Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g96 8.10. bls. 28-29
  • Alþjóðadómstóll í Evrópu — Hvers vegna?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Alþjóðadómstóll í Evrópu — Hvers vegna?
  • Vaknið! – 1996
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Mannréttindadómstóll Evrópu
  • Sigrar í þágu trúfrelsis í Evrópu
  • Vottar Jehóva fá uppreisnæru í Grikklandi
    Vaknið! – 1997
  • Baráttan fyrir trúfrelsi
    Ríki Guðs stjórnar
  • Boðberar Guðsríkis verja rétt sinn fyrir dómstólum
    Ríki Guðs stjórnar
  • Vottar Jehóva ‚dregnir fyrir dómstóla‘
    Vaknið! – 1993
Sjá meira
Vaknið! – 1996
g96 8.10. bls. 28-29

Alþjóðadómstóll í Evrópu — Hvers vegna?

Eftir fréttaritara Vaknið! í Hollandi

ÞEGAR eiganda bifreiðaverkstæðis í norðurhluta Hollands var synjað um leyfi til að selja fljótandi gas, sem þýddi jafnframt að hann hefði ekki leyfi til að breyta bílvélum til að brenna gasi í stað bensíns, háði hann langa baráttu fyrir ýmsum dómstólum til að fá banni ríkisstjórnarinnar hnekkt. Hann varð gjaldþrota meðan á því stóð.

Maðurinn taldi að dómstólar Hollands hefðu ekki látið hann ná rétti sínum og skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg. Árið 1985 dæmdi Mannréttindadómstólinn honum í hag. Verkstæðiseigandinn leit á úrskurðinn sem gífurlegan siðferðilegan sigur því að ‚hann sannaði að ég hafði rétt fyrir mér allan tímann,‘ eins og hann orðaði það.

Hann er einn af mörgum Evrópubúum sem hefur skotið máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu á síðustu áratugum. Þessi dómstóll fjallar ekki aðeins um klögumál einstaklinga innan Evrópu heldur einnig klögumál þjóða í milli þegar talið er að grundvallarmannréttindi hafi ekki verið virt. Fjölgun mála fyrir alþjóðlegum dómstólum endurspeglar réttlætisþrá almennra borgara og sumra stjórnvalda.

Mannréttindadómstóll Evrópu

Á fundi í Róm árið 1950 ákváðu nokkur Evrópuríki, sem aðild áttu að Evrópuráðinu, að gera sáttmála til að tryggja borgurum sínum og útlendingum undir lögsögu sinni viss réttindi og visst frelsi. Síðar var ýmsum öðrum réttindum bætt við og samtímis öðluðust fleiri Evrópuríki aðild að Evrópusáttmálanum í þeim tilgangi að standa vörð um grundvallarfrelsi og mannréttindi. Sum þessara réttinda lúta að verndun lífs og vörn gegn pyndingum, en önnur tengjast fjölskyldulífi og trúfrelsi, svo og tjáningar-, skoðana-, funda- og félagafrelsi. Séu þessi mannréttindi brotin á einhverjum getur hann lagt fram kæru gegn viðkomandi ríki til framkvæmdastjóra Evrópuráðsins.

Yfir 20.000 kærur hafa verið lagðar fram frá því að dómstóllinn tók til starfa. Hvernig ákveður dómstóllinn hvaða mál hann taki fyrir? Fyrst er reynt að leita sátta. Mistakist það og sé kæran talin gild er hún lögð fyrir Mannréttindadómstólinn í Strassborg. Aðeins um 5 mál af hverjum 100 ná nokkurn tíma til dómstólsins. Fram til ársloka 1995 hafði dómstóllinn fellt 554 dóma. Úrskurður dómstólsins í kærumáli einstaklings er bindandi fyrir viðkomandi ríki, en þegar eitt eða fleiri ríki skjóta máli sínu til dómstólsins er það ekki svona einfalt. Í slíku máli er líklegt að ríkið, sem dómur hefur fallið í óhag, kjósi að fara þá leið sem það telur sér til framdráttar á pólitískum vettvangi í stað þess að fara að kröfum sáttmálans. Alþjóðadómstóllinn í Haag fjallar einvörðungu um deilur ríkja í milli, en Mannréttindadómstóllinn sker aftur á móti úr deilum bæði milli ríkja og einstaklinga gegn ríki.

Sigrar í þágu trúfrelsis í Evrópu

Árið 1993 felldi Mannréttindadómstóll Evrópu tvo þýðingarmikla dóma í þágu trúfrelsis. Sá fyrri var í máli Grikkjans Minosar Kokkinakisar. Hann er vottur Jehóva og hafði verið handtekinn meira en 60 sinnum frá árinu 1938. Hann hafði verið leiddur 18 sinnum fyrir rétt í Grikklandi og setið meira en sex ár í fangelsi.

Hinn 25. maí 1993 felldi Mannréttindadómstóllinn þann úrskurð að grísk stjórnvöld hefðu brotið gegn trúfrelsi Minosar Kokkinakisar sem var þá 84 ára, og dæmdi honum skaðabætur að upphæð kr. 960.000. Dómstóllinn hafnaði þeirri röksemd grísku stjórnarinnar að Kokkinakis og vottar Jehóva sem heild beittu fólk þrýstingi er þeir ræddu við það um trú sína. — Nánari upplýsingar er að finna í Varðturninum (enskri útgáfu) 1. september 1993, bls. 27-31.

Í síðara málinu dæmdi Mannréttindadómstóllinn austurrískri konu, Ingrid Hoffmann, í hag. Hún hafði gerst vottur Jehóva eftir að hún giftist og var af þeim sökum svipt forræði barna sinna tveggja í kjölfar skilnaðar þeirra hjóna. Undirréttir höfðu upphaflega veitt henni forræðið en Hæstiréttur landsins veitti kaþólskum eiginmanni hennar forræðið. Hæstiréttur byggði dóm sinn á austurrísku lagaákvæði þess efnis að börn skuli alin upp í kaþólskri trú ef foreldrarnir eru kaþólskir þegar þeir ganga í hjónaband, nema þeir fallist báðir á að skipta um trú. Fyrrverandi eiginmaður hennar fullyrti að þar sem hún væri nú orðin vottur Jehóva gæti hún ekki alið börnin upp á eðlilegan og heilbrigðan hátt. Hinn 23. júní 1993 úrskurðaði Mannréttindadómstóllinn að Austurríki hefði mismunað frú Hoffmann vegna trúar hennar og synjað henni um rétt sinn til að ala börn sín upp. Henni voru dæmdar skaðabætur. — Nánari upplýsingar er að finna í Vaknið! (enskri útgáfu) 8. október 1993, bls. 15.

Þessir úrskurðir snerta alla sem unna trú- og tjáningarfrelsi. Málsskot til alþjóðlegra dómstóla geta stuðlað að því að vernda grundvallarréttindi almennra borgara. En jafnframt er rétt að viðurkenna takmörk slíkra dómstóla. Þrátt fyrir góðan vilja og viðleitni geta þeir ekki tryggt varanlegan frið og fulla virðingu fyrir mannréttindum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila