Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.94 bls. 4
  • Hjálpum öðrum að læra sannleikann

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hjálpum öðrum að læra sannleikann
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Hvernig heyra þeir nema við förum aftur?
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Líktu eftir Jehóva og áttu þér einlæglega annt um aðra
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Notarðu þessa bæklinga?
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Kynningartillögur fyrir boðunarstarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 7.94 bls. 4

Hjálpum öðrum að læra sannleikann

1 Jesús kom til jarðar til að bera sannleikanum vitni. Til þess að sannleikurinn yrði prédikaður þjálfaði hann lærisveina sína sem kennara. Hann var svo viss um góðan árangur þeirra í að kenna öðrum að hann kallaði þá ‚almenningsfræðara.‘ (Matt. 13:52, NW) Hann líkti hverjum og einum þeirra við lærðan mann sem ætti sannan fjársjóð í forðabúri er hann gæti dregið úr. Lærisveinar Jesú nú á dögum nota prentmál til að hraða prédikunarstarfinu um Guðsríki. Við höfum til dæmis úrval bæklinga til að hjálpa öðrum að gerast lærisveinar. Hvernig getum við notað þessi verðmætu verkfæri?

2 Til að hefja samræður með það fyrir augum að bjóða bæklinginn „Stjórnin sem koma mun á paradís“ gætir þú spurt:

◼ „Hefur þú velt fyrir þér hvers vegna horfurnar á farsælli framtíð fyrir mannkynið virðast frekar daufar þrátt fyrir alla viðleitni manna til að búa í haginn fyrir framtíðina? [Gefðu kost á svari.] Biblían útskýrir hvers vegna svona mikil viðleitni manna í aldaraðir hefur ekki borið árangur.“ Lestu Sálm 146:3, 4. Síðan gætir þú tekið upp bæklinginn og lesið 6 efstu línurnar á blaðsíðu 3. Gefðu viðmælanda þínum kost á að svara spurningunni þar. Ef undirtekirnar eru jákvæðar getur þú notað fleiri atriði úr textanum á þeirri blaðsíðu. Bentu á að bæklingurinn svari þessum spurningum beint frá Biblíunni á eifaldan og fljótlesinn hátt.

3 Hér er ein leið til að bjóða bæklinginn „Ættum við að trúa á þrenninguna?“:

◼ „Flestir hafa heyrt talað um heilaga þrenningu, þá hugmynd að Guð sé þrjár persónur í einum guði, það er að segja faðir, sonur og heilagur andi. Þessi hugmynd endurspeglast víða í listaverkum og trúarlegum táknmyndum. [Taktu fram bæklinginn og sýndu myndina á blaðsíðu 10.] Eins og sést af nokkrum myndanna hér er þessi hugmynd mun eldri en kristnin.“ Þú gætir lesið eina eða tvær tilvitnanir í fræðimenn á blaðsíðu 11 og bent síðan á forsíðuna og sagt: “Þetta er því eðlileg spurning og mikilvæg. Bæklingurinn veitir rökstudd svör við henni.“

4 Þegar þú býður bæklinginn „Nafn Guðs sem vara mun að eilífu“ gætir þú sagt:

◼ „Það fyrsta, sem menn biðja um þegar þeir fara með Faðirvorið, er: ‚Helgist þitt nafn.‘ Þetta nafn hlýtur því að vera mikilvægt. En hvaða nafn er það?“ [Gefðu kost á svari.] „‚Drottinn‘ er í rauninni bara titill eins og konungur. Í frumtexta Biblíunnar er nafn Guðs skráð með fjórum hebreskum stöfum. [Taktu fram bæklinginn og sýndu myndirnar á blaðsíðu 9.] Þetta nafn er Jehóva eða Jahve. En hvers vegna er það svona lítið notað í biblíuþýðingum og daglegu tali? Skiptir það einhverju máli? Bæklingurinn svarar því.“ Ef það er við hæfi gætir þú haldið samræðunum áfram út frá rammanum á blaðsíðu 7.

5 Æfðu þig í að nota þessi kynningarorð eða önnur sem þér finnst henta vel. Nýttu þér alla bæklingana í boðunarstarfinu. Mundu að vera stuttorður og koma með jákvæðar og uppbyggjandi athugasemdir til að vekja áhuga húsráðandans.

6 Jehóva hefur gefið okkur sannleikann. Við skyldum grípa tækifærin sem við höfum til að deila honum með öðrum, bæði í prentuðu máli og í samræðum við þá sem við hittum. Með því sönnum við að við erum almenningsfræðarar öðrum til varanlegs gagns. — Matt. 28:19, 20.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila