Ekki verður farið yfir dagstextann í samansöfnun framvegis
Hingað til hefur stundum verið stuttlega rætt um dagstextann í samansöfnunum þegar efni hans tengist boðunarstarfinu. Þessu verður nú breytt og í samansöfnunum héðan í frá á ekki lengur að byggja umræður á efni úr Rannsökum daglega ritningarnar. Þeir sem hafa umsjón með samansöfnun geta áfram notað efni úr Biblíunni, Ríkisþjónustunni, Boðunarskólabókinni, Biblíusamræðubæklingnum og úr öðrum ritum sem fjalla um boðunarstarfið. Þeir ættu að undirbúa sig til að geta gefið góð ráð og tillögur sem nýtast þeim sem fara í boðunarstarfið þann daginn. Eins og áður á samansöfnun ekki að standa lengur en í 10 til 15 mínútur og jafnvel skemur ef hún er haldin strax eftir samkomu.