Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. apríl
„Ertu ekki sammála því að jörðin væri betri staður að búa á ef við hefðum góða leiðtoga? [Gefðu kost á svari.] Mig langar til að sýna þér hverju Biblían lofar. [Lestu Sálm 37:11.] Slíkur friður getur aðeins orðið að veruleika undir stjórn fullkomins leiðtoga. Þessar greinar benda á hver þessi leiðtogi er og hvernig forysta hans getur orðið okkur til blessunar.“
Vaknið! apríl-júní
„Við lítum ef til vill á það sem sjálfsagðan hlut að hafa þak yfir höfuðið. Hins vegar eru milljónir flóttamanna um heim allan sem reika hjálparvana um og finna aldrei öruggt skjól. Tímaritið Vaknið! ræðir um undirrót vandans og einnig um það loforð Biblíunnar að einhvern tíma munu allir eiga öruggan samastað.“
Kynning fyrir boðunarstarfið
„Heldur þú að við mennirnir getum einhvern tíma lifað hamingjuríku lífi hér á jörðinni? [Gefðu kost á svari og lestu Opinberunarbókina 21:3, 4. Skýrðu versin stuttlega.] Biblían segir að Guðsríki komi þessu til leiðar. Og hún segir einnig hvernig þetta ríki kemur á réttlæti og góðu ástandi hér á jörð.“ Lestu Daníel 2:44 og skýrðu versið stuttlega. Síðan gætirðu spurt: „Veistu hvaða ríki þetta er? [Gefðu kost á svari.] Hér er átt við Guðsríki sem okkur er kennt að biðja um í Faðirvorinu. [Lestu Matteus 6:9, 10.] Þetta er ríkisstjórn sem mun fara með yfirráð yfir allri jörðinni.“ [Bjóddu síðan rit sem tengjast efninu.]