Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.14 bls. 7
  • Svörum beiðni um biblíunámskeið sem fyrst

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Svörum beiðni um biblíunámskeið sem fyrst
  • Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Svipað efni
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Vefsetur okkar – gert til gagns fyrir okkur og aðra
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Farðu fljótlega til þeirra
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Hvernig nota á eyðublaðið Vinsamlega fylgið eftir (S-43)
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2014
km 6.14 bls. 7

Svörum beiðni um biblíunámskeið sem fyrst

Frá því að endurhannaða vefsíðan okkar fór í loftið hefur beiðnum um biblíunámskeið fjölgað verulega. Beiðnir hafa líka borist til þeirra sem hafa tekið þátt í götustarfinu með ritatrillurnar. Á deildarskrifstofunni eru þessar beiðnir afgreiddar eins fljótt og mögulegt er. Ef beiðni berst til dæmis frá jw.org fá öldungar á svæðinu, þar sem hinn áhugasami býr, oft tilkynningu aðeins tveimur dögum síðar. Fréttir hafa hins vegar borist frá starfssvæðinu þess efnis að sumir, sem hafa sent inn beiðni, hafi þurft að bíða í nokkrar vikur eftir heimsókn. Hvernig getum við séð til þess að hinn áhugasami fái hjálp áður en áhuginn dvínar? – Markús 4:14, 15.

Ef við hittum einhvern áhugasaman sem býr ekki á okkar safnaðarsvæði ættum við tafarlaust að fylla út umsóknareyðublaðið Vinsamlegast fylgið eftir (S-43) og láta ritara safnaðarins hafa það strax á næstu samkomu. Ritarinn ætti því næst að senda upplýsingarnar næsta eða þarnæsta dag til viðkomandi safnaðar eða til deildarskrifstofunnar með því að nota flipann „Congregation“ á jw.org. Öldungar ættu að skoða vefsíðuna reglulega. Ef þeir fá tilkynningu um einhvern áhugasaman á safnaðarsvæðinu ættu þeir að sjá til þess að hann fái heimsókn sem fyrst. Boðberi, sem beðinn er um að fara í slíka heimsókn, ætti að láta hana hafa forgang. Ef viðkomandi er ekki heima gætum við skilið eftir miða með upplýsingum um hvernig hægt er að hafa samband við okkur.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila