Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Lúkas 14
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Lúkas – yfirlit

      • Maður með mikinn bjúg læknast á hvíldardegi (1–6)

      • Vertu auðmjúkur gestur (7–11)

      • Bjóddu þeim sem geta ekki endurgoldið þér (12–14)

      • Dæmisagan um gestina sem færðust undan (15–24)

      • Það kostar sitt að vera lærisveinn (25–33)

      • Saltið sem dofnar (34, 35)

Lúkas 14:1

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 82

Lúkas 14:2

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 82

Lúkas 14:3

Millivísanir

  • +Lúk 6:9; Jóh 7:23

Lúkas 14:5

Millivísanir

  • +2Mó 23:5; 5Mó 22:4
  • +Mt 12:11; Lúk 13:15

Lúkas 14:7

Millivísanir

  • +Mt 23:2, 6; Lúk 11:43; 20:46

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1989, bls. 31

Lúkas 14:8

Millivísanir

  • +Okv 25:6, 7

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.8.2010, bls. 3

Lúkas 14:9

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.8.2010, bls. 3

Lúkas 14:10

Millivísanir

  • +Okv 15:33; Jak 4:10; 1Pé 5:5

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.8.2010, bls. 3

    1.11.1989, bls. 31

Lúkas 14:11

Millivísanir

  • +Okv 29:23; Mt 23:12; Lúk 18:14; Jak 4:6

Lúkas 14:13

Millivísanir

  • +Job 31:16, 22; Okv 3:27, 28

Lúkas 14:14

Millivísanir

  • +Jóh 5:28, 29; 11:24; Pos 24:15

Lúkas 14:15

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „borðar brauð“.

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 83

Lúkas 14:16

Millivísanir

  • +Mt 22:2

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 83

Lúkas 14:17

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 83

Lúkas 14:18

Millivísanir

  • +Mt 22:3

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 83

Lúkas 14:19

Neðanmáls

  • *

    Eða „pör“.

Millivísanir

  • +Mt 22:5

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 83

Lúkas 14:20

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 83

Lúkas 14:21

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 83

Lúkas 14:22

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 83

Lúkas 14:23

Millivísanir

  • +Mt 22:9, 10

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 83

Lúkas 14:24

Millivísanir

  • +Mt 21:43; 22:8

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 83

Lúkas 14:26

Neðanmáls

  • *

    Eða „og hatar ekki“.

Millivísanir

  • +Op 12:11
  • +Mt 10:37; Lúk 18:29, 30; Jóh 12:25

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.3.2008, bls. 32

    bls. 21

    1.1.1993, bls. 21

    1.10.1986, bls. 17

    Mesta mikilmenni, kafli 84

Lúkas 14:27

Neðanmáls

  • *

    Sjá orðaskýringar.

Millivísanir

  • +Mt 16:24; Mr 8:34; Lúk 9:23

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 84

Lúkas 14:28

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    3.2020, bls. 8

    Varðturninn,

    1.2.1999, bls. 8-9

    1.5.1991, bls. 15-16

    1.10.1986, bls. 17

    Farsælt fjölskyldulíf, bls. 13-14, 40

    Mesta mikilmenni, kafli 84

Lúkas 14:31

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 84

Lúkas 14:33

Neðanmáls

  • *

    Eða „kveðji“.

Millivísanir

  • +Mt 19:27; Lúk 9:62; Fil 3:7, 8

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 84

Lúkas 14:34

Millivísanir

  • +Mt 5:13; Mr 9:50; Kól 4:6

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 84

Lúkas 14:35

Millivísanir

  • +Mt 13:43; Mr 4:9; Op 2:29

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 84

Almennt

Lúk. 14:3Lúk 6:9; Jóh 7:23
Lúk. 14:52Mó 23:5; 5Mó 22:4
Lúk. 14:5Mt 12:11; Lúk 13:15
Lúk. 14:7Mt 23:2, 6; Lúk 11:43; 20:46
Lúk. 14:8Okv 25:6, 7
Lúk. 14:10Okv 15:33; Jak 4:10; 1Pé 5:5
Lúk. 14:11Okv 29:23; Mt 23:12; Lúk 18:14; Jak 4:6
Lúk. 14:13Job 31:16, 22; Okv 3:27, 28
Lúk. 14:14Jóh 5:28, 29; 11:24; Pos 24:15
Lúk. 14:16Mt 22:2
Lúk. 14:18Mt 22:3
Lúk. 14:19Mt 22:5
Lúk. 14:23Mt 22:9, 10
Lúk. 14:24Mt 21:43; 22:8
Lúk. 14:26Op 12:11
Lúk. 14:26Mt 10:37; Lúk 18:29, 30; Jóh 12:25
Lúk. 14:27Mt 16:24; Mr 8:34; Lúk 9:23
Lúk. 14:33Mt 19:27; Lúk 9:62; Fil 3:7, 8
Lúk. 14:34Mt 5:13; Mr 9:50; Kól 4:6
Lúk. 14:35Mt 13:43; Mr 4:9; Op 2:29
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
Biblían – Nýheimsþýðingin
Lúkas 14:1–35

Lúkas segir frá

14 Á hvíldardegi nokkrum var Jesú boðið til máltíðar í húsi eins af leiðtogum farísea og menn fylgdust náið með honum. 2 Fyrir framan hann var maður sem var með mikinn bjúg. 3 Jesús spurði þá hina löglærðu og faríseana: „Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi eða ekki?“+ 4 En þeir þögðu. Þá snerti hann manninn, læknaði hann og lét hann fara. 5 Síðan sagði hann við þá: „Ef einhver ykkar ætti son eða naut sem félli í brunn+ á hvíldardegi, myndi hann þá ekki draga hann strax upp úr?“+ 6 Þeir gátu ekki svarað þessu.

