Starfar þú með markmið í huga?
1 Jehóva er Guð sem hefur tilgang. (Jes. 55:10, 11) Við erum hvött til að líkja eftir honum. (Ef. 5:1) Það á vissulega við um boðunarstarf okkar. Það er því viðeigandi að spyrja: „Starfar þú með markmið í huga?“
2 Prédikun þín hús úr húsi, óformlegur vitnisburður og ritadreifing er allt liður í þjónustu sem hefur tilgang. En munum að okkur er ekki aðeins falið að prédika heldur einnig að gera menn að lærisveinum. (Matt. 28:19, 20) Þegar við höfum sáð frækornum sannleikans þurfum við að koma aftur og vökva þau og hlúa að þeim reglulega, og treysta því að Jehóva gefi vöxtinn. (1. Kor. 3:6) Við þurfum að fara samviskusamlega í endurheimsóknir og stofna biblíunámskeið.
3 Færðu út kvíarnar í þjónustu þinni: Það er alltaf ánægjuleg tilfinning að geta litið um öxl á þjónustu sína og sagt við sjálfan sig: „Ég náði að áorka því sem ég ætlaði mér.“ Páll hvetur í 2. Tímóteusarbréfi 4:5: „Fullna þjónustu þína.“ Það felur meðal annars í sér að leggja harðar að sér til að fylgja eftir öllum áhuga sem maður finnur. Taktu frá ákveðinn tíma á vikulegri stundaskrá þinni til að fara í endurheimsóknir. Stefndu að því að koma af stað biblíunámskeiði með réttsinnuðu fólki. Það ætti að vera markmið þitt með boðunarstarfinu.
4 Spyrðu aðra boðbera hvernig tilfinning það hafi verið að sjá biblíunemendur sína skírast á móti. Þeir fögnuðu trúlega jafnmikið og þeir sem létu skírast. Þeir höfðu náð mikilsverðu markmiði. Einn biblíukennari lýsti þessu þannig: „Að gera menn að lærisveinum þýðir að fleiri bætast í hópinn sem lofa Jehóva. Það þýðir líf fyrir þá sem taka við sannleikanum. Ég nýt þess að kenna öðrum sannleikann — það er hreint út sagt stórkostlegt! . . . Margir þeirra sem hafa lært að elska Jehóva eru núna mjög kærir vinir mínir.“
5 Hugsaðu þér að geta hjálpað annarri manneskju að gerast vígður þjónn Jehóva! Hvílíkur gleðigjafi! Það er ávöxtur þess að hafa starfað með markmið í huga. — Kól. 4:17.