Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.94 bls. 3
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Sýnum aðgát í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Berum rækilega vitni — í fjölbýlishúsum
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Náðu árangri í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Hefur þú reynt að fara í boðunarstarfið á kvöldin?
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 11.94 bls. 3

Spurningakassinn

◼ Hvað þarf að varast þegar starfað er á hættulegu svæði?

1 Fréttir af ofbeldi, ólgu og ránum, einkum í þéttbýli, verða æ algengari. Þótt það valdi okkur kvíða vitum við að jafnvel á ólátasvæðum er að finna einlægt fólk sem bregst vel við boðskapnum um Guðsríki. Á hentugum tíma verðum við því að taka í okkur kjark og halda ótrauð áfram og treysta því að Jehóva vaki yfir okkur. — Orðskv. 29:25; 1. Þess. 2:2.

2 Þegar við förum inn á svæði, sem getur verið hættulegt, ætlast Jehóva til að við sýnum aðgát og góða dómgreind. Vertu vakandi. „Vitur maður sér ógæfuna og felur sig, en einfeldningarnir halda áfram og fá að kenna á því.“ (Orðskv. 22:3) Reyndir boðberar gera sér ljósa viskuna í því að starfa saman tveir og tveir eða jafnvel sem hópur nokkurra boðbera ef nauðsyn krefur. Prédikarinn 4:9, 12 segir: „Betri eru tveir en einn . . . ef einhver ræðst á þann sem er einn, þá munu tveir geta veitt honum mótstöðu.“ Óprúttnir menn leita oft að þeim sem eru einir á ferð og því auðveldari bráð.

3 Vertu sérstaklega gætinn þegar þú ferð inn í fjölbýlishús með dimmum inngangi og mannlausum stigagöngum. Hugsaðu þig um tvisvar áður en þú þiggur boð inn í hús eða íbúð. Þráttaðu ekki við þá sem virðast ógnandi eða ögrandi. Vertu fljótur að kynna þig sem einn votta Jehóva. Sumir boðberar halda alltaf á biblíu eða eintaki af Varðturninum eða Vaknið! til að menn beri kennsl á þá.

4 Hafðu auga með einstaklingum sem eru að sniglast um á svæðinu. Gættu vel að þér ef þú ferð inn í lyftu með öðrum sem ekki virðast búa í húsinu. Berðu ekki dýra skartgripi. Ef þú þarft að vera á ferðinni eftir að dimmt er orðið skaltu forðast illa upplýst stræti þar sem fáir eru á ferð. Ef einhverjir reyna að ræna þig skaltu ekki streitast á móti ef þeir eru aðeins á eftir peningum þínum og eigum; líf þitt er verðmætara en hvaða efnislegur hlutur sem þú átt. — Mark. 8:36.

5 Bræður, sem með forystuna fara, þurfa að vera vel vakandi og fylgjast með boðberunum á starfssvæðinu. Yfirleitt er best að halda hópnum saman á afmörkuðu svæði svo að aðrir séu alltaf skammt undan. Ef einhvers konar ofbeldi eða óspektir brjótast út á svæðinu ætti hópurinn að koma sér á burt tafarlaust.

6 Ef við erum árvökul og varkár getum við haldið áfram að ná til þeirra sem búa á svæðum þar sem glæpir eru tíðir og sem „andvarpa og kveina yfir öllum þeim svívirðingum, sem framdar eru.“ — Esek. 9:4.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila