Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.12 bls. 1
  • Geturðu boðað fagnaðarerindið á kvöldin?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Geturðu boðað fagnaðarerindið á kvöldin?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Svipað efni
  • Geturðu gert breytingar á stundaskrá þinni?
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Hefur þú reynt að fara í boðunarstarfið á kvöldin?
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Að bera vitni hús úr húsi
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Notum tíma okkar í boðunarstarfinu sem best
    Ríkisþjónusta okkar – 2015
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2012
km 10.12 bls. 1

Geturðu boðað fagnaðarerindið á kvöldin?

1. Á hvaða tíma dags boðaði Páll trúna hús úr húsi, að sögn fræðimanns nokkurs?

1 Samkvæmt bókinni Daily Life in Bible Times boðaði Páll postuli trúna hús úr húsi oft „frá klukkan fjögur síðdegis þar til langt fram á kvöld“. Við vitum ekki hvort þetta hafi verið vaninn hjá honum en við vitum þó að hann var reiðubúinn að,gera allt vegna fagnaðarerindisins‘. (1. Kor. 9:19-23) Það fól í sér að hann þurfti að haga málum þannig að hann gengi í hús þegar mestu líkurnar væru á að hitta fólk heima.

2. Af hverju eru kvöldin góður tími til að taka þátt í boðunarstarfinu?

2 Í mörgum löndum hefur tíðkast að fara hús úr húsi fyrir hádegi á virkum dögum. En er þetta besti tíminn til þess þar sem þú býrð? Brautryðjandi nokkur segir um svæðið þar sem hann starfar: „Það er varla nokkur heima yfir daginn. En flestallir eru heima á kvöldin.“ Á kvöldin eru meiri líkur á að hitta karlmenn heima til að boða þeim fagnaðarerindið. Fólk er oft afslappaðra og frekar til í að ræða við okkur. Ef það hentar svæðinu ættu öldungar að skipuleggja samansafnanir á kvöldin.

3. Hvernig getum við sýnt góða dómgreind þegar við störfum á kvöldin?

3 Sýnum góða dómgreind: Þegar við förum í starfið á kvöldin er mikilvægt að sýna góða dómgreind. Ef illa stendur á þegar við komum, eins og þegar húsráðandi er að borða, er best að bjóðast til að koma aftur seinna. Ef myrkur er úti skulum við standa þar sem húsráðandinn getur séð okkur vel og vera fljót að kynna okkur og ástæðuna fyrir heimsókninni. Það væri líka skynsamlegt að starfa tveir og tveir saman og jafnvel vera með fleirum í hóp. Haldið ykkur á vel upplýstum götum þar sem fleiri fara um. Bankið ekki upp á það seint að þið truflið fólk sem er farið að hátta. (2. Kor. 6:3) Ef ekki er öruggt að starfa í ákveðnu hverfi eftir að myrkur er skollið á er best að prédika þar áður en dimmir. – Orðskv. 22:3.

4. Hvaða árangur ber kvöldstarf?

4 Árangurinn: Boðunarstarfið er mun ánægjulegra þegar við fáum tækifæri til að vitna fyrir fólki. Því oftar sem við gerum það þeim mun fleiri tækifæri fáum við til að hjálpa öðrum að,verða hólpnir og komast til þekkingar á sannleikanum‘. (1. Tím. 2:3, 4) Gætirðu gert einhverjar breytingar á stundaskrá þinni til að geta starfað á kvöldin?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila