Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb20 febrúar bls. 7
  • Hefur þú gagn af Rannsökum daglega ritningarnar?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hefur þú gagn af Rannsökum daglega ritningarnar?
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2020
  • Svipað efni
  • Dagskrá fjölskyldunnar — dagstextinn
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Höfuð fjölskyldunnar á að halda uppi góðum andlegum venjum
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Athygli beint að Biblíunni
    Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni
  • Búið til hentuga dagskrá fyrir fjölskylduna
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
Sjá meira
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2020
mwb20 febrúar bls. 7

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hefur þú gagn af Rannsökum daglega ritningarnar?

Ertu með það á andlegri dagskrá þinni að lesa biblíuvers dagsins og skýringarnar við versið í Rannsökum daglega ritningarnar? Ef ekki, gætirðu þá gert það að daglegri venju? Margir fara yfir dagstextann á morgnana til að geta íhugað efnið yfir daginn. (Jós 1:8; Sl 119:97) Hvernig gætir þú haft enn meira gagn af dagstextanum? Lestu biblíuversið í samhengi til að kynna þér sögusviðið. Reyndu að rifja upp frásögu í Biblíunni sem varpar ljósi á frumregluna í versinu. Heimfærðu síðan frumregluna upp á líf þitt. Þegar orð Guðs hefur áhrif á ákvarðanir þínar er það leiðarvísir þinn í lífinu og verður þér svo sannarlega til góðs. – Sl 119:105.

Betelfjölskyldur um allan heim fara yfir Rannsökum daglega ritningarnar við morgunverðarborðið. Á undanförnum árum hafa margar slíkar umræður verið birtar í Sjónvarpi Votta Jehóva undir DAGSKRÁRLIÐIR OG VIÐBURÐIR. Hvenær horfðir þú síðast á einn eða fleiri þessara þátta? Kannski er sumt af þessu efni einmitt það sem þú þarft á að halda. Hvernig gæti til dæmis frásagan af Lot haft áhrif á ákvarðanir þínar?

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ ELSKIÐ EKKI HEIMINN (1JÓ 2:15) OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Á hvaða meginreglu Biblíunnar voru umræðurnar um dagstextann byggðar?

  • Hvernig lýsir frásagan af Lot hættunni sem fylgir því að elska heiminn og það sem er í heiminum? – 1Mó 13:12; 14:12; 19:3, 12, 13, 24–26.

  • Hvernig sýnum við að við elskum Jehóva en ekki heiminn og það sem er í honum?

Myndir: Bróðir íhugar dagstextann yfir daginn. 1. Þegar hann les sér hann fyrir sér sögusviðið þegar englarnir hjálpa Lot og fjölskyldu hans að flýja frá Sódómu. 2. Þegar hann borðar hádegismatinn í vinnunni heldur hann áfram að sjá fyrir sér það sem hann las um morguninn. 3. Þegar hann brýtur saman þvott heima hjá sér um kvöldið heldur hann áfram að íhuga það sem hann las um morguninn.

Hvernig get ég sýnt frá degi til dags að ég kann að meta orð Guðs?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila