Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.98 bls. 2
  • Þjónustusamkomur fyrir janúar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur fyrir janúar
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 5. janúar
  • Vikan sem hefst 12. janúar
  • Vikan sem hefst 19. janúar
  • Vikan sem hefst 26. janúar
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 1.98 bls. 2

Þjónustusamkomur fyrir janúar

Vikan sem hefst 5. janúar

Söngur 5

8 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.

17 mín: „Njóttu þess að bera rækilega vitni.“ Ræðið efni greinarinnar við áheyrendur. Leggið áherslu á grundvallaratriði áhrifaríkrar kynningar: (1) Að heilsa vingjarnlega, (2) ræða um eða varpa fram spurningu um eitthvað sem er ofarlega á baugi, (3) vitna í viðeigandi ritningarstað og (4) beina athyglinni að riti sem í boði er. Látið hæfan boðbera fara með kynningarorð sem stungið er upp á fyrir fyrstu heimsókn og endurheimsókn.

20 mín: Búðu þig undir að halda lög Guðs um blóðið. Hæfur öldungur ræðir mikilvægi þess að útfylla blóðkortið (Upplýsingar um læknismeðferð/Blóðgjöf óheimil). Hin innblásnu fyrirmæli í Sálmi 19:8 sýna að í Postulasögunni 15:28, 29 eru hin fullkomnu lög Guðs um blóðið sett fram. Drottinhollir guðsdýrkendur kappkosta að halda þessi lög. Blóðkortið segir öðrum að þú hafir einsett þér að gera það og talar máli þínu ef þú ert ófær um að gera það sjálfur. (Samanber Orðskviðina 22:3.) Nýtt kort er núgildandi yfirlýsing um að þú viljir ekki þiggja blóð. Að þessari samkomu lokinni fá allir skírðir vottar nýtt kort og þeir sem eiga óskírð börn undir lögaldri fá „Nafnskírteini“ fyrir hvert þeirra. Kortin á ekki að fylla út í kvöld. Þau ætti að fylla vandlega út heima en EKKI undirrita. Undirritun, vottun og dagsetning allra korta fer fram að loknu næsta safnaðarbóknámi undir umsjón bóknámsstjórans. Það tryggir að allir sem tilheyra bóknámshópnum fái nauðsynlega aðstoð við að útfylla blóðkortið. Þeir sem skrifa undir sem vitundarvottar ættu með eigin augum að sjá korthafann rita nafn sitt á kortið. Þeir sem eru fjarverandi þegar þetta fer fram fá aðstoð bóknámsstjóra/öldunga á næstu þjónustusamkomu uns allir skírðir boðberar hafa útfyllt kort sín rétt. (Rifjið upp bréf dagsett 1. janúar 1994.) Með því að aðlaga orðalag blóðkortsins að eigin aðstæðum og sannfæringu geta óskírðir boðberar útbúið sitt eigið kort fyrir sig og börn sín. Útskýrið við hvers konar sérstakar kringumstæður skuli nota ‚Yfirlýsingu til lækna, hjúkrunarfræðinga og allra annarra sem taka þátt í læknismeðferð‘ og hvaða gildi það plagg hefur. Skírðir boðberar geta fengið eintak af þessari yfirlýsingu hjá ritaranum.

Söngur 9 og lokabæn.

Vikan sem hefst 12. janúar

Söngur 38

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.

15 mín: „Notaðu boðsmiðana vel.“ Ræðið efnið við áheyrendur. Takið með frásögnina í Varðturninum 1. febrúar 1997, bls. 12, grein 15.

20 mín: „Jehóva gefur ofurmagn kraftarins.“ Spurningar og svör. (Sjá w91 1.1. 28, gr. 15-16.) Fáið nokkra til að segja hvetjandi frásagnir af því hvernig Jehóva hefur styrkt þá.

Söngur 36 og lokabæn.

Vikan sem hefst 19. janúar

Söngur 56

10 mín: Staðbundnar tilkynningar.

15 mín: Staðbundnar þarfir.

20 mín: Fjölskyldunám sem veitir gleði. Hjón ræða andlegar þarfir fjölskyldunnar. Þeim finnst þau þurfa að styrkja andlegt hugarfar barna sinna því að þau hafa áhyggjur af því að börnin verði fyrir neikvæðum áhrifum frá heiminum en viðurkenna að fjölskyldunámið hafi verið með höppum og glöppum og oft árangurslítið. Þau skoða saman tillögur í Varðturninum á ensku 1. ágúst 1997, bls. 26-9, um hvernig stjórna megi innihaldsríku fjölskyldunámi. Þau eru bæði staðráðin í að standa vörð um andlega velferð barna sinna.

Söngur 62 og lokabæn.

Vikan sem hefst 26. janúar

Söngur 83

12 mín: Staðbundnar tilkynningar. Rifjið upp ritatilboðið fyrir febrúar. Minnist á nokkur atriði úr Sköpunarbókinni sem gætu komið að góðum notum þegar hún er boðin.

15 mín: „Sýndu tilbeiðslustað Jehóva virðingu.“ Spurningar og svör í umsjón öldungs sem ætti að heimfæra efnið vingjarnlega upp á aðstæður á staðnum.

18 mín: Gefum skýrslu um hlutdeild okkar í vitnisburðarstarfinu um allan heim. (Byggt á Þjónustubókinni bls. 100-2, 106-10.) Ræða og umræður í umsjón ritarans. Eftir að hann hefur bent á biblíulegt fordæmi þess að greina reglulega frá boðunarstarfinu býður hann tveim safnaðarþjónum upp á svið til að fara yfir efnið undir millifyrirsögninni „Hvers vegna við gefum skýrslu um boðunarstarf okkar.“ Ritarinn leggur síðan áherslu á mikilvægi þess að skila tímanlega inn nákvæmum skýrslum. Hann bendir á hvers vegna það sé gagnlegt að setja sér persónuleg markmið í boðunarstarfinu og lýkur með hvetjandi orðum um blessunina er fellur þeim í skaut sem eiga fulla hlutdeild í vitnisburðarstarfinu.

Söngur 52 og lokabæn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila