Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.93 bls. 8
  • Bókin sem veitir áreiðanlega leiðsögn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Bókin sem veitir áreiðanlega leiðsögn
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Gildi Biblíunnar í heimi nútímans
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Fræðum fólk um mesta mikilmenni sem lifað hefur
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Hjálpum öðrum að koma auga á mikinn fjársjóð
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Orð Guðs veitir leiðsögn
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 11.93 bls. 8

Bókin sem veitir áreiðanlega leiðsögn

1 Breytingarnar í heiminum síðustu hundrað árin hafa verið stórbrotnar. Þrátt fyrir framfarir á sviði fjarskipta, læknisfræði og samgangna hefur gæðum fjölskyldulífsins hrakað sífellt. Milljónir hafa síbreytilega heimspeki manna að leiðarljósi í lífinu.

2 Meðan þessar öru breytingar hafa átt sér stað í heiminum hefur fólk Jehóva haft mikið gagn af því að halda sér við orð hans. Biblían hefur haldist óbreytt um þúsundir ára og ráðleggingar hennar eru enn þá þær hagnýtustu sem hægt er að fá til að takast á við vandamál sem mæta okkur nú á dögum. Hvernig getum við hjálpað áhugasömu fólki að gera sér ljóst að Biblían veitir áreiðanlega leiðsögn á okkar dögum?

3 Ef þú skildir eftir smáritið „Hvers vegna þú getur treyst Biblíunni“ í fyrstu heimsókn gætir þú farið aftur og sagt:

◼ „Þar sem Biblían segir greinilega að hún sé boðskapur frá Guði sjálfum og að hann bjóði okkur eilíft líf ef við trúum og förum eftir því sem hún segir, finnst þér þá ekki að það væri þess virði að kanna þessar fullyrðingar nánar? [Gefðu kost á athugasemd.] Taktu eftir því sem Biblían spáir um núverandi heimskerfi. [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1-5 beint frá blaðsíðu 5 í smáritinu.] Finnst þér þessi lýsing eiga við heiminn nú á tímum? [Gefðu kost á athugasemd.] Er gild ástæða til að vænta betra ástands í framtíðinni?“ Þú getur því næst lagt grunninn að annarri heimsókn með því að ræða um síðustu tvær efnisgreinar smáritsins eða með því að nota blaðsíðu 134-5 í bókinni Er Biblían í raun og veru orð Guðs? og leggja áherslu á þá dásamlegu von sem Biblían gefur mönnum fyrirheit um.

4 Ef húsráðandinn hafði áhuga á hagnýtu gildi Biblíunnar og þú bentir á ákveðnar frumreglur sem fjallað er um í 11. kafla bókarinnar „Er Biblían í raun og veru orð Guðs?,“ gætir þú sagt:

◼ „Við höfum áhuga á því sem er hagnýtt nú á tímum, er ekki svo? Myndir þú samþykkja að það væri hagnýtt að binda enda á styrjaldir? [Gefðu kost á athugasemd.] Væri það ekki góð byrjun ef fólk lærði að lifa saman í friði við menn af öðru þjóðerni? [Gefðu kost á athugasemd.] Því hefur Biblían einmitt spáð. [Lestu Jesaja 2:2, 3.] Hefur þú nokkurn tíma velt fyrir þér hvernig og hvenær þetta muni verða að veruleika?“ Nefndu að þú munir vilja ræða þessa spurningu nánar á hentugum tíma fyrir húsráðandann.

5 Ef þú skildir eftir bæklinginn „Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?“ gætir þú komið aftur og sagt:

◼ „Bæklingurinn, sem ég skildi eftir hjá þér síðast, dregur skýrt fram hversu mikla umhyggju Guð ber fyrir okkur. Það birtist í sköpunarverkinu en ekki síst í orði hans Biblíunni. Þar gefur hann stórkostleg fyrirheit um bjarta framtíð mönnum til handa. Taktu eftir því sem Biblían segir um fyrirheit Guðs.“ Lestu ritningarstaðina í grein 4 á blaðsíðu 4, annaðhvort úr bæklingnum eða beint úr Biblíunni. Gefðu húsráðandanum tækifæri til að koma með athugasemdir. Notaðu 10. hluta til að vekja athygli á nokkrum þessara fyrirheita. Síðan gætir þú lagt grunninn að annarri heimsókn með því að vekja athygli á spurningunum í grein 5 á blaðsíðu 4.

6 Biblían ein veitir þá leiðsögn sem maðurinn þarfnast. (Jer. 10:23) Eina leiðin til að læra um tilgang Guðs og öðlast hylli hans er að nema orð hans. Við skulum þess vegna í allri einlægni bjóða öðrum að njóta góðs af viturlegri leiðsögn þess og hagnýtum ráðum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila