Nýtt námsefni í safnaðarbóknáminu — Mesta mikilmenni sem lifað hefur
1 Við glöddumst mikið þegar tilkynnt var á landsmótinu um útkomu bókarinnar, Mesta mikilmenni sem lifað hefur, á íslensku. Strax aðra vikuna í september verður farið að nota þessa bók í safnaðarbóknáminu. Það verður sannarlega ánægjulegt að rifja upp líf og starf Jesú Krists! Þar sem farin er á ýmsan hátt önnur leið við framsetningu efnisins í þessari bók en í öðrum bókum sem við höfum numið munu fáeinar viðmiðunarreglur koma að góðum notum.
2 Í bókinni eru engin blaðsíðunúmer þannig að námsskráin, sem birtist í Ríkisþjónustu okkar, mun tilgreina hvaða kafla á að nema, yfirleitt tvo eða þrjá í hverri viku. Kafli 35, 111 og 116 eru óvenjulangir og verður hverjum þeirra skipt niður á tvær námsstundir. Eftir að hæfur bróðir hefur lesið allan kaflann (eða allt efnið undir einni millifyrirsögn, eins og í kafla 35, 111 og 116) mun bóknámsstjórinn spyrja spurninganna í lok kaflans sem eiga við kaflann eða þann hluta sem verið var að lesa. Svörin er ekki alltaf að finna hvert á eftir öðru í kaflanum. Koma ætti með stuttar og hnitmiðaðar athugasemdir sem byggðar eru á námsefninu.
3 Að því búnu ætti, eftir því sem tíminn leyfir, að lesa alla ritningarstaðina sem vísað er til í lok kaflans. Löngum biblíutilvísunum mætti skipta niður í styttri hluta til þess að leyfa mismunandi boðberum að taka þátt í lestrinum og síðan geta menn sagt eitthvað um það sem lesið var. Hnitmiðaðar spurningar, sem bóknámsstjórinn hefur útbúið, munu hjálpa til að draga fram gagnlegar athugasemdir sem sýna hvernig ritningarstaðirnir, sem lesnir voru, tengjast því sem lögð er áhersla á í bókinni. Allar spurningar og svör ættu að hjálpa viðstöddum að beina athyglinni að Jesú Kristi, lífi hans og kenningum.
4 Fjallað er um líf Jesú í tímaröð í bókinni Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Ef við reynum að sjá atburðina fyrir okkur og hugfesta hvenær þeir gerðust getur það hjálpað okkur verulega til að gleyma þeim ekki. Þar af leiðandi skaltu gæta þess að skoða litskrúðugu myndirnar vel og líta oft á kortið sem er fremst í bókinni á eftir innganginum.
5 Fyrstu vikuna verður farið yfir inngang bókarinnar. Eftir að allar efnisgreinarnar fram að næstu millifyrirsögn hafa verið lesnar spyr stjórnandinn viðeigandi spurninga sem hann hefur útbúið. Þessi fyrsta námsstund mun leggja línurnar fyrir þau nám sem á eftir koma á þeim mánuðum sem fara í hönd. Hversu árangurinn verður góður af yfirferð þessa efnis er að miklu leyti undir því komið hve vel allir þeir sem sækja bóknámið undirbúa sig. Sér í lagi ætti bóknámsstjórinn að vera vel undirbúinn í hverri viku til þess að hjálpa hópnum að kynnast vel mesta mikilmenninu sem uppi hefur verið, Drottni okkar og frelsara, Jesú Kristi.