Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp21 Nr. 3 bls. 4-5
  • Hvað ræður framtíð þinni í raun og veru?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað ræður framtíð þinni í raun og veru?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • TRÚ MARGRA
  • HVER ER ÁRANGURINN?
  • Örugg framtíð – það sem allir þrá
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
  • Getur stjörnuspeki varpað ljósi á framtíð þína?
    Vaknið! – 2005
  • Er stjörnuspeki skaðlaus skemmtun?
    Vaknið! – 1986
  • Stjörnuspekin nær aftur vinsældum
    Vaknið! – 1986
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
wp21 Nr. 3 bls. 4-5
Myndir: 1. Spákona spáir í tarotspil fyrir viðskiptavin. 2. Feng shui-áttaviti og teikningar að húsi. 3. Matur, blóm og reykelsi borið fyrir látinn ástvin.

Hvað ræður framtíð þinni í raun og veru?

Margir trúa því að einhver ósýnileg öfl stjórni framtíð þeirra. Þessi sannfæring fær fólk til að iðka venjur sem það telur að bæti hlutskipti þeirra í lífinu.

TRÚ MARGRA

STJÖRNUSPEKI: Sumir trúa því að framtíð þeirra byggist á því hvernig staða stjörnuhiminsins var þegar þeir fæddust. Þeir skoða stjörnuspár til að vita hvað muni gerast í lífi þeirra og síðan reyna þeir að forðast tjón og leita velgengni.

FENG SHUI: Aðrir trúa því að leiðin til velgengni felist í því að koma umhverfi sínu í takt við ósýnileg öfl náttúrunnar. Lo Wing,a sem býr í Hong Kong, segir: „Feng shui-meistari sagði mér að setja sérstakan kristal á ákveðinn stað í verslun minni til að hjálpa mér að þéna betur.“

FORFEÐRADÝRKUN: Enn aðrir trúa að þeir þurfi að friða látna forfeður eða mismunandi guði til að njóta verndar þeirra og blessunar. Van, sem býr í Víetnam, segir: „Ég trúi því að með því að heiðra forfeður mína eignist ég betra líf núna og að framtíð mín og barna minna verði örugg.“

ENDURHOLDGUN: Margir álíta að tilveran sé endalaus hringrás lífs, dauða og endurfæðingar. Þeir telja að það góða eða slæma sem þeir upplifa í lífinu séu afleiðingar gerða í fyrra lífi.

Margir álíta þetta allt vera hjátrú en engu að síður gutla þeir við lófalestur, stjörnuspár, andaglas, tarotspil og annað þessu líkt. Þeim finnst kannski einhver von til þess að þarna sé hægt fá vitneskju um framtíð sína.

HVER ER ÁRANGURINN?

Hafa þeir sem setja traust sitt á slíka iðkun öðlast gott líf og örugga framtíð?

Hugleiddu reynslu Hào sem býr í Víetnam. Hann sneri sér að stjörnuspeki, feng shui og forfeðradýrkun til að fá leiðsögn í lífinu. Öðlaðist hann velgengni? Hào segir: „Viðskipti mín gengu mjög illa, ég varð skuldugur, átti í fjölskyldudeilum og tilfinningalíf mitt var í rústum.“

Qiuming frá Taívan trúði líka á stjörnuspeki, endurholdgun, forlög og feng shui og stundaði foreðradýrkun. Eftir að hafa rannsakað þessar trúariðkanir gaumgæfilega sagði hann: „Ég áttaði mig á að þessar kenningar og siðir væru í mótsögn hver við aðra og að þær væru ruglingslegar. Ég rak mig á að stjörnuspárnar voru oft rangar. Hvað varðar endurholdgun þá ályktaði ég sem svo: Ef þú manst ekkert af þínu fyrra lífi hvernig áttu að fara að því að bæta þig í því næsta?“

„Ég áttaði mig á að þessar kenningar og siðir væru í mótsögn hver við aðra og að þær væru ruglingslegar.“ – QUIMING, TAÍVAN

Eins og Hào, Qiuming og margir aðrir hafa komist að stjórnast framtíð okkar ekki af örlögum, stjörnunum, dánum forfeðrum eða endurfæðingu. Þýðir þetta að við höfum enga stjórn á framtíð okkar?

VAL ÞITT SKIPTIR MÁLI

Þó að við höfum ekki stjórn á mörgu af því sem gerist í lífinu kennir reynslan okkur að val okkar hefur áhrif á framtíð okkar. Hvers vegna þvoum við okkur til dæmis um hendurnar og notum grímu þegar faraldur eins og COVID-19 geisar? Það er vegna þess að slíkt val getur verndað líf okkar. Augljóslega skiptir val þitt máli.

Við verðum að sjálfsögðu að velja viturlega ef við viljum fá góða niðurstöðu. Fyrir um það bil 2.000 árum lýsti vitur kennari þessari staðreynd með orðunum: „Það sem maður sáir, það uppsker hann.“b

Margir álíta að besta tryggingin fyrir framtíðina sé langskólanám og auðæfi. Hver er reynsla sumra sem hafa valið þann kost?

a Í þessari grein og eftirfarandi greinum hefur sumum nöfnum verið breytt.

b Þessa fullyrðingu er að finna í Heilagri ritningu í Galatabréfinu 6:7. Sömu hugmynd má finna í austurlensku orðtaki sem segir: Sáðu melónufræjum og þú uppskerð melónur, sáðu baunum og þú uppskerð baunir.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila