Viturleg notkun nauðsynlegra verkfæra
1 Í boðunarstarfinu hús úr húsi ætti markmið þitt að vera að draga húsráðandann inn í uppbyggandi, biblíulegar samræður með því að nota Biblíuna og önnur nauðsynleg verkfæri. (Samanber 2. Korintubréf 6:1; 2. Tímóteusarbréf 2:15.) Um hvað hugsar fólk á starfssvæði þínu þessa dagana? Hefur það áhyggjur af efnahagsmálum og vaxandi atvinnuleysi eða upplausn innan fjölskyldunnar? Nokkrar athugasemdir um annað hvort þessara efna í inngangsorðum þínum gætu leitt til góðra samræðna.
2 Þú gætir sagt:
◼ Mörgum finnst orðið erfitt að láta enda ná saman í daglegum rekstri heimilisins. Það á við bæði hér á landi sem erlendis. Heldur þú að ríkisstjórnir manna muni leysa efnahagsvandamálin á þann hátt að allir geti vel við unað? [Hlustaðu á svarið.] Sjálfum hefur mér fundist mjög uppörvandi það sem fram kemur í . . .“
3 Þú gætir síðan lesið Sálm 72:12-14 og rekið smiðshöggið á samræðurnar með því að velja viðbótartexta úr versunum á bls. 154-5 í Rökræðubókinni. Þú gætir líka, eftir að hafa lesið einn ritningarstað, tekið upp Stjórnar-bæklinginn (bp) og notað hann sem umræðugrundvöll um hvað Guðsríki er og hverju það muni koma til leiðar. Sumum boðberum — líka ungum — gengur vel að nota smárit eða bækling til að stofna nám. Þeir lesa eina grein og spyrja síðan húsráðandann um hans álit á efninu.
4 Sums staðar gæti þessi leið reynst árangursrík:
◼ „Margir mundu gjarnan vilja sjá endurvakningu hinna hefðbundnu gilda í mannlegum samskiptum, ekki síst innan fjölskyldunnar. Álítur þú að hver og einn ætti að ákveða sjálfur hver þessi gildi eru eða ættu sömu staðlar að gilda fyrir alla? [Gefðu kost á svari.] Margir eru sammála því að færu menn eftir viturlegum ráðum Biblíunnar myndi fjölskyldulífið almennt batna til muna.
5 Þegar hér er komið gætir þú kynnt og rætt orð postulans í Kólossubréfinu 3:12-14 eða tekið fram Friðarbókina og haldið áfram samræðunum út frá millifyrirsögninni „Yfirvald innan heimilisins“ á bls. 139.
6 Ef húsráðandinn sýnir áhuga skaltu sýna honum gildi þessarar bókar. Þú getur gert það til dæmis með því að lesa eina eða fleiri af greinum 16-18 á bls. 139-40. Dragðu hann inn í samtalið með spurningum. Fáðu hans álit. Flettu upp fáeinum ritningarstöðum en vertu ekki of lengi í fyrstu heimsókninni.
7 Ef þú getur stofnað biblíunám í fyrstu heimsókn gerðu þá ákveðnar ráðstafanir til að halda samræðunum áfram síðar. Þú gætir lagt grunninn að næstu heimsókn með því að segja húsráðandanum að þá munir þú vilja gefa honum svarið við þessari algengu spurningu: „Hvers vegna leyfir Guð þjáningar?“ Greinin hér að neðan gefur tillögur um hvernig fjalla má um þetta efni í endurheimsókn.