Geymið
Notarðu þessa bæklinga?
Biblían – Hver er boðskapur hennar?
Saminn fyrir þá sem vita lítið um Biblíuna, sérstaklega þá sem iðka ekki kristna trú.
Hvernig má bjóða hann? „Við viljum gjarnan fá þitt álit á því sem stendur hér í Ritningunni (eða þessari helgu bók). [Lestu Sálm 37:11, sem minnst er á í 11. kafla.] Hvernig heldur þú að jörðin muni líta út þegar þessi spádómur er uppfylltur? [Gefðu kost á svari.] Þetta er dæmi um þá von og huggun sem fólk frá öllum menningarheimum og trúarbrögðum getur fundið í Biblíunni.“ Lestu greinina efst á bls. 3 og bjóddu bæklinginn.
Þú gætir reynt þetta: Ef þú ert að lesa bókina Hvað kennir Biblían? með einhverjum sem iðkar ekki kristna trú skaltu nota nokkrar mínútur fyrir eða eftir námið til þess að fara yfir einn kafla í þessum bæklingi svo að nemandinn fái yfirsýn yfir Biblíuna.
Bók fyrir alla menn
Saminn fyrir menntað fólk sem veit lítið um Biblíuna.
Hvernig má bjóða hann? Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17. Segðu síðan: „Ert þú sammála því að Biblían sé innblásin af Guði eins og stendur hérna? Eða finnst þér að hún sé aðeins góð bók? [Gefðu kost á svari.] Flestir hafa skoðun á þessu máli en fáir virðast í raun hafa rannsakað Biblíuna. [Lestu frásöguna undir titlinum á bls. 3.] Þessi áhugaverði bæklingur bendir á góðar ástæður fyrir því að fólk af mismunandi uppruna og trú kynni sér hvað Biblían inniheldur.“
Þú gætir reynt þetta: Ef húsráðandi þiggur bæklinginn gætirðu sagt: „Ein ástæða þess að fólk hefur takmarkaðan áhuga á að skoða Biblíuna er sú að trúarbrögð hafa rangfært hana og kenningar hennar. Þegar ég kem næst langar mig til þess að sýna þér hvað ég á við.“ Veldu eitthvað á bls. 4 og 5 til þess að sýna húsráðanda þegar þú kemur næst.
You Can Be God’s Friend!
Saminn fyrir fólk með takmarkaða menntun eða lestrarkunnáttu.
Hvernig má bjóða hann? „Heldurðu að við getum orðið vinir Guðs? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Jakobsbréfið 2:23.] Þessi bæklingur hefur verið gerður til þess að hjálpa okkur að verða vinir Guðs eins og Abraham var.“
Þú gætir reynt þetta: Sýndu hvernig biblíunám fer fram með því að ræða um fyrsta kaflann, annaðhvort í fyrstu heimsókn eða þegar þú kemur næst.
A Satisfying Life – How to Attain It
Saminn fyrir þá sem eru trúlausir eða utan trúfélags.
Hvernig má bjóða hann? „Við heimsækjum fólk vegna þess að margir eru að leita að meiri lífshamingju. Öll tökumst við á við vandamál sem geta gert okkur döpur. Þegar við finnum fyrir slíku leitum við ef til vill ráða hjá ættingja eða góðum vini, skoðum upplýsingar á bókasafninu eða á Netinu. Hvar hefur þú fundið góðar ráðleggingar? [Gefðu kost á svari.] Sumum hefur komið mjög á óvart að hagnýt ráð sé að finna í Biblíunni. Hér er eitt slíkt dæmi. [Sýndu húsráðanda kafla 2 og lestu eina tilvísunina.] Þessi bæklingur er gerður til þess að útskýra hvernig við getum átt hamingjuríkara líf.“
Þú gætir reynt þetta: Ef húsráðandi þiggur bæklinginn gætirðu sagt: „Margir hafa heyrt að Biblían sé mjög ónákvæm. Næst þegar ég kem langar mig til þess að sýna þér dæmi um vísindalega nákvæmni Biblíunnar sem gæti vakið áhuga hjá þér.“ Sýndu grein 4 á bls. 12 þegar þú kemur næst.
The Origin of Life – Five Questions Worth Asking
Saminn fyrir unglinga í söfnuðinum sem eru að læra um þróunarkenninguna í skólanum. Gæti líka reynst vel ef við eigum í rökræðum við þróunarsinna, efasemdamenn og trúleysingja. (Þessi bæklingur er ekki ætlaður til dreifingar hús úr húsi).
Hvernig má bjóða hann þegar við ræðum við þróunarsinna eða trúleysingja? „Langflestar kennslubækur í líffræði kenna þróunarkenninguna. Trúir þú að hún sé aðeins kenning eða heldurðu að hún sé grundvölluð á staðreyndum? [Gefðu kost á svari.] Ég er viss um að við erum sammála því að við ættum að kynna okkur báðar hliðar málsins til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun. Þessi bæklingur bendir á nokkur af þeim gögnum sem hafa orðið til þess að margir trúa því að lífið hafi verið skapað.“
Þú gætir reynt þetta: Ef þú ert í skóla skaltu skilja bæklinginn eftir á borðinu þínu og athuga hvort hann vekur áhuga hjá einhverjum bekkjarfélaga þinna.
Why Should We Worship God in Love and Truth?
Saminn fyrir hindúa.
Hvernig má bjóða hann? „Í þekktri indverskri bæn biðja hindúar um að þeir séu leiddir til sannleika og ljóss. Heldur þú að það sé mikilvægt að tilbiðja Guð í kærleika og sannleika? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir því sem Jesús sagði um þetta.“ Lestu Jóhannes 4:24. Lestu síðan grein 4 á bls. 3 og bjóddu bæklinginn.
Þú gætir reynt þetta: Ef húsráðandi þiggur bæklinginn gætirðu sagt: „Sumir vitringar hindúa segja að sannleikurinn sé falinn í hjörtum okkar. Aðrir segja að hægt sé að finna sannleikann í helgum ritum. Næst þegar ég kem vil ég gjarnan ræða við þig um spurninguna sem er að finna í grein 3 á bls. 4: ‚Hvar getum við fundið sannleikann frá Guði?‘ “
The Pathway to Peace and Happiness
Saminn fyrir búddista.
Hvernig má bjóða hann fullorðnum búddistum? „Þú hefur ef til vill áhyggjur af því, eins og margir, hvað gott siðferði virðist skipta fólk litlu máli nú orðið og hvaða áhrif það hefur á börnin okkar. Af hverju heldurðu að siðferði ungmenna fari hrakandi? [Gefðu kost á svari.] Vissir þú að þessu var spáð í bók sem byrjað var að rita löngu áður en, kristin trú, hindúatrú eða íslamstrú urðu til? [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1-3.] Taktu eftir að þrátt fyrir að fólk héldi áfram að fræðast myndi ástandið ekki batna. [Lestu vers 7.] Upplýsingarnar í þessu riti fengu mig til að skilja sannindi sem fæstir læra um. Myndirðu vilja þiggja þennan bækling og lesa meira um það?“
Þú gætir reynt þetta: Eftir að hafa heimsótt húsráðanda nokkrum sinnum og vakið áhuga hans á Biblíunni geturðu sýnt honum spurningarnar á baksíðu bæklingsins og bent honum á pöntunarmiðann fyrir bókina Hvað kennir Biblían? Sýndu honum bókina ef hann langar og bentu honum á efnisyfirlitið. Farðu yfir eina eða tvær greinar úr kafla sem hann velur sér.
Our Problems – Who Will Help Us Solve Them?
Saminn fyrir hindúa.
Hvernig má bjóða hann? „Margir sem við tölum við eru miður sín yfir illskunni sem þeir sjá í heiminum. Heldurðu að Guð eigi einhvern tíma eftir að fjarlægja öll vandamál heimsins? [Gefðu kost á svari.] Þessi spádómur veitir okkur von. [Lestu Sálm 37:11.] Biblían er bók sem fólk misskilur oft og notar á rangan hátt. Það kemur þér kannski á óvart að hún er ekki einungis bók fyrir Vesturlandabúa. Biblían stuðlar ekki að nýlendustefnu eða kynþáttamisrétti. En hún veitir okkur þá von að Guð muni brátt fjarlægja öll vandamál manna. Hún inniheldur líka meginreglur sem geta auðveldað okkur að takast á við vandamál okkar. Í þessum bæklingi geturðu fengið nánari upplýsingar.“
Þú gætir reynt þetta: Eftir að hafa heimsótt húsráðanda nokkrum sinnum og vakið áhuga hans á Biblíunni gætirðu sýnt honum myndirnar á bls. 4-5 í bókinni Hvað kennir Biblían? Lestu að minnsta kosti einn ritningarstað sem vitnað er í og bjóddu bókina.
Will There Ever Be a World Without War?
Saminn fyrir Gyðinga.
Hvernig má bjóða hann? „Mannkynið hefur upplifað miklar þjáningar vegna styrjalda í tímans rás. Af hverju heldurðu að menn haldi áfram að berjast þrátt fyrir að fólk segist vilja frið? [Gefðu kost á svari.] Þessi spádómur Jesaja veitir okkur von. [Lestu Jesaja 2:4.] Þetta vekur hins vegar spurningar eins og: Hvenær og hvernig mun spádómur Jesaja uppfyllast? Hvernig getum við treyst því að von Biblíunnar sé áreiðanleg? Í þessum bæklingi er að finna svör við þessum spurningum.“
Þú gætir reynt þetta: Ef húsráðandi þiggur bæklinginn sýndu honum þá bls. 16-17 og segðu: „Margir benda á hörmungar eins og Helförina og spyrja: ‚Ef Guð er til hvers vegna leyfir hann þá þjáningar?‘ Við getum rætt um það þegar ég kem næst.“
The Guidance of God – Our Way to Paradise
Saminn fyrir múslíma sem búa á svæði þar sem þeim er frjálst að lesa Biblíuna.
Hvernig má bjóða hann? „Mér skilst að múslímar trúi á alla spámennina og að til sé aðeins einn sannur Guð. Er það rétt hjá mér? [Gefðu kost á svari.] Ég vil gjarnan ræða við þig um fornan spádóm sem segir frá því að jörðinni verði breytt í paradís. Má ég lesa fyrir þig það sem spámaðurinn skrifaði? [Lestu Jesaja 11:6-9.] Margir hafa velt vöngum yfir því hvernig Guð muni gera slíkar breytingar á jörðinni. Þessi bæklingur útskýrir hvað spámennirnir segja um þetta.“
Þú gætir reynt þetta: Ef húsráðandi þiggur bæklinginn gætir þú sagt: „Bók Guðs segir frá því að í byrjun hafi maðurinn lifað í paradís. Þegar við tölum saman næst langar mig til að útskýra hvernig maðurinn sneri baki við leiðbeiningum Guðs og paradísarumhverfinu.“ Þegar þú kemur aftur skaltu ræða um efnið sem hefst á bls. 6.
Real Faith – Your Key to a Happy Life
Saminn fyrir múslíma sem búa á svæði þar sem þeim er frjálst að lesa Biblíuna.
Hvernig má bjóða hann? Sýndu myndina á bls. 16-17 og segðu: „Þetta umhverfi er mjög ólíkt því sem við sjáum í heiminum í dag. Heldurðu að heimurinn muni einhvern tíma líta svona út? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir hvaða loforð er að finna í bók Guðs. [Lestu einn ritningarstað sem vitnað er í upp úr Biblíunni.] Þessi bæklingur hjálpar okkur að byggja upp sterka trú á þessum loforðum.“
Þú gætir reynt þetta: Í lok fyrstu heimsóknar geturðu beðið húsráðanda að velja eina af spurningunum á baksíðunni. Gerðu svo ráðstafanir til þess að ræða svarið við spurningunni með hjálp bæklingsins þegar þú kemur næst.
Lasting Peace and Happiness – How to Find Them
Saminn fyrir Kínverja.
Hvernig má bjóða hann? „Við getum upplifað ýmsa erfiðleika sem geta gert okkur óhamingjusöm. Hvernig viðheldur þú gleðinni þrátt fyrir vandamál? [Gefðu kost á svari.] Margir hafa fundið hamingjuna með því að fara eftir ráðleggingum Biblíunnar. [Lestu Sálm 119:1, 2.] Sumir telja að Biblían hafi aðeins verið skrifuð fyrir Vesturlandabúa og gefa henni því lítinn gaum. En taktu eftir því sem segir hér. [Ræddu um grein 16 á bls. 17.] Í þessum bæklingi er rætt um hvernig við getum orðið hamingjusöm og öðlast frið.“
Þú gætir reynt þetta: Ef húsráðandi þiggur bæklinginn lesið þá saman fyrstu þrjár málsgreinarnar í 18. tölugrein á bls. 17 og segðu svo: „Næst þegar ég kem langar mig til að sýna þér hvaða ánægjulegu framtíðarvon er bent á í Biblíunni.“ Þegar þú kemur aftur skaltu fara yfir atriðin í 6. grein á bls. 30.