LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Hefur þú gagn af Rannsökum daglega ritningarnar?
Ertu með það á andlegri dagskrá þinni að lesa biblíuvers dagsins og skýringarnar við versið í Rannsökum daglega ritningarnar? Ef ekki, gætirðu þá gert það að daglegri venju? Margir fara yfir dagstextann á morgnana til að geta íhugað efnið yfir daginn. (Jós 1:8; Sl 119:97) Hvernig gætir þú haft enn meira gagn af dagstextanum? Lestu biblíuversið í samhengi til að kynna þér sögusviðið. Reyndu að rifja upp frásögu í Biblíunni sem varpar ljósi á frumregluna í versinu. Heimfærðu síðan frumregluna upp á líf þitt. Þegar orð Guðs hefur áhrif á ákvarðanir þínar er það leiðarvísir þinn í lífinu og verður þér svo sannarlega til góðs. – Sl 119:105.
Betelfjölskyldur um allan heim fara yfir Rannsökum daglega ritningarnar við morgunverðarborðið. Á undanförnum árum hafa margar slíkar umræður verið birtar í Sjónvarpi Votta Jehóva undir DAGSKRÁRLIÐIR OG VIÐBURÐIR. Hvenær horfðir þú síðast á einn eða fleiri þessara þátta? Kannski er sumt af þessu efni einmitt það sem þú þarft á að halda. Hvernig gæti til dæmis frásagan af Lot haft áhrif á ákvarðanir þínar?
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ ELSKIÐ EKKI HEIMINN (1JÓ 2:15) OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Á hvaða meginreglu Biblíunnar voru umræðurnar um dagstextann byggðar?
Hvernig lýsir frásagan af Lot hættunni sem fylgir því að elska heiminn og það sem er í heiminum? – 1Mó 13:12; 14:12; 19:3, 12, 13, 24–26.
Hvernig sýnum við að við elskum Jehóva en ekki heiminn og það sem er í honum?
Hvernig get ég sýnt frá degi til dags að ég kann að meta orð Guðs?