Biblían — uppspretta hughreystingar og vonar í viðsjárverðum heimi
1 Þessi heimur leggur óhemjuþrýsting á menn og þeir þurfa á hughreystingu og von að halda. Biblían er eina uppspretta ósvikinnar hughreystingar. Hún veitir von um nýjan heim þar sem réttlæti mun ríkja. (Rómv. 15:4; 2. Pét. 3:13) Í bókinni Innsýn í Ritninguna, 1. bindi, blaðsíðu 311, segir: „Án Biblíunnar þekktum við ekki Jehóva, þekktum ekki það undursamlega gagn sem hlýst af lausnarfórn Krists og skildum ekki skilyrðin sem verður að uppfylla til að öðlast eilíft líf sem stjórnarmeðlimur eða þegn í réttlátu ríki Guðs.“
2 Í nóvembermánuði vekjum við sérstaka athygli á því hlutverki sem orð Guðs, Biblían, gegnir í að hjálpa fólki að mæta þrýstingi heimsins. Við munum bjóða bæklinginn Hver er tilgangur lífsins? Hvernig getur þú fundið hann? Hvað getum við sagt til að hjálpa fólki, sem hneigist að því sem rétt er, að læra að meta gildi Biblíunnar að verðleikum?
3 Eftir að hafa kynnt þig gætir þú sagt eitthvað á þessa leið:
◼ „Þú ert líklega sammála því að fyrr eða síðar velti flestir fyrir sér hver sé tilgangur lífsins. Á þessari öld hefur bæði orðið mikið mannfall og mannfjölgun og víða má sjá verulegt virðingarleysi fyrir lífinu. Hefur það þá einhvern tilgang? Hver getur sagt okkur það og hvar er svörin að finna? [Gefðu kost á svari.] Guð veitir svörin og þau er að finna í Biblíunni. [Lestu Jóhannes 17:17 og Lúkas 11:28.] En hvernig vitum við að Biblían er orð Guðs? [Gefðu kost á svari.] Þessi bæklingur svarar þeirri spurningu. [Bentu á millifyrirsagnirnar í 3. kafla.] Ef þú vilt lesa þennan bækling væri það mér ánægja að skilja hann eftir hjá þér.“
4 Þú vilt ef til vill nota einfalda aðferð eins og þessa:
◼ „Við höfum áhuga á að stuðla að aukinni virðingu fyrir orði Guðs, Biblíunni. Mig langar til að gefa þér þetta smárit, Hvers vegna þú getur treyst Biblíunni. Það útskýrir af hverju við getum leitað til Biblíunnar til að fá örugga von um betri heim. [Lestu Sálm 37:29 frá blaðsíðu 6 og síðustu efnisgreinina.] Lestu sjálf(ur) þetta smárit, og þegar ég lít hér við næst geturðu sagt mér hvað þér finnst um vonina sem Biblían veitir.“
5 Sumir boðberar kynnu að vilja nota þessa beinu aðferð til að stofna biblíunám:
◼ „Ég kem hingað til að bjóða þér ókeypis heimabiblíunám. Biblían er til á flestum heimilum en fólk tekur sér sjaldan tíma til að lesa í henni, hvað þá að kynna sér á kerfisbundinn hátt það sem hún kennir um tilgang lífsins og fyrirætlun Guðs með jörðina og mennina á henni. Biblían segir í 2. Tímóteusarbréfi 3:16, 17 . . . [Lestu.] Oft heyra menn orðin sem standa í Lúkasi 11:28. [Lestu.] Nám í Biblíunni getur því bæði gert okkur hæf til góðra verka og veitt okkur hamingju. Mætti ég sýna þér stuttlega hvernig slíkt biblíunám fer fram? [Notaðu ritningarstaði, eins og Matteus 6:9, 10; Jesaja 2:3; 9:7, 7; Daníel 2:44; Opinberunarbókina 21:2-4, til að sýna hverju Guðsríki mun koma til leiðar.] Það væri mér ánægja að koma aftur og sýna þér meira um það sem Biblían segir um Guðsríki.“
6 Biblían er uppspretta hughreystingar og vonar, svo og sannleika sem getur leitt okkur til eilífs lífs. (Jóh. 17:3, 17) Útbreiðsla biblíuþekkingar er Jehóva velþóknanleg, honum „sem vill að allir menn verði hólpnir.“ — 1. Tím. 2:4.