Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.06 bls. 6
  • Góðar venjur hafa blessun í för með sér

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Góðar venjur hafa blessun í för með sér
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Svipað efni
  • Höfuð fjölskyldunnar á að halda uppi góðum andlegum venjum
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Höldum áfram að vera framsækin og regluföst
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Unga fólkið hefur gagn af samkomunum
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Gerðu það sem þér er gagnlegt
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 7.06 bls. 6

Góðar venjur hafa blessun í för með sér

1. Hvers vegna er það til góðs að athuga andlegar venjur þínar?

1 Þú hefur sennilega lagt mikið á þig til að temja þér góðar andlegar venjur fyrst eftir að þú lést skírast, svo sem að lesa í Biblíunni, stunda kristnar samkomur, starfa á akrinum og biðja bænir. Þú tókst andlegum framförum vegna þess að Jehóva blessaði viðleitni þína. Nú eru ef til vill liðin mörg ár frá því að þú lést skírast. Heldurðu fast við góðu, andlegu venjurnar sem þú hafðir tamið þér þegar þú lést skírast?

2. Hvernig er daglegur biblíulestur okkur til góðs?

2 Athugaðu venjur þínar: Hefurðu það fyrir venju að lesa daglega í orði Guðs? Við uppskerum mikla blessun með því að gera það. (Jós. 1:8; Sálm. 1:2, 3) Í Forn-Ísrael átti hver konungur að lesa í eintaki sínu af lögmálsbókinni „alla ævidaga sína“.Hvernig yrði það honum til góðs? Hann fengi auðmjúkt hjarta og lærði að óttast Jehóva svo að hann myndi ekki víkja frá boðorðum hans. (5. Mós. 17:18-20) Eins er það núna. Daglegur biblíulestur hjálpar okkur til að vera óaðfinnanleg og hrein í þessum illa og spillta heimi. Hann veitir okkur einnig hjálp til þess að vera vel undirbúin í boðunarstarfinu. — Fil. 2:15; 2. Tím. 3:17.

3. Hvaða gagn höfum við af því að sækja reglubundið allar samkomur?

3 Jesús var vanur að fara í samkunduna þar sem lesið var upp úr Ritningunni. (Lúk. 4:16) Vafalaust hefur það veitt honum styrk þegar hann stóð frammi fyrir þeim prófraunum sem hann átti eftir að þola. Kennslan sem við fáum á safnaðarsamkomum styrkir okkur og þar getum við „uppörvast saman“. (Rómv. 1:12) Þegar trúsystkini safnast saman eiga þau auðveldara með að takast á við erfiðleika á þessum síðustu dögum. (Hebr. 10:24, 25) Hefurðu haldið þeirri venju að sækja allar samkomur?

4. Hvernig er það okkur til góðs að taka vikulega þátt í boðunarstarfinu?

4 Í Biblíunni er okkur sagt að postularnir hafi tekið þátt í að boða fagnaðarerindið „dag hvern í helgidóminum og í heimahúsum“. (Post. 5:42) Getum við gert það að venju að vera með í einhverjum þáttum boðunarstarfsins í hverri viku þó svo að við getum kannski ekki prédikað á hverjum degi? Með því verðum við áreiðanlega færari í að nota orð Guðs og munum að öllum líkindum njóta þess að miðla öðrum af sannleika Biblíunnar.

5. Hvers vegna er nauðsynlegt að biðja reglubundið til Jehóva?

5 Daníel spámaður naut mikillar blessunar fyrir að þjóna Jehóva „án afláts“. Í því fólst meðal annars sú venja að biðja reglubundið til Jehóva. (Dan. 6:11, 17, 21). Á sama hátt mun Jehóva blessa okkur með heilögum anda sínum þegar við venjum okkur á að biðja til hans í einlægni. (Lúk. 11:9-13) Jehóva mun einnig svara með því að nálgast okkur og leyfa okkur að hafa náið sambandi við sig. (Sálm. 25:14; Jak. 4:8) Hvílík umbun! Við skulum því vinna af kostgæfni að því að halda góðum andlegum venjum sem hafa ríkulega blessun í för með sér.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila