Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.07 bls. 5-7
  • Víðfrægjum dáðir Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Víðfrægjum dáðir Jehóva
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Verðugt markmið fyrir næsta þjónustuár
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Þrjátíu aðstoðarbrautryðjendur óskast
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Munum við endurtaka það?
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Segjum öðrum frá fagnaðarerindinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 2.07 bls. 5-7

Víðfrægjum dáðir Jehóva

1. Hvað vekur með okkur löngun til að víðfrægja dáðir Jehóva?

1 „Þín, Drottinn, er tignin, mátturinn og dýrðin, vegsemdin og hátignin, því að allt er þitt, á himni og jörðu.“ (1. Kron. 29:11) Hvaða áhrif ætti kærleikur okkar til Jehóva og þakklæti í hans garð að hafa á okkur? Það vekur með okkur löngun til að „‚víðfrægja dáðir hans,‘ sem kallaði [okkur] frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss“. (1. Pét. 2:9) Við getum ekki hætt að segja öðrum frá hinum mikla Guði okkar. Við fáum sérstakt tækifæri til að víðfrægja dáðir Jehóva í mars, apríl og maí.

2. Hvaða sérstaka átak verður gert til að auglýsa minningarhátíðina og hverjir geta tekið þátt í því?

2 Sérstakt átak til að auglýsa minningarhátíðina: Mánudaginn 2. apríl beinum við athyglinni að dáðum Jehóva með því að halda hátíðlega kvöldmáltíð Drottins. Sérstökum boðsmiðum á þennan mikilvæga viðburð verður dreift út um allan heim 12. mars til 2. apríl. Allir eru hvattir til að taka fullan þátt. Þetta gæti verið tilvalið tækifæri fyrir börnin þín eða biblíunemendur til að verða boðberar ef þau eru hæf til þess. Við getum tekið frumkvæðið og talað við öldungana ef svo er.

3. Hvað gætum við sagt þegar við bjóðum fólki á minningarhátíðina?

3 Þetta átak verður svipað því sem gert var til að kynna umdæmismótið „Lausnin er í nánd“. Söfnuðir fá sent nægilegt magn til að hver boðberi geti fengið allt að 50 boðsmiða. Hafðu kynninguna stutta. Þú gætir kannski sagt: „Þér er boðið á mikilvægan viðburð sem haldin er á hverju ári. Það verður tekið vel á móti þér. Nánari upplýsingar um stað og stund eru á þessum boðsmiða.“ Ef húsráðandinn hefur einhverjar spurningar gefurðu þér auðvitað tíma til að svara honum. Það gæti verið gott að nota kaflann um kvöldmáltíð Drottins í viðaukanum í bókinni Hvað kennir Biblían? sem byrjar á bls. 206 til nánari útskýringa. Um helgar dreifum við boðsmiðanum með nýjustu blöðunum. Gættu þess að skrá hjá þér þá sem sýna áhuga og farðu aftur til þeirra.

4. Hvernig verður boðsmiðanum á minningarhátíðina dreift?

4 Við ættum að afhenda húsráðanda boðsmiðann í eigin persónu þar sem það er hægt. Ef þú hefur lítið starfssvæði skaltu skrifa niður þar sem enginn var heima og koma aftur seinna. Ef söfnuðurinn er með stórt starfssvæði gætu öldungarnir ákveðið að stinga megi boðsmiðanum í bréfalúguna ef enginn er heima. Munum eftir að láta biblíunemendur, þá sem við heimsækjum reglulega, ættingja, vinnufélaga, nágranna og aðra kunningja fá boðsmiða.

5. Hvers vegna ættum við að byrja núna að leggja drög að því að verða aðstoðarbrautryðjendur?

5 Aðstoðarbrautryðjandastarfið: Getur þú víðfrægt dáðir Jehóva enn meira með því að vera aðstoðarbrautryðjandi í mars, apríl eða maí? Þú þarft líklega að gera einhverjar breytingar á dagskrá þinni til að geta gert það. (Ef. 5:15-17) En þú getur verið viss um að uppskera mikla gleði og blessun þegar þú leggur þig fram um að gera meira í þjónustu Jehóva. (Orðskv. 10:22) Minningarhátíðin nálgast og þess vegna er rétti tíminn til að skipuleggja sig núna. — Orðskv. 21:5.

6. Hvað getum við lært af 90 ára gamalli systur sem var aðstoðarbrautryðjandi í fyrra?

6 Í fyrra tók 90 ára gömul systir þátt í aðstoðarbrautryðjandastarfinu. Hún segir: „Ég nýt þess að sinna garðinum mínum og hefði viljað byrja að setja niður plöntur. En ég gerði mér samt grein fyrir að ég þurfti að hafa rétta forgangsröð. Ég vildi setja hagsmuni Guðsríkis í fyrsta sætið og ákvað því að gerast aðstoðarbrautryðjandi í mars.“ Var henni umbunað fyrir viðleitni sína? Hún segir: „Mér finnst ég tengjast söfnuðinum meira og það hefur dregið mig nær Jehóva.“ Getum við skoðað hvernig við forgangsröðum og gert þær breytingar sem þarf?

7. Er erfitt að vera aðstoðarbrautryðjandi?

7 Það er ef til vill ekki eins erfitt og þú heldur að ná 50 klukkustunda tímakröfu aðstoðarbrautryðjenda. Hugleiddu í bæn daglegar venjur þínar, búðu til áætlun og færðu hana síðan inn á dagatal þitt. Þú þekkir aðstæður þínar best. Ef þú ert heilsuveill og skortir úthald gætirðu kannski tekið þátt í boðunarstarfinu í tvo tíma á dag. Ef þú ert í fullri vinnu eða ert í skóla geturðu kannski verið aðstoðarbrautryðjandi með því að starfa á kvöldin eða um helgar.

8. Hvernig gátu hjón nokkur gerst aðstoðarbrautryðjendur?

8 Margar fjölskyldur hafa getað tekið þátt í aðstoðarbrautryðjandastarfinu. Hjón ein hikuðu í mörg ár við að sækja um aðstoðarbrautryðjendastarfið vegna þess að þeim fannst aðstæður sínar ekki leyfa það. Hvað gerðu þau í málunum? „Við báðum Jehóva að hjálpa okkur að láta gamlan draum rætast,“ segja þau. Með góðri skipulagningu tókst þeim að ná markmiði sínu. Þau bæta við: „Þetta var frábært. Við fengum mikla blessun. Og við leggjum til að þú prófir þetta starf. Ef við gátum gert þetta þá er mjög líklegt að þú getir það líka.“

9. Hvað getur fjölskyldan gert í næsta fjölskyldunámi til að leggja grunninn að auknu starfi á næstu mánuðum?

9 Hvernig væri að taka frá tíma í næsta fjölskyldunámi til að ræða saman um hvernig allir í fjölskyldunni geti aukið starfið á næstu mánuðum? Þótt það geti ekki allir í fjölskyldunni verið aðstoðarbrautryðjendur getur kannski einn verið það með hjálp og stuðningi hinna. Ef það er ekki hægt gæti fjölskyldan sett sér það markmið að fjölga starfstímum á þessum mánuðum.

10. Hvers vegna ættum við að tala við aðra um að okkur langi til að vera aðstoðarbrautryðjendur í kringum minningarhátíðina?

10 Hjálpum hvert öðru: Eldmóður er smitandi. Talaðu við aðra um að þig langi til að vera aðstoðarbrautryðjandi. Það gæti hvatt þá til að sækja um. Auk þess geta þeir, sem hafa reynslu af þessu starfi, gefið þér góð ráð í sambandi við undirbúning og skipulagningu svo að þú getir náð markmiði þínu. (Orðskv. 15:22) Geturðu verið aðstoðarbrautryðjandi? Hvernig væri þá að bjóða öðrum boðbera, kannski einhverjum sem er í svipaðri aðstöðu og þú, að taka þátt í þessu starfi með þér?

11. Hvernig geta öldungar glætt eldmóð fyrir aðstoðarbrautryðjandastarfinu á næstu mánuðum?

11 Margir öldungar gera ráðstafanir til að taka þátt í þessu sérstaka starfi. (Hebr. 13:7) Það er mjög hvetjandi fyrir söfnuðina. Öldungarnir geta líka aukið eldmóð annarra þegar þeir tala við þá. Nokkur vingjarnleg hvatningarorð eða hagnýtar tillögur eru kannski einmitt það sem sumir þurfa að heyra til að gerast aðstoðarbrautryðjendur. Starfshirðirinn gerir líklega ráðstafanir til að fjölga samansöfnunum fyrir boðunarstarfið þannig að allir geti tekið þátt í hópstarfi, jafnvel eftir vinnu eða skóla. Minna ætti reglulega á þessar samansafnanir. Hann sér líka til þess að allir hafi nægilega mikið starfssvæði og nóg af ritum.

12. Hvað getum við gert ef við getum ekki verið aðstoðarbrautryðjendur?

12 Jafnvel þótt þú getir ekki verið aðstoðarbrautryðjandi aðstæðna þinna vegna geturðu hvatt þá sem sækja um og beðið fyrir þeim. (Orðskv. 25:11; Kól. 4:12) Kannski geturðu skipulagt þig þannig að þú getir starfað með þeim aukalega í vikunni eða verið lengur í starfinu en venjulega.

13. Hvaða markmiði ætlum við að ná hér á landi og hvað getur söfnuðurinn þinn gert til að ná því?

13 Markmið: 35 aðstoðarbrautryðjendur í apríl: Met var sett í fjölda aðstoðarbrautryðjenda á Íslandi í apríl 1992 þegar 33 boðberar tóku þátt í þessu starfi. Núna í apríl setjum við okkur að markmiði að 35 boðberar gerist aðstoðarbrautryðjendur. Við getum náð því ef að meðaltali einn af hverjum 8 í söfnuðinum sækir um. Í sumum söfnuðum geta eflaust fleiri gerst aðstoðarbrautryðjendur. Þetta markmið ætti að reynast flestum söfnuðum auðvelt. Þú getur verið viss um að þetta mun hafa jákvæð og örvandi áhrif á söfnuðinn og boðunarstarfið.

14. Hvers vegna er apríl tilvalinn mánuður til að vera aðstoðarbrautryðjandi?

14 Hvers vegna er apríl góður mánuður til að vera aðstoðarbrautryðjandi? Minningarhátíðin er í byrjun mánaðarins og í kjölfarið verður eflaust hægt að fara til margra sem sóttu hana og fylgja eftir áhuga þeirra. Við munum bjóða blöðin í fyrstu heimsókn með það fyrir augum að kynna bókina Hvað kennir Biblían? og hefja biblíunámskeið þegar við komum aftur. Aðstoðarbrautryðjendum á því eflaust eftir að gefast fjölmörg tækifæri til að hefja biblíunámskeið. Á þessum árstíma fer daginn að lengja og sólin að hækka á lofti. Auk þess eru fimm sunnudagar í apríl og margir frídagar og það ætti að auðvelda skólafólki og þeim sem vinna úti að taka þátt.

15. Hvers vegna ættum við að vera kappsöm þegar minningarhátíðin nálgast?

15 Með hverri minningarhátíð sem líður nálgast endalok þessa heimskerfis. Tíminn styttist sem við höfum til að segja öðrum frá hinum mikla Guði okkar. (1. Kor. 7:29) Við höfum einstakt tækifæri á tímabilinu í kringum minningarhátíðina til að lofa himneskan föður okkar og þetta er tími sem kemur ekki aftur. Við skulum gera ráðstafanir núna og undirbúa okkur til að gera eins mikið og við getum í mars, apríl og maí á þessu ári til að víðfrægja dáðir Jehóva.

[Rammi á blaðsíðu 6]

Geta 35 boðberar orðið aðstoðarbrautryðjendur í apríl?

◼ Athugaðu hvað þú lætur hafa forgang.

◼ Fjölskyldan ætti að ræða saman um markmið sín.

◼ Talaðu við aðra um áætlanir þínar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila