Hvernig fjölskyldan vinnur saman að þátttöku í safnaðarsamkomum
1 Kristnar fjölskyldur verða að hlýða þeim fyrirmælum að sækja safnaðarsamkomur. (Hebr. 10:24, 25) Með góðri samvinnu geta allir búið sig undir samkomurnar, sótt þær og tekið þátt í þeim. Þótt aðstæður séu breytilegar er ýmislegt sem kristinn eiginmaður, trúuð kona eða einstætt foreldri getur gert til að efla samlyndi fjölskyldunnar í andlegum málum, og gildir þá einu hve mörg börn eru á heimilinu og hve gömul þau eru. — Orðskv. 1:8.
2 Takið frá tíma til undirbúnings: Allir í fjölskyldunni geta lagt sitt af mörkum til að búa sig hæfilega vel undir samkomurnar. Margar fjölskyldur búa sig sameiginlega undir hið vikulega Varðturnsnám safnaðarins. Sumar búa sig undir safnaðarbóknámið eða lesa hinn vikulega biblíulestur saman. Markmiðið er að fá innsýn í aðalatriðin fyrir samkomuna. Þá hafa allir meira gagn af því sem þeir heyra og eru undir það búnir að taka þátt í samkomunni eftir því sem tækifæri gefast. — 1. Tím. 4:15.
3 Ráðgerið þátttöku: Allir í fjölskyldunni ættu að hafa það markmið að játa von sína fyrir öðrum með því að svara á samkomum. (Hebr. 10:23) Þarf einhver í fjölskyldunni að fá hjálp eða hvatningu til þess? Hvaða aðstoð þarf hver og einn að fá til að gera verkefnum sínum í Guðveldisskólanum skil? Eiginkona kann að meta það ef maðurinn hennar tekur frumkvæðið og stingur kannski upp á viðeigandi líkingu eða raunhæfri sviðsetningu. Foreldrum ætti ekki að finnast þeir þurfi að semja ræður fyrir börn sín þótt ung séu. Það gæti bælt niður frumkvæði barnanna. En foreldrarnir geta hjálpað þeim og hlustað á þau æfa sig upphátt. — Ef. 6:4.
4 Skipuleggið samkomusókn: Hægt er að kenna börnum á unga aldri að klæða sig tímanlega fyrir samkomur og vera tilbúin að leggja af stað á ákveðnum tíma. Allir í fjölskyldunni ættu að hjálpast að við húsverkin til að forðast tafir. — Sjá tillögur í bókunum Family Happiness (Fjölskylduhamingjubókinni), bls. 112, og Spurningar unga fólksins, bls. 316-17.
5 Bæði foreldrar og börn geta velt fyrir sér orðum Jósúa til forna sem sagði: „Ég og mínir ættmenn munum þjóna [Jehóva].“ Verið svo staðráðin í að vinna saman að því að taka þátt í safnaðarsamkomunum. — Jós. 24:15.