Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.99 bls. 4
  • Við náðum nýju hámarki

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Við náðum nýju hámarki
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Guðveldislegar fréttir
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Ertu reglulegur boðberi Guðsríkis?
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Guðveldisfréttir
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Verður ágúst framúrskarandi mánuður?
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 1.99 bls. 4

Við náðum nýju hámarki

Í Ríkisþjónustu okkar í júlí var spurt: „Náum við nýju hámarki?“ Við vorum hvött til að ljúka þjónustuárinu með því að bæta boðberahámarkið frá ágúst 1997 sem var 324 boðberar. Það tókst þótt stökkið væri ekki stórt, því að í ágúst síðastliðnum tóku alls 326 boðberar þátt í starfinu. Í Bandaríkjunum náðist sá merki áfangi að boðberatalan fór í fyrsta sinn yfir milljón, en 1.040.283 tóku þátt í boðunarstarfinu í ágúst. Það er bæn okkar að Jehóva haldi áfram að blessa viðleitni okkar að boða Guðsríki.

Öldungar, safnaðarþjónar og allir aðrir boðberar eru hvattir til að íhuga hvað stuðlað hafi að því að við náðum nýju hámarki. Við erum nú þegar með rösklega 330 boðbera í söfnuðum okkar hér á landi. Og fleiri eiga eftir að bætast í hópinn á komandi mánuðum ef við leggjum okkur fram í boðunarstarfinu og kennslunni. En góð skipulagning á boðunarstarfinu og persónuleg hjálp, þar sem hennar er þörf, er nauðsynleg til að framför verði. Blessun Jehóva skiptir öllu máli til að vöxturinn haldi áfram. — 1. Kor. 3:7.

Ef öldungar og safnaðarþjónar — einkum þeir sem eru bóknámsstjórar — og aðrir þroskaðir boðberar og brautryðjendur leggja sig jafn vel fram og þeir gerðu í ágúst, þá á blessun Jehóva eftir að sýna sig í því að boðberum fjölgar jafnt og þétt. Stundum þarf ekki annað en að minna boðbera vingjarnlega á að taka þátt í boðunarstarfinu og síðan kannski að minna þá á að skila starfsskýrslu. Ef við fylgjum tillögunum í viðauka Ríkisþjónustunnar í nóvember, „Náðu árangri í boðunarstarfinu,“ og hefjum ný biblíunámskeið með hjálp Kröfubæklingsins eins og hvatt er til í þessu tölublaði Ríkisþjónustunnar, þá ætti það að auka starf okkar og gleðin að vaxa af því að við sjáum það bera árangur.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila