„Kennið . . . það, sem ég hef boðið yður.“
1 Það kallar á kennslu að gera menn að lærisveinum. Áður en einstaklingur getur orðið lærisveinn Krists verður að kenna honum „að halda allt það“ sem Jesús bauð. (Matt. 28:19, 20) Besta leiðin til að framkvæma það er með heimabiblíunámi.
2 Ekki er alltaf auðvelt að stofna biblíunám. Ef þú átt í erfiðleikum með að finna fólk sem vill hafa biblíunám láttu þá ekki hugfallast. Til að ná árangri í þeirri viðleitni að stofna biblíunám þurfum við að vera ákveðin og þrá í einlægni að segja öðrum frá sannleikanum. — Gal. 6:9.
3 Áhuginn glæddur: Fyrsta samtalið kann að vekja aðeins upp takmarkaðan áhuga. Húsráðandinn kann að þiggja blað, bækling eða bók eða einungis taka við smáriti. Þú gætir síðan ef til vill notað eitthvert af þessum ritum til að stofna heimabiblíunám. Ef húsráðandinn sýnir frekari áhuga á boðskapnum mætti í síðari heimsóknum beina umræðunum inn á annað heppilegt námsrit.
4 Undirbúningur er lykillinn að árangri. Væri ekki ráð að velja fyrirfram ritningarstað sem smáritið, bæklingurinn, bókin eða blaðið, sem þú hyggst nota í endurheimsókninni, vitnar í? Á þann hátt munt þú geta notað athugasemdir frá ritinu í samræðum þínum. Það væri jafnvel mögulegt fyrir þig að lesa eina eða tvær greinar beint frá ritinu.
5 Þetta gætir þú sagt:
◼ „Við höfum verið að færa fólki nokkrar upplýsingar um merkilegan spádóm sem er að uppfyllast einmitt núna.“ Lestu Matteus 24:3 og tengdu það síðan myndinni og athugasemdunum á bls. 24 í „Sjá,“—bæklingnum. Fara mætti að á svipaðan hátt þegar smáritið Mun þessi heimur bjargast? er notað.
6 Þegar þú eitt sinn hefur fundið einlægan áhuga ætti að fylgja honum eftir án tafar. Reyndu að fara aftur áður en vika er liðin til þess að síðustu samræðurnar verði enn ferskar í minni húsráðandans. Í hvert sinn sem þú kemur skaltu ræða um nokkrar greinar í ritinu sem þú skildir eftir. Síðan getur þú, þegar við á, kynnt Lifað að eilífu bókina og haldið áfram með sömu aðferð. Stundum má að sjálfsögðu nota þá bók strax frá upphafi.
7 Nú á dögum er enn mikið óunnið í hinu mikla uppskerustarfi sem Jesús spáði um. (Matt. 9:37, 38) Er við höldum áfram að kenna hreinhjörtuðu fólki getum við sótt styrkjandi fullvissu í orð Jesú: „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“