Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.95 bls. 7
  • Hvaða markmið setur þú börnum þínum?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvaða markmið setur þú börnum þínum?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Þjónusta í fullu starfi veitir gleði
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Kennið börnunum að vera boðberar
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Að byggja upp andlega sterka fjölskyldu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Unglingar — hver eru andleg markmið ykkar?
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 9.95 bls. 7

Hvaða markmið setur þú börnum þínum?

1 Árangur í lífinu er undir því kominn að setja sér verðug markmið og ná þeim. Þeir sem keppa að lítilfjörlegum eða óraunhæfum markmiðum verða að lokum fyrir vonbrigðum og njóta sín ekki til fulls. Það þarf visku til að geta áttað sig á hvaða markmiðum skuli keppt að til að „geta höndlað hið sanna líf.“ (1. Tím. 6:19) Við erum sannarlega þakklát að Jehóva skuli með orði sínu og skipulagi sýna okkur nákvæmlega hvaða leið eigi að fara. — Jes. 30:21.

2 Aðferð Jehóva við að veita slíka kærleiksríka leiðsögn er gott fordæmi fyrir foreldra. Í stað þess að láta óreynd börnin um að velja hvaða leið er best fræða hyggnir foreldrar þau um veginn sem þau eiga að halda og þá munu þau, þegar þau eldast, „ekki af honum víkja.“ (Orðskv. 22:6) Kristnir foreldrar þekkja af reynslunni að þau geta ekki treyst eigin dómgreind; þau verða að reiða sig á Jehóva. (Orðskv. 3:5, 6) Þessi þörf er enn meiri fyrir börn sem búa yfir mjög takmarkaðri þekkingu og reynslu.

3 Foreldrar geta sett börnum sínum markmið sem eru þess virði að keppa eftir þeim og munu hjálpa þeim að einblína á þá hluti „sem máli skipta.“ (Fil. 1:10) Þau geta byrjað með fjölskyldunáminu, hvatt börnin sín til að meta mikilvægi þess að verðleikum og læra af því. Það er gott fyrir börn að venja sig á að nema fyrirfram fyrir safnaðarsamkomurnar og búa sig undir að svara þar og tjá sig með eigin orðum. Regluleg þátttaka í prédikunarstarfinu er mikilvæg. Ung börn geta lagt sitt af mörkum með því að bjóða smárit, lesa upp ritningarstaði eða kynna blöð. Ef þau gerast nemendur í Guðveldisskólanum þegar þau eru orðin læs getur það hraðað andlegum framförum þeirra. Þegar þau verða hæf til að vera óskírðir boðberar eða ósk þeirra um að láta skírast er samþykkt hafa þau tekið stórt skref fram á við.

4 Þá er börnin nálgast táningaaldurinn, eða jafnvel fyrr, ættu foreldrar þeirra að ræða við þau á raunsæjan hátt um það hvaða lífsstarf þau geti sett markið á. Skólaráðgjafar og bekkjarfélagar geta auðveldlega haft áhrif á þau í þá átt að horfa frekar til þess sem heimurinn býður upp á og gefur sem mest af sér efnislega. Foreldrar ættu að aðstoða börn sín við að velja námsbrautir sem veita þeim hagnýta þjálfun, gera þau fær um að framfleyta sér án þess að fórna því að geta sinnt hagsmunamálum Guðsríkis. (1. Tím. 6:6-10) Hvetja má þau til að sækjast eftir þeirri ‚gjöf‘ sem það er að vera einhleypur og þá munu þau seinna, ef þau ákveða að giftast, vera í aðstöðu til að taka á sig þá miklu og margvíslegu ábyrgð sem fylgir hjónabandinu. (Matt. 19:10, 11; 1. Kor. 7:36-38) Heyri börnin foreldra sína tala á jákvæðan hátt um braut­ryðjandastarfið, þjónustu þar sem þörfin er meiri en á heimaslóðum þeirra, Betelþjónustu eða trúboðsstarf getur það jafnvel strax á ungum aldri glætt hjá þeim ákafa löngun til að nota líf sitt á þann hátt sem gleður Jehóva, er öðrum til gagns og færir þeim sjálfum ríkulega blessun.

5 Það er ekki fyrir tilviljun að við höfum svona mikið af ungu fólki í skipulaginu nú á dögum sem heldur sér fast við háleit kristin gildi og keppir að guðræðislegum markmiðum. Stóran hluta velgengni þessa unga fólks má rekja til kærleiksríkra foreldra. Ef þú ert foreldri, hvert virðast þá börnin þín stefna? Færast þau fram stig af stigi í átt til lífernis þar sem höfuðáherslan er lögð á hags­muni Guðsríkis? Hafðu hugfast að eitt af því mikilvægasta, sem þú getur gert, er að innræta börnum þínum sannleikann og tala um hann á hverjum degi. Þú kannt að öðlast þá blessun að eignast fjölskyldu sem þjónar Jehóva af trúfesti. — 1. Mós. 6:6, 7; Jós. 24:15.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila