Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.94 bls. 1
  • Hyllum hinn frumgetna son Jehóva!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hyllum hinn frumgetna son Jehóva!
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Hjálpum öllum sem hafa sýnt áhuga
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Segjum öðrum frá fagnaðarerindinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Kappkostaðu það sem gott er
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Jehóva blessar viðleitni okkar til að halda minningarhátíðina
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 2.94 bls. 1

Hyllum hinn frumgetna son Jehóva!

1 Sunnudaginn 9. nísan árið 33 hyllti mikill múgur með pálmagreinar í höndum hinn frumgetna son Jehóva, Drottin Jesú Krist, sem ‚þann er kæmi sem konungurinn í nafni Jehóva.‘ (Lúk. 19:38; Hebr. 1:6) Mánudag og þriðjudag, 10. og 11. nísan, sinnti Jesús opinberri þjónustu sinni af óhemjumiklum dugnaði og gerði þannig þessa lokadaga að einna annasömustu dögunum í lífi sínu hér á jörðu.

2 Núna hrópar jafnvel enn stærri múgur manna með táknrænar pálmagreinar í höndum hárri röddu: „Hjálpræðið heyrir til Guði vorum, sem í hásætinu situr, og lambinu.“ (Opinb. 7:9, 10) Hinn 26. mars munum við koma saman til að halda minningarhátíðina um dauða Krists. Getum við, er sá dagur nálgast, sinnt þjónustu okkar af enn meira kappi og á þann hátt bætt við röddum sem taka undir þetta lofgerðaróp um allan heim?

3 Aukum boðunarstarfið: Margir boðberar hafa þegar látið skrá sig sem aðstoðarbrautryðjendur í mars. Langar þig til að slást í hópinn? Leggðu þá inn umsókn þína án tafar. Einhver öldunganna mun með ánægju svara þeim spurningum sem þú kannt að hafa varðandi þetta starf.

4 Þú vilt vafalaust eiga fulla hlutdeild í boðunarstarfinu í mars, hvort sem þú getur verið aðstoðarbrautryðjandi eða ekki. Söfnuðurinn getur ef til vill skipulagt hópstarf á hverjum degi í þessum mánuði. Taka skyldi frá nægilegt starfssvæði í þeim tilgangi.

5 Allir söfnuðirnir ættu að skipuleggja sérstaka samansöfnun laugardaginn 26. mars. Þótt mikið sé að gera við undirbúning minningarhátíðarinnar er mælt með því að allir sem geta taki þátt í boðunarstarfinu þennan laugardag. Auk þess að starfa hús úr húsi skaltu ganga úr skugga um að þeir sem þú hefur boðið til minningarhátíðarinnar komist þangað og viti fyrir víst hvar og hvenær hún er haldin.

6 Bjóðum öðrum og hvetjum þá: Jesús sagði við lærisveina sína: „Gjörið þetta í mína minningu.“ (1. Kor. 11:24) Smurðir fylgjendur Jesú hlýða þessum fyrirmælum og sérhverjum þjóni Jehóva er boðið að vera viðstaddur minningarhátíðina. Meðal annarra ættir þú að bjóða biblíunemum þínum, ættingjum, þeim sem þú hefur rætt við um Biblíuna, mökum er ekki eru í trúnni, vinnufélögum og öðrum slíkum. Búðu til lista svo að enginn gleymist.

7 Á sjálfri minningarhátíðinni gefast okkur fleiri tækifæri til að hvetja áhugasamt fólk. Gættu þess að koma tímanlega til þess að þú getir heilsað þeim nýju sem koma í fyrsta sinn. Ef þó nokkrir biblíunemenda þinna koma gæti verið heppilegt að fá annan boðbera til að sitja með sumum þeirra meðan á samkomunni stendur. Bjóddu hinum nýju að koma á opinbera samkomu safnaðarins. Öldungurinn, sem valinn er til að flytja opinberu ræðuna, ætti að undirbúa sig vel til að flytja hvetjandi fyrirlestur.

8 Þegar við sameinumst í lok minningarhátíðarinnar í að syngja söng 83, „Brauð af himni,“ væri þá ekki gott að geta litið með ánægju um öxl á vikur er við vorum önnum kafin í guðveldislegu starfi, Jehóva til vegsemdar!

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila