Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. júní
„Fá vers í Biblíunni hafa vakið jafnmiklar vangaveltur og dularfulla lýsingin á merki dýrsins. Hefurðu einhvern tíma heyrt þess getið? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan Opinberunarbókina 13:16-18.] Í Biblíunni er að finna þær vísbendingar sem þarf til að leysa þessa ráðgátu. Í blaðinu kemur fram hvaða vísbendingar þetta eru.“
Vaknið! apríl-júní
„Svona lítur nafn Guðs út á hebresku. [Sýndu forsíðuna.] Sumir eru sannfærðir um að það ætti aldrei að segja þetta nafn upphátt. Aðrir nota það hiklaust. Þetta tölublað Vaknið! fer ofan í saumana á þessum ólíku sjónarmiðum. Það fjallar líka um hvernig við getum þekkt Guð með nafni.“ Lestu 2. Mósebók 6:3 og bentu á nafnið neðanmáls.
Kynning á Kröfubæklingnum
„Við höfum verið að tala við fólk um það hvers vegna það eru svona mörg trúarbrögð í heiminum, þó er Biblían aðeins ein. Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir trúarbragðaóreiðunni? [Gefðu kost á svari. Flettu upp á 13. kafla í Kröfubæklingnum og lestu upphafsspurningarnar.] Þú færð fullnægjandi svör við þessum spurningum með því að lesa þennan kafla.“