Einföld og áhrifarík kynningarorð
1 Jesús kunngerði Guðsríki á einfaldan og hreinskiptinn hátt. Hann vissi að sauðumlíkir menn myndu bregðast vel við þegar þeir heyrðu sannleikann. Hann vissi einnig að fólk hefur mismunandi hugsunarhátt, áhugamál og hæfni til að rökhugsa. Þar af leiðandi notaði hann einföld inngangsorð, spurningar, líkingar og dæmisögur til þess að ná athygli áheyrenda sinna og snerta hjörtu þeirra. Við getum líkt eftir fordæmi hans og nýtt okkur vel einföld og áhrifarík kynningarorð.
2 Notum Rökræðubókina af leikni: Fyrstu inngangsorðin undir fyrirsögninni „Atvinna/húsnæði“ á blaðsíðu 11 í Rökræðubókinni eru auðveld og tímabær.
Þú gætir sagt:
◼ „Við höfum verið að tala við nágranna þína um hvað hægt sé að gera til að tryggja öllum atvinnu og húsnæði. Telur þú skynsamlegt að vænta þess að stjórnir manna muni koma slíku til leiðar? . . . En sá er til sem veit hvernig leysa má slík vandamál; það er skapari mannsins.“ Lestu Jesaja 65:21-23. Síðan getur þú spurt húsráðandann hvernig þessi ritningarstaður hljómi í eyrum hans.
3 Inngangsorðin undir fyrirsögninni „Óréttlæti/þjáningar“ á bls. 12 munu höfða til margra nú á tímum.
Þú gætir spurt:
◼ „Hefur þú nokkru sinni velt fyrir þér hvort Guði sé í raun alveg sama um óréttlætið og þjáningarnar í mannheiminum?“ Leyfðu húsráðandanum að svara og lestu síðan Prédikarann 4:1 og Sálm 72:12-14. Ef það er viðeigandi að taka núna upp Lifað að eilífu bókina flettu þá upp á myndunum á bls. 150-3 og sýndu stuttlega hvernig heimsástandið nú á dögum uppfyllir biblíuspádóma. Flettu þá upp á bls. 161-2 til að sýna hvað Guð sagði einnig um væntanlegar blessanir. Spyrðu húsráðandann hvaða hlið á þessu máli höfði mest til hans.
4 Eftir stuttar samræður við húsráðandann kannt þú að ákveða að heppilegra sé að beina athygli hans að grein í blaði, bæklingi eða smáriti frekar en að Lifað að eilífu bókinni.
Til dæmis, eftir að hafa notað inngangsorðin í tölugrein 2 hér að ofan, gætir þú sagt:
◼ „Þessi bæklingur, Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, útskýrir hvað Guð hefur lofað að gera til að annast daglegar þarfir okkar og sýnir hvernig við getum haft gagn af.“ Flettu upp á bls. 26 og 27 og bentu á grein 21.
5 Eða, eftir að hafa notað inngangsorðin í tölugrein 3, mætti nota smáritið Mun þessi heimur bjargast?
Þú gætir sagt:
◼ „Það er svo mikil eymd og erfiðleikar í heiminum nú á tímum. Þetta smárit sýnir að víðtækum fæðuskorti og farsóttum var spáð fyrir í Biblíunni. En Guð hefur einnig heitið því að koma á dásamlegum breytingum mannkyninu til heilla.“ Lestu síðustu greinina á blaðsíðu 5 í smáritinu og réttu húsráðandanum eitt eintak.
6 Einlægur áhugi okkar á fólki, samfara einföldum og áhrifaríkum kynningarorðum sem koma við hjartað, mun vissulega höfða til sauðumlíkra manna — Jóh. 10:16.