður skaltu gera ráðstafanir til að koma aftur til að halda samræðunum áfram.
7 Ef húsráðandinn hefur lítinn tíma gætir þú notað þessi kynningarorð:
◼ „Fáir gefa sér tíma til að lesa guðspjöllin, hvað þá annað í Biblíunni. Margir hafa samt ákveðnar skoðanir á innihaldi hennar. Finnst þér skynsamlegt að leggja mat á Biblíuna án þess að hafa lesið hana vandlega? [Gefðu kost á svari.] Þessi bók, Mesta mikilmenni sem lifað hefur, er gefin út til að hjálpa okkar að rannsaka án fordóma frásagnir guðspjallanna af lífi og starfi Krists og þýðingu þess fyrir okkur. [Réttu húsráðandanum bókina.] Ef þig langar til að lesa hana vildi ég gjarnan skilja hana eftir hjá þér.“
8 Í endurheimsókninni gætir þú sagt:
◼ „Síðast vorum við sammála um að ekki væri skynsamlegt að leggja mat á Biblíuna án þess að hafa lesið hana. Heldur þú að skortur á biblíuþekkingu geti verið ein ástæða trúmálaglundroðans sem nú ríkir? [Gefðu kost á svari.] Jesús Kristur lagði mikla áherslu á biblíuþekkingu.“ Lestu Jóhannes 17:3. Bentu síðan á það sem fram kemur í tölugrein 3 í 4. kafla Þekkingarbókarinnar. Þú skalt bjóðast til að sýna hvernig ókeypis biblíunámskeið okkar fer fram.
9 Biðjum Jehóva að blessa alla viðleitni okkar til að beina sjónum manna að Jesú Kristi, mesta mikilmenni sem lifað hefur.