Hvernig nota á eyðublaðið Vinsamlega fylgið eftir (S-43)
Fylltu út þetta eyðublað þegar þú hittir einhvern sem sýnir áhuga en býr ekki á þínu safnaðarsvæði eða sem talar annað tungumál. Hér áður fyrr fylltum við út eyðublaðið eftir að hafa hitt fólk sem talaði annað tungumál hvort sem það sýndi áhuga eða ekki. En hér eftir fyllum við það aðeins út þegar viðkomandi sýnir áhuga. Eina undantekningin frá þessari reglu er þegar við hittum einhvern sem er heyrnalaus. Þegar við hittum heyrnalausa ættum við ávallt að fylla út S-43-eyðublaðið, óháð því hvort viðkomandi sýndi áhuga.
Hvað eigum við að gera við eyðublaðið eftir að við höfum fyllt það út? Við afhendum ritaranum það. Ef hann veit til hvaða safnaðar á að senda eyðublaðið getur hann gert það og öldungarnir í þeim söfnuði munu sjá til þess að viðkomandi fái heimsókn. Ef ritarinn finnur ekki út hvert hann á að senda eyðublaðið kemur hann því áleiðis til deildarskrifstofunnar.
Ef hinn áhugasami talar annað tungumál og býr á þínu svæði geturðu heimsótt hann áfram til að glæða áhugann þangað til boðberi sem talar tungumál hans hefur samband. — Sjá Ríkisþjónustuna í nóvember 2009 bls. 4.