Auðveldið þeim að heyra fagnaðarerindið
1 Við hittum oft fólk í boðunarstarfinu sem talar annað tungumál, þar með talið táknmál, eða býr utan okkar safnaðarsvæðis. Aðrir sem við höfum átt ánægulegar biblíusamræður við flytja á annað svæði. Hvernig getum við séð til þess að haldið verði áfram að vitna fyrir þessu fólki? Með því að biðja um aðstoð eða koma upplýsingum á framfæri.
2 Fólk hlustar oftast betur á fagnaðarboðskapinn þegar það heyrir hann á móðurmálinu. (Post. 22:1, 2) Þar af leiðandi ættum við í flestum tilvikum að leita aðstoðar boðbera sem talar mál hins áhugasama ef þess er nokkur kostur. Það þýðir að við verðum sjálf að eiga frumkvæðið að því að hafa samband við viðkomandi boðbera og biðja um aðstoð eða hreinlega fela honum að annast heimsóknina. Eins verðum við að láta vita ef áhugasamur flytur á annað safnaðasvæði. Hvernig förum við að því?
3 Bræðrafélagið hér á landi er ekki stórt og í flestum tilvikum getum við sjálf haft samband við viðkomandi boðbera eða öldunga nágrannasafnaðar. Ef þú ert ekki viss um hvert þú átt að snúa þér getur ritari safnaðarins aðstoðað. Ef við sinnum ábyrgð okkar í þessum málum getum við verið viss um að Jehóva opnar hjörtu þeirra sem ,hneigjast til eilífs lífs‘. — Post. 13:48, NW.