Njótum þess að fara yfir bókina Hvað kennir Biblían?
1 Það var spennandi þegar bókin Hvað kennir Biblían? kom út á landsmótinu „Hlýðni við Guð“. Bráðum eigum við eftir að nota hana mikið í boðunarstarfinu, sérstaklega á biblíunámskeiðum. Við þurfum þar af leiðandi að kynna okkur vel innihald þessarar nýju bókar. Okkur gefst bráðum tækifæri til þess því að farið verður yfir hana í safnaðarbóknáminu frá og með vikunni sem hefst 17. apríl 2006.
2 Bóknámsumsjónarmaðurinn beinir fyrst athygli að spurningunum í upphafi hvers kafla. Síðan er farið yfir námsefnið með hjálp spurninganna neðst á síðunni. Lesnir verða lykilritningarstaðir og síðan verður rætt um þá. Rammagreinin „Biblían kennir“ í lok hvers kafla á eftir að koma að góðu gagni við upprifjun á námsefninu því að þar er að finna svör Biblíunnar við spurningunum í upphafi kaflans. Það verður ánægjulegt að gefa athugasemdir um efni bókarinnar því að það er sett fram á skýran, einfaldan og áhugaverðan hátt.
3 Í viðaukanum er fjallað nánar um margvíslegt efni. Við getum nýtt okkur hann þegar biblíunemendur þurfa að fá ítarlegri upplýsingar. Stundum verður farið yfir hluta viðaukans í bóknáminu. Allir kaflar hans verða lesnir en það gerir sá sem les í bóknáminu. Lengri köflum má skipta niður í hluta. Það eru engar námsspurningar í viðaukanum en umsjónarmaður getur fengið viðstadda til að gefa athugasemdir með því að spyrja spurninga sem leggja áherslu á aðalatriðin.
4 Í bóknáminu verður farið hratt yfir námsefnið. En við ættum ekki að fara á sama hraða yfir það með biblíunemendum okkar, einkum og sér í lagi ef þeir hafa litla sem enga biblíuþekkingu. (Post. 26:28, 29) Þegar við kennum öðrum þurfum við að ræða ítarlega um ritningarstaði, útskýra líkingar og svo framvegis. Settu þér því það markmið að mæta í bóknámið í hverri viku og taka fullan þátt í umræðum um efni bókarinnar Hvað kennir Biblían?