Hvernig notum við nýja bæklinginn Hverjir gera vilja Jehóva?
Bæklingur saminn til að leiða biblíunemendur inn til safnaðarins
1. Hver er tilgangurinn með bæklingnum Hverjir gera vilja Jehóva?
1 Eruð þið byrjuð að nota nýja bæklinginn Hverjir gera vilja Jehóva? Tilgangurinn með bæklingnum er (1) að gera biblíunemendum kleift að kynnast vottum Jehóva betur, (2) að sýna þeim hvað við gerum og (3) að kenna þeim hvernig söfnuðinn starfar. Í nýja bæklingnum er tekið fyrir eitt atriði á hverri blaðsíðu og því er auðvelt að fara yfir það á fimm til tíu mínútum eftir hverja námsstund.
2. Lýstu uppbyggingu og hönnun bæklingsins.
2 Uppbygging hans: Bæklingnum er skipt niður í þrjá hluta og í hverjum þeirra er tekið fyrir eitt af atriðunum sem við minntumst á í greininni á undan. Heiti allra 28 kaflanna eru í spurnarformi og feitletraði textinn þar á eftir er svarið við spurningunni. Í gegnum allan bæklinginn er að finna myndir frá rúmlega 50 löndum sem sýna hversu starf okkar er yfirgripsmikið. Í lok flestra kaflanna er að finna rammann „Skoðaðu málið betur“. Í honum er að finna tillögur sem þú getur hvatt biblíunemanda þinn til að reyna.
3. Hvernig geturðu notað bæklinginn Hverjir gera vilja Jehóva?
3 Hvernig geturðu notað hann? Byrjaðu á því að benda á kaflaheitið sem er spurning. Síðan geturðu bent á feitletruðu millifyrirsagnirnar þegar þið lesið kaflann saman. Að lokum getið þið farið yfir upprifjunarspurningarnar neðst á blaðsíðunni. Hægt er að lesa yfir allan kaflann í einu eða ræða einstaka hluta hans. Íhugaðu hvaða ritningarstöðum væri gott að fletta upp og lesa. Mundu líka að nota myndirnar og rammana „Skoðaðu málið betur“. Kaflana ætti helst að fara yfir í réttri röð en verið óhrædd við að skoða kafla sem eiga vel við á hverri stundu. Til dæmis gæti verið gott að hoppa yfir í kafla 11 ef mót er í uppsiglingu.
4. Af hverju eruð þið ánægð að hafa fengið þetta nýja verkfæri?
4 Þegar við lesum Biblíuna með einhverjum hjálpum við honum að eignast samband við föður okkar á himnum. En við þurfum líka að hjálpa honum að læra um alheimssöfnuð Jehóva. (Orðskv. 6:20) Við erum svo ánægð að hafa fengið þetta nýja verkfæri sem gerir það svo einfalt.