Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Esekíel 41
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Esekíel – yfirlit

      • Helgidómur musterisins (1–4)

      • Veggurinn og hliðarherbergin (5–11)

      • Vesturbyggingin (12)

      • Byggingarnar mældar (13–15a)

      • Helgidómurinn að innan (15b–26)

Esekíel 41:1

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „musterið“. Í 41. og 42. kafla er orðið notað um hið heilaga eða helgidóminn allan (með hinu heilaga og hinu allra helgasta).

  • *

    Hér er átt við langa alin. Sjá viðauka B14.

Esekíel 41:3

Neðanmáls

  • *

    Það er, hið allra helgasta.

  • *

    Orðrétt „Breidd inngangsins var“.

Esekíel 41:4

Millivísanir

  • +1Kon 6:20; 2Kr 3:8
  • +2Mó 26:33

Esekíel 41:5

Millivísanir

  • +1Kon 6:5

Esekíel 41:6

Millivísanir

  • +1Kon 6:6, 10

Esekíel 41:7

Millivísanir

  • +1Kon 6:8

Esekíel 41:8

Neðanmáls

  • *

    Hér virðist átt við upphækkunina sem nefnd er í versinu.

Esekíel 41:9

Neðanmáls

  • *

    Líklega mjór gangvegur meðfram musterinu.

Esekíel 41:10

Neðanmáls

  • *

    Eða „salanna“.

Millivísanir

  • +1Kr 28:12

Esekíel 41:13

Neðanmáls

  • *

    Það er, byggingin vestan við helgidóminn.

Esekíel 41:15

Millivísanir

  • +2Kr 3:8; Esk 41:4

Esekíel 41:16

Millivísanir

  • +1Kon 6:4
  • +1Kon 6:15; 2Kr 3:5

Esekíel 41:18

Millivísanir

  • +1Kon 6:29; 7:36; 2Kr 3:7
  • +Esk 40:16

Esekíel 41:19

Millivísanir

  • +Esk 1:5, 10; Op 4:7

Esekíel 41:21

Neðanmáls

  • *

    Hér virðist vera átt við dyrnar að hinu heilaga.

  • *

    Hér virðist vera átt við hið allra helgasta.

Millivísanir

  • +1Kon 6:33

Esekíel 41:22

Millivísanir

  • +2Mó 30:1; 1Kon 7:48; Op 8:3
  • +Esk 44:16; Mal 1:7

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1988, bls. 32

Esekíel 41:23

Millivísanir

  • +1Kon 6:31–35

Esekíel 41:25

Neðanmáls

  • *

    Eða „þakskyggni“.

Millivísanir

  • +Esk 41:17, 18

Esekíel 41:26

Millivísanir

  • +Esk 40:16

Almennt

Esek. 41:41Kon 6:20; 2Kr 3:8
Esek. 41:42Mó 26:33
Esek. 41:51Kon 6:5
Esek. 41:61Kon 6:6, 10
Esek. 41:71Kon 6:8
Esek. 41:101Kr 28:12
Esek. 41:152Kr 3:8; Esk 41:4
Esek. 41:161Kon 6:4
Esek. 41:161Kon 6:15; 2Kr 3:5
Esek. 41:181Kon 6:29; 7:36; 2Kr 3:7
Esek. 41:18Esk 40:16
Esek. 41:19Esk 1:5, 10; Op 4:7
Esek. 41:211Kon 6:33
Esek. 41:222Mó 30:1; 1Kon 7:48; Op 8:3
Esek. 41:22Esk 44:16; Mal 1:7
Esek. 41:231Kon 6:31–35
Esek. 41:25Esk 41:17, 18
Esek. 41:26Esk 40:16
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
Biblían – Nýheimsþýðingin
Esekíel 41:1–26

Esekíel

41 Hann fór nú með mig inn í hið heilaga* og mældi hliðarstólpana. Þeir voru sex álnir* á breidd beggja vegna. 2 Dyrnar voru tíu álnir á breidd og veggirnir báðum megin við þær voru fimm álnir. Hann mældi hið heilaga og það var 40 álnir á lengd og 20 á breidd.

3 Hann gekk síðan inn í innra rýmið* og mældi hliðarstólpana við dyrnar. Þeir voru tvær álnir á þykkt og dyrnar voru sex álnir á breidd. Hliðarveggirnir hvorum megin voru* sjö álnir. 4 Því næst mældi hann þetta rými sem lá að hinu heilaga og það var 20 álnir á lengd og 20 á breidd.+ Hann sagði við mig: „Þetta er hið allra helgasta.“+

5 Nú mældi hann musterisvegginn sem var sex álnir á þykkt. Hliðarherbergin í kringum musterið voru fjórar álnir á breidd.+ 6 Hliðarherbergin voru á þrem hæðum, 30 herbergi á hverri hæð. Hringinn í kring á musterisveggnum voru syllur sem burðarbitar hliðarherbergjanna hvíldu á þannig að bitarnir gengu ekki inn í musterisvegginn.+ 7 Báðum megin í musterinu var hringstigi sem breikkaði með hverri hæð.+ Herbergin breikkuðu einnig þegar gengið var af neðstu hæð um miðhæðina og upp á þá efstu.

8 Ég sá að musterið stóð á upphækkun. Undirstaða* hliðarherbergjanna var heil mælistika á hæð, sex álnir. 9 Útveggir hliðarherbergjanna voru fimm álnir á þykkt. Meðfram hliðarherbergjunum var pallur* sem var hluti musterisins.

10 Svæðið milli musterisins og matsalanna*+ var 20 álnir á breidd báðum megin við musterið. 11 Inngangur var að hliðarherbergjunum af pallinum norðan megin og annar inngangur sunnan megin. Pallurinn var fimm álnir á breidd á alla vegu.

12 Byggingin að vestanverðu, sem lá að opna svæðinu, var 70 álnir á breidd og 90 á lengd. Veggirnir voru fimm álnir á þykkt allan hringinn.

13 Hann mældi musterið og það var 100 álnir á lengd. Opna svæðið og byggingin,* að meðtöldum veggjunum, voru líka 100 álnir á lengd. 14 Framhlið musterisins, sem sneri í austur, ásamt opna svæðinu báðum megin var 100 álnir.

15 Hann mældi lengd byggingarinnar við opna svæðið fyrir aftan musterið ásamt göngum hennar báðum megin. Hún var 100 álnir.

Hann mældi líka hið heilaga, hið allra helgasta+ og forsalinn sem sneri að forgarðinum 16 ásamt þröskuldunum, gluggunum sem voru með víkkandi opi+ og göngunum sem voru í þessum þrem rýmum. Þegar stigið var yfir þröskuldinn mátti sjá þiljur+ sem náðu frá gólfi upp að gluggum en gluggarnir voru byrgðir. 17 Mál voru tekin fyrir ofan dyrnar og í musterinu, bæði að innan og utan, og veggirnir voru mældir allan hringinn. 18 Þar voru útskornar myndir af kerúbum+ og pálmatrjám,+ eitt pálmatré milli hverra tveggja kerúba, og kerúbarnir voru allir með tvö andlit. 19 Mannsandlit sneri að pálmanum öðrum megin og ljónsandlit að pálmanum hinum megin.+ Þannig voru útskornu myndirnar um allt musterið. 20 Á veggjum helgidómsins voru útskornar myndir af kerúbum og pálmatrjám frá gólfi og upp fyrir dyr.

21 Dyrastafir* helgidómsins voru ferhyrndir.+ Fyrir framan helgistaðinn* var eitthvað sem líktist 22 altari úr tré+ en það var þrjár álnir á hæð og tvær á breidd. Á því voru hornstólpar og sökkullinn og hliðarnar voru úr viði. Hann sagði við mig: „Þetta er borðið sem stendur frammi fyrir Jehóva.“+

23 Að hinu heilaga og hinu allra helgasta voru vængjahurðir.+ 24 Báðir hurðarvængirnir voru tvískiptir og lögðust saman. 25 Á hurðum helgidómsins voru útskornar myndir af kerúbum og pálmatrjám eins og á veggjunum.+ Á framhlið forsalarins var þakskegg* úr tré. 26 Það voru einnig gluggar með víkkandi opi+ og pálmamyndir báðum megin á forsalnum og sömuleiðis meðfram hliðarherbergjum musterisins og á þakskegginu.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila