Örugg framtíð – það sem allir þrá
Hvers konar framtíð þráir þú? Að öllum líkindum vilt þú að framtíð þín og fjölskyldu þinnar sé örugg – þú þráir án efa hamingju, góða heilsu, frið og velgengni.
Margir efast hins vegar um að þeir muni öðlast þá framtíð sem þeir þrá. Þeir hafa upplifað hvernig skyndilegir og óvæntir atburðir – svo sem COVID-19-faraldurinn – geta sett samfélagið á hliðina, skaðað efnahagskerfið og jafnvel ógnað lífi þeirra. Þar af leiðandi finnst þeim framtíðin síður en svo örugg.
Vegna ríkjandi óöryggis leita margir leiðsagnar til að fá betri framtíð. Sumir reiða sig á ósýnileg öfl eins og örlögin eða gæfuna. Margir leggja áherslu á menntun og ríkidæmi í von um að það tryggi þeim það sem þeir þrá. Aðrir hugsa sem svo að það sem þarf til að öðlast gott líf sé einfaldlega að vera góð manneskja.
Mun eitthvað af þessu hjálpa þér að öðlast þá framtíð sem þú þráir? Til að svara því skaltu hugleiða eftirfarandi spurningar:
Hvað ræður framtíð þinni í raun og veru?
Geta menntun og peningar tryggt þér betra líf?
Mun það að vera góð manneskja tryggja þér örugga framtíð?
Hvar getur þú fengið áreiðanlega leiðsögn að öruggri framtíð?
Þetta tölublað Varðturnsins getur hjálpað þér að finna svörin.