Notar þú Kröfubæklinginn til að koma af stað námskeiðum?
1 Vissirðu að þú ert að stjórna biblíunámskeiði ef þú hefur reglulegar og kerfisbundnar biblíusamræður í langa eða skamma stund í senn við áhugasaman og ferð yfir efni í einhverjum af þeim ritum sem mælt er með? Einu gildir þótt námið fari fram við útidyrnar eða í gegnum síma. Hvers vegna ekki að leggja sérstaka áherslu á að nota Kröfubæklinginn til að koma af stað biblíunámskeiði í maí og júní?
2 Undirbúðu þig til að ná árangri: Vertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að ræða um þegar þú býður Kröfubæklinginn. Ef þú ert að fara í endurheimsókn skaltu hugsa um hvað rætt var í fyrstu heimsókn. Spyrðu sjálfan þig: ,Hvaða greinar get ég notað í bæklingnum til að byggja á þessum samræðum og hefja biblíunámskeið?‘ Ef þú ferð hús úr húsi skaltu velta fyrir þér hvað höfði til unglings, eldra fólks, karls eða konu. Skoðaðu helstu atriði bæklingsins og veldu það sem vekur áhuga. Þegar þú hefur ákveðið hvaða aðferð þú ætlar að nota skaltu æfa hana nokkrum sinnum. Þetta er einn lykill að árangri.
3 Viðauki Ríkisþjónustu okkar fyrir janúar 2002 hefur að geyma átta „Kynningartillögur fyrir Kröfubæklinginn.“ Í rammanum, sem ber yfirskriftina „Að bjóða biblíunámskeið beint,“ er sýnt hvernig hægt er að nota bæklinginn til að koma af stað biblíunámskeiðum. Ef til vill gætirðu notað fyrstu tillöguna á eftirfarandi hátt:
◼ „Vissirðu að þú þarft aðeins að taka þér fáeinar mínútur til að fá svör við þýðingarmikilli biblíuspurningu? Til dæmis hvers vegna það eru svo mörg trúfélög sem segjast vera kristin. Hefur þú einhvern tíma velt því fyrir þér?“ Þegar viðmælandinn hefur svarað skaltu fletta upp á kafla 13 og ræða um fyrstu tvær greinarnar. Taktu ritningarstaðina einnig fyrir eftir því sem tími leyfir. Lestu svo síðustu spurninguna efst á blaðsíðunni og segðu: „Í framhaldinu er talað um fimm auðkenni sannrar trúar. Ég vildi gjarnan fá að koma aftur og ræða um þessi atriði við þig.“
4 Vertu þolgóður: Notaðu öll tækifæri sem gefast til að sýna hvernig biblíunámskeið fer fram með hjálp Kröfubæklingsins. Biddu um blessun Jehóva. (Matt. 21:22) Með því að vera þolgóður getur þú fengið að reyna gleðina sem fylgir því að hjálpa öðrum að taka við fagnaðarerindinu.