Þjónustusamkomur í febrúar
Vikan sem hefst 7. febrúar
Söngur 1
15 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar. Tillaga um hvernig bjóða megi febrúartölublað Varðturnsins. Farið yfir aðalatriðin í spurningakassanum.
18 mín: „Glæðum áhuga á friðarríki Guðs.“ Greinin rædd við áheyrendur. Tvær sýnikennslur. Sýnið, eftir að hafa farið yfir tölugrein 2, hvernig bjóða má uppteknum húsráðanda smárit. Boðberinn ber kurteislega fram spurningu sem leggur grunn að endurheimsókn. Sýnið kynninguna í tölugrein 3 þar sem húsráðandinn sýnir áhuga og boðberinn notar bækling. Hér skyldi líka leggja grunn að endurheimsókn.
12 mín: Höfum gagn af Árbókinni 1994. Öldungur og safnaðarþjónn nota upplýsingarnar á blaðsíðu 10-18 og ræða um uppörvandi atriði sem nota mætti til að láta menn meta betur guðræðislegt skipulag.
Söngur 64 og lokabæn.
Vikan sem hefst 14. febrúar
Söngur 11
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Lesið upp þakkarorð Félagsins vegna frjálsra framlaga sem söfnuðurinn sendi því og hrósið meðlimum safnaðarins fyrir að standa trúfastlega undir útgjöldum hans. Hvetjið til þátttöku í starfinu næstu helgi.
20 mín: „Örvum vöxtinn með markvissum endurheimsóknum.“ Spurningar og svör. Hafið sýnikennslu um endurheimsókn sem byggð er á kynningunni í tölugrein 3. Undirstrikið að sýna þurfi góða dómgreind í því að fara ekki yfir of mikið efni í heimsókninni, og leggið áherslu á mikilvægi þess að glæða áhuga á annarri heimsókn.
15 mín: „Það er gagnlegt að segja frá því sem Jehóva hefur gert!“ Farið með spurningum og svörum yfir tölugreinar 1-11 í þessari grein í viðaukanum. Ræðið um hvernig fjölskyldur geta notað bókina þótt sumir í fjölskyldunni skilji ekkert erlent mál, og hvetjið alla sem geta til að taka sér tíma til að lesa hana reglulega og ræða um innihald hennar við aðra.
Söngur 27 og lokabæn.
Vikan sem hefst 21. febrúar
Söngur 72
5 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: „Hyllum hinn frumgetna son Jehóva!“ Spurningar og svör. Öldungur annast þetta með hlýju og eldmóði, hvetur alla til að gera lista yfir þá sem þeir ætla að bjóða á minningarhátíðina og næsta opinbera fyrirlestur þar á eftir. Sýnikennsla um atriðin í grein 7. Látið boðbera fara til manns sem kemur inn í ríkissalinn og lítur í kringum sig. Í ljós kemur að ættingi, sem býr í öðrum bæ, hvatti manninn til að sækja hátíðina. Boðberinn býður honum að sitja hjá sér og fjölskyldu sinni svo að hann geti fylgst með í Biblíunni og söngbókinni. Býður honum að svara þeim spurningum sem hann kann að hafa að lokinni samkomunni. Ljúkið með því að tilkynna klukkan hvað söfnuðurinn heldur hátíðina.
10 mín: Besta uppörvunin kemur frá Biblíunni. Rökræðubókin, blaðsíða 117-21. Ræða öldungs. Margir innan og utan safnaðarins þarfnast uppörvunar. Sýnið hvernig sérhver boðberi í söfnuðinum getur notað orð Guðs til að uppörva aðra.
15 mín: „Allar þjóðir munu hata yður.“ Ræða flutt af reyndum öldungi.
Söngur 44 og lokabæn.
Vikan sem hefst 28. febrúar
Söngur 62
5 mín: Staðbundnar tilkynningar og Guðveldisfréttir.
15 mín: „Það er gagnlegt að segja frá því sem Jehóva hefur gert!“ Farið yfir tölugreinar 12-20 með spurningum og svörum. Tvær undirbúnar athugasemdir frá boðberum sem hafa haft gagn af að lesa bókina.
15 mín: „Styddu til fulls opinberu samkomuna í söfnuði þínum.“ Ræða, en í henni mætti einnig beina einni eða tveimur spurningum til áheyrenda. Útskýrið hvernig hægt er að láta áhugasaman einstakling, sem kemur í fyrsta sinn á opinberan fyrirlestur, finnast hann vera velkominn. Ein undirbúin athugasemd frá boðbera um hvernig hann hefur haft gagn af að koma reglulega á opinbera fyrirlesturinn.
10 mín: „Varist góðvild sem ekki á rétt á sér.“ Ræða.
Söngur 16 og lokabæn.