Hvernig heyra þeir nema við förum aftur?
1 „Hvernig eiga þeir að heyra, án þess að einhver prédiki?“ (Rómv. 10:14) Já, hvernig ná þeir að skilja sannleikann nema við förum í áhrifaríkar endurheimsóknir? Hver sá húsráðandi, sem okkur tókst að eiga samtal við um boðskapinn um Guðsríki, verðskuldar að við heimsækjum hann aftur. Í þessum mánuði getum við ef til vill fylgt byrjunaráhuganum eftir með því að vekja athygli á fleiru af því sem fram kemur í bæklingnum sem við skildum eftir, og það kann á endanum að leiða til biblíunáms.
2 Ef þú útbreiddir bæklinginn „Stjórnin sem koma mun á paradís“ gætir þú ef til vill hafið samræður, sem leiða til biblíunáms, á þennan hátt. Þú gætir bent á kápumyndina og spurt:
◼ „Vildir þú búa í slíku umhverfi og þar sem þér og fjölskyldu þinni er tryggð örugg framtíð? [Gefðu kost á svari og flettu síðan upp á blaðsíðu 3.] Við viljum öll búa við þær aðstæður sem paradísarspádómar Biblíunnar lýsa. En er það raunhæf von?“ Lestu Jesaja 32:17, 18. Bentu á að það sé Guðsríki sem muni koma síkum friði og réttlæti á. Haltu áfram með því að útskýra að um allan heim sé til fólk sem þegar nýtur þeirrar gleði og þess hugarfriðar sem fylgir því að eiga svo örugga framtíðarvon. Leggðu áherslu á nauðsyn þess að afla sér þekkingar um Guðsríki og hvernig bæklingurinn getur komið þar að notum. Ef áhugi er fyrir hendi getur þú farið yfir fáeinar greinar í bæklingnum. Farðu sem fyrst aftur í heimsókn til að halda samræðunum áfram.
3 Þegar þú kemur aftur eftir að hafa útbreitt bæklinginn Nafn Guðs sem vara mun að eilífu“ gæti eitthvað þessu líkt ef til vill borið árangur:
◼ „Þegar ég var hér síðast ræddum við um það hvert væri einkanafn Guðs og hvort ekki væri ástæða til að nota það meira en almennt er gert. Hvað finnst þér um það? [Gefðu kost á svari.] Biblían sýnir greinilega mikilvægi þess að þekkja og virða nafn Guðs. [Notaðu ritningarstaðina í fyrstu tveimur greinunum á blaðsíðu 31. Lestu þá upp úr bæklingnum eða Biblíunni.] Við getum fengið að lifa í þessum nýja heimi ef við trúum Biblíunni og förum eftir leiðbeiningum hennar.“ Útskýrðu aðferð okkar við að hjálpa fólki að nema Biblíuna.
4 Þegar þú ferð í endurheimsókn eftir að hafa útbeitt bæklinginn „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja,“ gætir þú byrjað með því að sýna kápumyndina og spurt síðan:
◼ „Hverju heldur þú að það líkist að búa í fullkomnum heimi? [Fáðu athugasemd frá húsráðanda.] Það sem þú sérð á þessari mynd er ekki bara hugarburður. Það er byggt á öruggum fyrirheitum Biblíunnar. [Lestu Opinberunarbókina 21:4 og Sálm 37:11, 29.] Ég vildi gjarnan mega útskýra hvernig þú og fjölskylda þín getið orðir slíkrar blessunar aðnjótandi.“ Ef húsráðandinn sýnir áhuga skaltu halda samræðunum áfram og bjóða biblíunám.
5 Þegar við finnum einlægt fólk sem leitar sannleikans sýnum við ósvikinn kærleika með því að fara aftur til að hjálpa því að heyra ekki bara en láta síðan þar við sitja. Við notum hin heilögu sannindi, sem okkur hefur verið treyst fyrir, sjálfum okkur og þeim sem hlusta á okkur til eilífrar blessunar. — 1. Tím. 4:16.