Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g88 8.10. bls. 23-24
  • Framsókn blökkumannaguðfræði

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Framsókn blökkumannaguðfræði
  • Vaknið! – 1988
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Innbyrðis eining?
  • Notuð sem vopn
  • Sönn kristni sameinar alla kynþætti!
    Vaknið! – 1988
  • Mótmælendatrúin og aðskilnaðarstefnan
    Vaknið! – 1988
  • Hvers vegna blanda prestar sér í stjórnmál?
    Vaknið! – 1987
Vaknið! – 1988
g88 8.10. bls. 23-24

Framsókn blökkumannaguðfræði

„Margt svartra manna hefur lagt kristni að jöfnu við aðskilnaðarstefnuna.“ — Úr The Church Struggle in South Africa, eftir safnaðarkirkjuprestinn J. de Gruchy

VONSVIKNIR með hina suður-afrísku útgáfu mótmælendatrúarinnar hefur fjölmargt svartra manna snúist á sveif með nýju fyrirbæri — blökkumannaguðfræði sem leitast við að túlka Biblíuna í samhengi við aðstæður svartra.

Í bók sinni The Voice of Black Theology in South Africa (Raust blökkumannaguðfræði í Suður-Afríku) segir Louise Kretzschmar: „Hægt er að skilja hugtakið ‚blökkumaður‘ á tvo vegu. Í fyrsta lagi á það við alla þá sem áður voru kallaðir ‚óhvítir‘ eða ‚óevrópskir,‘ það er að segja afríkumenn, þeldökka og Indverja. . . . Í öðru lagi er ‚blökkumaður‘ skilið sem samheiti yfir ‚hina kúguðu íbúa Suður-Afríku.‘“

Blökkumannaguðfræðin leggur áherslu á að blökkumönnum skuli sýnd sama virðing og hvítum þar eð blökkumenn hafa einnig verið skapaðir í mynd Guðs. Frelsun Ísraelsmanna úr Egyptalandi og þjáningar Jesú eru stef sem mikið fer fyrir í þessari guðfræði. Slagorð hennar er: ‚Guð stendur með hinum undirokuðu.‘

Innbyrðis eining?

Málsvarar blökkumannaguðfræðinnar eru dreifðir meðal hinna mörgu kirkjudeilda í Suður-Afríku og deila hart sín á milli. Sumir eru til dæmis mjög hrifnir af hugmyndafræði kommúnismans og brjóta hana til mergjar í skrifum sínum. Aðrir vísa marxisma á bug. Ekki eru þeir heldur á einu máli um það í hvaða mæli samfélag hvítra manna skuli eiga hlut í þessu nýja stílbrigði „kristninnar.“

Þegar gagnrýendnur blökkumannaguðfræðinnar halda því fram að hún ýti undir þjóðernishyggju svartra manna á sama hátt og aðskilnaðarguðfræðin ýtir undir þjóðernishyggju hvítra manna svarar dr. Allan  Boesak, einn af fremstu talsmönnum blökkumannaguðfræðinnar: „Kristin trú er hafin yfir alla hugmyndafræði og þjóðernishugsjónir.“

En Bonganjalo Goba, prestur við safnaðarkirkjuna, svarar um hæl: „Ég er Allan Boesak ósammála.“ Goba heldur því fram að það sé óumflýjanlegt að blökkumannaguðfræðin „muni endurspegla hugmyndafræðileg áhugamál blökkumannasamfélagsins. Ef hún gerir það ekki hættir hún að vera blökkumannaguðfræði.“ Lúterski biskupinn dr. Buthelezi bætir við: „Það er sami boðskapur Biblíunnar og hreif Búana . . . sem örvar okkur til að syngja söng blökkumannaguðfræðinnar.“

Notuð sem vopn

„Blökkumannaguðfræðin hefur þjónað markmiði sínu frábærlega sem gagnrýnisvopn á guðfræði hvítra og þjóðfélag hvítra,“ segir meþódistapresturinn Itumeleng Mosala sem er lektor með blökkumannaguðfræði sem sérgrein. Með því að láta slíka gagnrýni í ljós vonast blökkumannaguðfræðingar til að ungir blökkumenn muni halda sér við kirkjur þeirra. Margt ungt fólk hefur yfirgefið kirkjurnar í mótmælaskyni við þá „kristni“ sem þar er iðkuð.

Aðrir ganga enn lengra og nota blökkumannaguðfræðina sem vopn í baráttunni fyrir pólitískum breytingum. Takatso Mofokeng, sem er prestur við hina svörtu hollensku siðbótarkirkju í Afríku og lektor í blökkumannaguðfræði, viðurkennir: „Blökkumannaguðfræðin er öflugt vopn í áframhaldandi baráttu fyrir frelsi.“

Sem dæmi um þetta má nefna The Kairos Document sem var undirritað af 156 suður-afrískum guðfræðingum. Í því eru kirkjumeðlimir hvattir „til að útrýma kúgun, hrekja harðstjóra frá völdum og koma á réttlátri stjórn.“ Guðfræðingarnir lýstu yfir: „Við trúum að Guð sé að verki í okkar heimi og snúi vonlausum og illum aðstæðum í góðar þannig að ‚ríki hans megi koma‘ og ‚vilji hans verði gerður svo á jörðu sem á himni.‘ . . . Efla þarf átökin og baráttuna á komandi mánuðum og árum; það er eina leiðin til að útrýma misréttinu og kúguninni.“

En er það þetta sem Biblían kennir? Tekur Guðsríki völd með pólitískri byltingu? Merkir sú staðreynd að mótmælendatrúin hefur valdið sundrung og deilum í Suður-Afríku að sjálf kristnin sé misheppnuð?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila