Þjónustusamkomur fyrir september
Vikan sem hefst 4. september
Söngur 28
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.
20 mín: „Frá landsmótinu berst skilmerkilegt kall! — Lofum Jehóva glöð frá degi til dags!“ Spurningar og svör.
15 mín: „Hjálpum öðrum að gera það sem þeim er gagnlegt.“ Farið yfir tillögurnar og hafið tvær stuttar sýnikennslur.
Söngur 109 og lokabæn.
Vikan sem hefst 11. september
Söngur 92
5 mín: Staðbundnar tilkynningar. Reikningshaldsskýrslan.
22 mín: „Láttu tölvutæknina ekki glepja þér sýn.“ Viðauki. Spurningar og svör. Lesið lykiltölugreinar, eins og 4-8 og 12-13, eftir því sem tíminn leyfir.
18 mín: „Hvaða markmið setur þú börnum þínum?“ Spurningar og svör. Látið eitt eða tvö ungmenni eða uppkomna boðbera, sem hafa þjónað Jehóva frá æsku, segja stuttlega hvernig foreldrar þeirra hjálpuðu þeim að velja verðug markmið sem snerust um hagsmunamál Guðsríkis.
Söngur 93 og lokabæn.
Vikan sem hefst 18. september
Söngur 84
10 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: „Nýttu blöðin sem best.“ Lífleg ræða starfshirðis, byggð á tölugrein 1 til 13 í viðaukanum.
20 mín: „Fylgdu öllum áhuga eftir öðrum til gagns.“ Skoðið tillögurnar að endurheimsóknum. Bróðirinn, sem þetta annast, ræðir við tvo eða þrjá boðbera um hvað þeir ætli að segja og biður þá að setja kynningarorð sín fram í sýnikennslu.
Söngur 80 og lokabæn.
Vikan sem hefst 25. september
Söngur 8
5 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: „Gerið allt Guði til dýrðar.“ Ræða og umræður við áheyrendur í höndum öldungs. Heimfærið auk þess efnið stuttlega upp á staðbundnar kringumstæður þar sem við á. Komið, eftir því sem tíminn leyfir, með viðbótarefni frá Varðturninum, 1. febrúar 1993, blaðsíðu 27-32.
10 mín: „Rannsökuð af Jehóva — hví gagnlegt?“ Hvetjandi ræða öldungs.
15 mín: „Nýttu blöðin sem best.“ Ræðið við áheyrendur um tölugrein 14 til 17 í viðaukanum. Leggið áherslu á að gert verði sérstakt átak til að dreifa Varðturninum og Vaknið! í október. Þar sem blöðin koma út á fjölda tungumála ættum við að upplýsa fólk af erlendum uppruna um að það geti fengið blöðin reglulega á móðurmáli sínu. Á svæðum, sem oft er farið yfir, getur blaðadreifing stuðlað hvað mest að því að glæða áhuga manna af því að í blöðunum er nýtt efni í hverjum mánuði. Bjóðið áskrift í endurheimsókn ef húsráðandinn sýnir áhuga. Látið fjölskyldu sýna æfingastund eins og lýst er í grein 14. Bendið líka á raunhæfar tillögur til að auka blaðadreifinguna.
Söngur 22 og lokabæn.