Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.00 bls. 4
  • Notaðu smáritin til að koma af stað samræðum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Notaðu smáritin til að koma af stað samræðum
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • Notum smárit til að koma fagnaðarerindinu á framfæri
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Hvers vegna smárit eru svona verðmæt í þjónustu okkar núna
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Notaðu orð Guðs – það er lifandi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Tengdu smáritin við önnur rit
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 1.00 bls. 4

Notaðu smáritin til að koma af stað samræðum

1 Þú ert örugglega sammála því að til að geta vitnað á árangursríkan hátt þurfum við að eiga frumkvæði að því að koma af stað samræðum. Málið snýst um að segja eitthvað sem grípur athygli húsráðandans og fær hann til að tjá sig. En hvernig er hægt að gera það með góðu móti?

2 Margir boðberar hafa komist að raun um að hægt er að koma af stað samræðum með því að kynna eitt smárita okkar um Biblíuna með fáeinum vel völdum orðum. Fyrirsagnirnar eru áhugaverðar og myndirnar litríkar og aðlaðandi. Smárit láta lítið yfir sér og vekja ekki upp þá tilfinningu að um mikið lesmál sé að ræða. Samt er boðskapur þeirra hnitmiðaður og heillandi og þau má nota til að koma af stað biblíunámskeiði.

3 Vottur einn sagði: „Margir gefa sér lítinn tíma til lestrar í önnum og erli daglegs lífs, en lesmál smáritanna er mátulega langt til að koma mikilvægum boðskap á framfæri en ekki það langt að það fæli fólk frá því að lesa þau. Ég las mörg smáritanna og lærði um síðir sannleikann.“ Vanmettu aldrei kraft orðs Guðs í þessum gagnorðu ritum. — Hebr. 4:12.

4 Fjögur auðveld skref: Margir hafa náð góðum árangri með því að beita einfaldri aðferð. (1) Sýndu viðmælanda þínum nokkur smárit og spyrðu hverju þeirra hann hafi áhuga á. (2) Þegar hann hefur valið smárit skaltu varpa fram vel undirbúinni spurningu sem leggur áherslu á eitthvert aðalatriði þess. (3) Svaraðu spurningunni með því að lesa viðeigandi málsgrein eða ritningarstað í smáritinu. (4) Séu viðbrögðin góð skaltu halda áfram að ræða efni smáritsins eða vísa í kafla í Kröfubæklingnum eða Þekkingarbókinni um sambærilegt efni. Með þessu móti er jafnvel hægt að koma af stað biblíunámskeiði. Eftirfarandi tillögur geta hjálpað þér að undirbúa kynningarorð fyrir fjögur smáritanna.

5 Yfirskrift smáritsins „Hver er höfðingi heimsins?“ má bera fram sem spurningu: Ef viðmælandi þinn svarar „Guð“ eða hann kveðst ekki vita hver höfðingi heimsins er skaltu lesa inngangssetningarnar tvær á bls. 2 og fyrstu málsgrein á bls. 3. Vektu athygli á 1. Jóhannesarbréfi 5:19 og Opinberunarbókinni 12:9. Hvort sem viðmælandi þinn véfengir eða viðurkennir tilvist Satans djöfulsins og áhrif hans á heiminn, skaltu halda samræðunum áfram með því að fylgja rökfærslunni undir millifyrirsögninni: „Heimsástandið gefur vísbendingu.“ Sé áhugi fyrir hendi skaltu bjóðast til að útskýra hvaðan djöfullinn sé kominn og nota efnið á bls. 3 og 4.

6 Smáritið „Hvaða von er um látna ástvini?“ gæti strax vakið áhuga. Þú gætir komið af stað samræðum með því að spyrja:

◼ „Heldurðu að við getum einhvern tíma séð látna ástvini á ný?“ Þegar viðmælandi þinn hefur svarað skaltu benda á aðra málsgreinina á bls. 4 og lesa Jóhannes 5:28, 29. Útskýrðu síðan að versin varpi ljósi á efnið undir fyrstu millifyrirsögninni í smáritinu. Bjóðstu til að ræða það við hann.

7 Smáritið „Farsælt fjölskyldulíf“ höfðar til allra fjölskyldna. Þú gætir notað það og sagt:

◼ „Þú ert örugglega sammála því að fjölskyldan eigi undir högg að sækja nú á tímum. Hvað telurðu að hægt sé að gera til að styrkja fjölskylduböndin?“ Þegar viðmælandi þinn hefur tjáð sig skaltu beina athyglinni að efni fyrstu málsgreinar á bls. 6. Veldu einn af ritningarstöðunum á bls. 4 og 5 og útskýrðu hann. Bjóddu honum síðan ókeypis heimabiblíunámskeið.

8 Smáritið „Hvers vegna þú getur treyst Biblíunni“ mætti nota með eftirfarandi hætti:

◼ „Flestir hafa heyrt söguna um Kain og Abel sem er að finna í fyrstu bók Biblíunnar. Frásagan í 1. Mósebók minnist einnig á konu Kains. Hefurðu einhvern tíma hugleitt hvar Kain náði sér í konu?“ Notaðu síðustu efnisgrein á bls. 2 til að svara spurningunni. Bentu á að smáritið fjalli einnig um boðskap Biblíunnar um framtíð okkar. Haltu samræðunum áfram frá og með fjórðu málsgrein á bls. 5 og notaðu ritningarstaðina máli þínu til stuðnings.

9 Notkun smárita um Biblíuna er gamalreynd og áhrifarík leið til að kynna fagnaðarerindið. Af því að smárit fara vel í vasa er hægt að hafa þau meðferðis hvert sem er og nota með árangursríkum hætti bæði hús út húsi og við óformlegan vitnisburð. Smárit gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu okkar. Hafðu ávallt gott úrval smárita við höndina og vertu óspar á að nota þau til að koma af stað samræðum. — Kól. 4:17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila