þjónustusamkomur fyrir mars
Vikan sem hefst 4. mars
Söngur 22
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.
15 mín: „Prísum Jehóva ‚á hverjum degi.‘“ Spurningar og svör. Lesið tölugreinar 2-5 eftir því sem tíminn leyfir. Hvetjið á uppbyggjandi hátt til aðstoðarbrautryðjandastarfs og brautryðjandastarfs.
20 mín: „Þekking á hinum sanna Guði leiðir til lífs.“ Farið yfir tillögurnar að kynningarorðum. Hafið eina eða tvær sýnikennslur. Komið með nokkur dæmi um hvernig við getum á kurteislegan hátt opnað augu húsráðenda fyrir þeim möguleika að leggja eitthvað af mörkum til alþjóðastarfsins.
Söngur 9 og lokabæn.
Vikan sem hefst 11. mars
Söngur 5
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
20 mín: „Höfum gagn af Guðveldisskólanum fyrir árið 1996 — 3. hluti.“ Ræða skólahirðis. Hvetjið alla sem mögulega geta verið með í Guðveldisskólanum til að skrá sig sem nemendur og sinna verkefnum sínum af trúfesti. Farið nokkrum orðum um framburð biblíunafna og útskýrið það sem fram kemur á blaðsíðu 325-6 í bókinni „Öll Ritningin er innblásin af Guði og gagnleg“ og hvernig við getum haft gagn af Nýheimsþýðingunni í þessu samhengi. Hvetjið foreldra til að hjálpa börnum sínum við að semja og æfa verkefni sín í Guðveldisskólanum án þess þó að semja sjálfir ræðurnar fyrir þau.
15 mín: Gerið hluti saman sem fjölskylda. Faðir ræðir óformlega við fjölskyldu sína um nauðsyn samheldni og styðst við það sem fram kemur í Varðturninum frá 1. mars 1994, blaðsíðu 13-17. Fjallið einkum um fjölskyldunámið og boðunarstarfið. Bendið á að fjölskyldur nú á tímum eru að sundrast vegna þess að fjölskyldumeðlimirnir eyða litlum tíma saman og sameiginleg áhugamál þeirra eru nær engin heldur fer hver í sína áttina. Það er kristnum fjölskyldum til blessunar að nema orð Guðs saman og fara saman í boðunarstarfið. Leggið áherslu á nauðsyn þess að heimilisfaðirinn skipuleggi þessa hluti vel og móðirin sýni góða samvinnu. Börn ættu að sýna andlegu starfi áhuga og vinna náið með foreldrum sínum. Allt þetta sameinar fjölskylduna og eflir varnir hennar gegn hinum aukna þrýstingi í þá átt að hegða sér eins og heimurinn.
Söngur 107 og lokabæn.
Vikan sem hefst 18. mars
Söngur 4
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Þeir sem stýra biblíunámum ættu að hvetja biblíunemendurna, sem taka góðum framförum í biblíunámi sínu, að keppa að því að verða óskírðir boðberar. Foreldrar geta líka hjálpað börnum sínum að verða boðberar. Rifjið upp þá aðferð sem mælt er með í Þjónustubókinni, blaðsíðu 97-100.
15 mín: „Hjálpum öðrum að öðlast þekkingu sem leiðir til lífs.“ Farið yfir tillögurnar að kynningarorðum í endurheimsóknum. Takið með eina eða tvær sýnikennslur. Leggið áherslu á það markmið að stofna biblíunám.
20 mín: „Hvaðan koma peningarnir?“ Öldungur ræðir efnið í viðaukanum á jákvæðan og uppbyggjandi hátt með einhverri þátttöku áheyrenda. Leggið áherslu á hve umsvifamikilli starfsemi framlög til alþjóðastarfsins þurfa að standa undir og hvers vegna útgjöldin fara vaxandi. Hvetjið boðberana til að vera vakandi fyrir þessum kostnaði og hugsa ekki aðeins um fjárþörf eigin safnaðar heldur einnig að leggja að staðaldri eitthvað af mörkum til alþjóðastarfsins.
Söngur 38 og lokabæn.
Vikan sem hefst 25. mars
Söngur 61
15 mín: Staðbundnar tilkynningar. Lítið yfir „Minnisatriði vegna minningarhátíðar.“ Útskýrið hvers vegna mikilvægt er að sækja hana. (Sjá Varðturninn frá 1. febrúar 1985, blaðsíðu 16-18.) Rifjið upp áætlanir til að hjálpa öldruðum, lasburða og nýjum að vera viðstaddir. Ræðið um þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til að auka boðunarstarfið næstu daga. Lítið líka yfir greinina „Þar sem ókunnugum er sýnd gestrisni,“ á blaðsíðu 32 í Vaknið! frá 22. september 1995.
15 mín: Spurningakassinn. Ræða öldungs. Ræðið hvað það er sem fær okkur til að sýna örlæti, eins og fram kemur í Varðturninum frá 1. júlí 1992, blaðsíðu 14-15.
15 mín: „Undirbúningur — lykillinn að árangri.“ Spurningar og svör. Nefnið að lögð verður sérstök áhersla á að bjóða blöðin í apríl og maí.
Söngur 106 og lokabæn.