7 Þegar hann sá gestina velja sér bestu sætin+ sagði hann þeim þessa dæmisögu: 8 „Þegar þér er boðið til brúðkaupsveislu skaltu ekki velja besta sætið.+ Kannski er einhverjum boðið sem er fremri þér að virðingu. 9 Sá sem bauð ykkur báðum kemur þá og segir við þig: ‚Leyfðu þessum manni að sitja hér.‘ Þá þarftu að færa þig með skömm í lakasta sætið. 10 Þegar þér er boðið skaltu frekar velja lakasta sætið svo að gestgjafinn segi við þig þegar hann kemur: ‚Vinur, færðu þig nær.‘ Þá verður þér sýnd virðing frammi fyrir öllum hinum gestunum.+ 11 Hver sem upphefur sjálfan sig verður auðmýktur og hver sem auðmýkir sjálfan sig verður upphafinn.“+

12 Síðan sagði hann við gestgjafann: „Þegar þú býður til hádegisverðar eða kvöldverðar skaltu ekki bjóða vinum þínum, bræðrum, ættingjum eða ríkum nágrönnum. Þeir bjóða þér kannski seinna og endurgjalda þannig boðið. 13 Þegar þú heldur veislu skaltu bjóða fátækum, fötluðum, höltum og blindum+ 14 og þú verður hamingjusamur því að þeir geta ekki endurgoldið þér. Þér verður endurgoldið í upprisu+ hinna réttlátu.“

15 Þegar einn af gestunum heyrði þetta sagði hann við Jesú: „Sá er hamingjusamur sem matast* í ríki Guðs.“

16 Jesús sagði við hann: „Maður hélt mikla veislu+ og bauð mörgum. 17 Þegar kom að veislunni sendi hann þjón sinn til að segja þeim sem voru boðnir: ‚Komið, því að nú er allt tilbúið.‘ 18 En þeir fóru allir að afsaka sig.+ Sá fyrsti sagði við hann: ‚Ég var að kaupa akur og þarf að fara og líta á hann. Ég bið þig að hafa mig afsakaðan.‘ 19 Annar sagði: ‚Ég var að kaupa fimm eyki* nauta og ætla að fara og skoða þau. Ég bið þig að hafa mig afsakaðan.‘+ 20 Og enn annar sagði: ‚Ég var að gifta mig og þess vegna get ég ekki komið.‘ 21 Þjónninn kom nú til húsbónda síns og greindi honum frá þessu. Þá reiddist húsbóndinn og sagði við þjóninn: ‚Flýttu þér út á stræti og götur borgarinnar og komdu hingað með fátæka, fatlaða, blinda og halta.‘ 22 Þegar þjónninn kom til baka sagði hann: ‚Herra, ég hef gert eins og þú baðst um og enn er pláss fyrir fleiri.‘ 23 Húsbóndinn sagði þá við þjóninn: ‚Farðu út á vegi og sveitagötur og teldu fólk á að koma svo að hús mitt fyllist.+ 24 Ég segi ykkur að enginn þeirra sem voru boðnir skal fá að bragða á kvöldverði mínum.‘“+

25 Mikill fjöldi fólks var í för með honum. Hann sneri sér við og sagði við fólkið: 26 „Sá sem kemur til mín og elskar mig minna en* föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og jafnvel sitt eigið líf+ getur ekki verið lærisveinn minn.+ 27 Hver sem ber ekki kvalastaur* sinn og fylgir mér getur ekki verið lærisveinn minn.+ 28 Ef einhver ykkar vill byggja turn, sest hann þá ekki fyrst niður og reiknar kostnaðinn til að kanna hvort hann hafi efni á að fullgera hann? 29 Annars fer kannski svo að hann leggur grunninn en tekst ekki að ljúka verkinu og allir sem sjá það gera gys að honum 30 og segja: ‚Þessi maður fór að byggja en gat ekki lokið við það.‘ 31 Eða hvaða konungur heldur út í stríð gegn öðrum konungi án þess að setjast fyrst niður með ráðgjöfum sínum og ræða hvort hann geti farið með 10.000 hermönnum gegn þeim sem kemur á móti honum með 20.000 menn? 32 Ef svo er ekki gerir hann út sendinefnd og biðst friðar meðan hinn er enn langt undan. 33 Eins skuluð þið vita að enginn ykkar getur verið lærisveinn minn nema hann segi skilið við* allt sem hann á.+

34 Salt er vissulega gott. En ef saltið dofnar, með hverju á þá að krydda það?+ 35 Það er hvorki nothæft í mold né mykjuhaug. Því er fleygt. Sá sem hefur eyru hann hlusti.“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila