Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.93 bls. 7
  • Getur þú gert það?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Getur þú gert það?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Verðugt markmið fyrir næsta þjónustuár
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Þrjátíu aðstoðarbrautryðjendur óskast
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Víðfrægjum dáðir Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 7.93 bls. 7

Getur þú gert það?

1 ‚Gert hvað?‘ spyrð þú. Orðskviðirnir 3:27 svara: „Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er á þínu valdi að gjöra það.“ Er það „á þínu valdi“ að auka starf þitt og taka þátt í boðunarstarfinu sem aðstoðarbrautryðjandi eða reglulegur brautryðjandi? Getur þú gert það?

2 Það var sannarlega uppörvandi að lesa í Árbókinni fyrir árið 1993 að það hafi verið að meðaltali 30 reglulegir brautryðjendur og aðstoðarbrautryðjendur á Íslandi sem þýðir 1 brautryðjandi fyrir hverja 9 boðbera. Samsvarandi tala fyrir heiminn allan er 7 þannig að við erum lítillega undir meðaltalinu.

3 Aðstoðarbrautryðjandastarfið býður upp á gott tækifæri til að gera öðrum gott. Síðastliðið ár voru aðstoðarbrautryðjendurnir flestir í apríl, alls 33, sem er frábær aukning frá árinu áður en þá voru þeir 22.

4 Áður en þú svarar hvort þú hafir tök á að „gjöra það“ þarft þú að kanna hvort þú óskar þess í hjarta þínu. (Matt. 22:37-39) Postulasagan 20:35 segir: „Sælla er að gefa en þiggja.“ Þessi rétta ósk býr án efa í hjarta þeirra sem veita öðrum örlátlega andlega aðstoð af heilum huga. Til þess að geta náð góðum árangri sem boðberi eða brautryðjandi er alveg bráðnauðsynlegt að búa yfir þessari löngun.

5 Í öðru lagi þarft þú að athuga núverandi kringumstæður þínar. Getur þú breytt daglegu lífsmynstri þínu til að geta verið aðstoðarbrautryðjandi? Það er ekki á allra færi. Það eru hins vegar á hverju ári þúsundir sem komast að raun um, eftir að hafa grannskoðað aðstæður sínar og rætt málið við Jehóva í bæn, að þær eru færar um að „gjöra það.“ (Kól. 4:5; wE77 bls. 701) Í sumum fjölskyldum eru til dæmis sumir eða allir fjölskyldumeðlimirnir aðstoðarbrautryðjendur í ákveðnum mánuðum sem fjölskyldan velur. Aðrar vinna þannig saman að einn í fjölskyldunni geti verið reglulegur braut­ryðjandi. Hefur fjölskyldan þín hugleitt þessa möguleika? — Sjá Orðskviðina 11:25.

6 Það sem veitir ósvikna ánægju er að hjálpa öðrum að kynnast sannleikanum, hvort sem maður er boðberi eða brautryðjandi. Við vitum að sönn ánægja fæst með því að hjálpa öðrum, einkum ef það ‚er á okkar valdi að gera það.‘

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila