Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.95 bls. 4
  • Kunngerum stjórn Friðarhöfðingjans

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kunngerum stjórn Friðarhöfðingjans
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Bendum fólki á bestu leiðbeiningarnar um hamingjuríkt fjölskyldulíf
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Prédikum Fagnaðarerindið af kappi
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Hjálpum öðrum að búa sig undir inngöngu í ríki Friðarhöfðingjans
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Hjálpum þeim til skilnings
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 3.95 bls. 4

Kunngerum stjórn Friðarhöfðingjans

1 Við lifum á tímum þegar spádómar Biblíunnar um hina síðustu daga eru óðum að uppfyllast. Atburðarásin í heiminum truflar marga og þeir leita skýringa á henni. Slíkir menn geta haft gagn af því að hlýða á það sem orð Guðs hefur að segja um framvindu heimsmálanna. (Opinb. 1:3) Í marsmánuði munum við leggja áherslu á að kynna og bjóða bókina Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Þegar við bjóðum bókina ættum við að hafa í huga að Biblían sagði ekki aðeins fyrir þau vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir heldur líka leið Guðs til að bjarga því út úr þeim ógöngum sem það er komið í. Hvað getum við sagt til að kynna bókina?

2 Þessi aðferð gæti reynst áhrifarík:

◼ „Styrjaldir, hungursneyðir og sjúkdómar hafa þjáð mannkynið meira og minna alla þessa öld. Hvernig getur staðið á því í ljósi þess hve allri tækni og þekkingu hefur fleygt fram á sama tíma? [Gefðu kost á svari.] Mörgum kemur það á óvart að Biblían skuli hafa spáð þessu öllu. Þú hefur ef til vill heyrt minnst á riddarana fjóra í Opinberunarbókinni. Það sem Biblían segir um þessa riddara er í rauninni spádómur sem heimsatburðirnir nú á tímum eru að uppfylla. [Lestu hluta úr eða endursegðu vers 2-8 í 6. kafla Opinberunarbókarinnar.] Þó að hér sé spáð miklum þrengingartímum er hér einnig von að finna. [Bentu á vers 2.] Riddarinn á hvíta hestinum er Jesús Kristur. Þegar hann hefur sigrað óvini sína mun hann ríkja sem Friðarhöfðingi yfir jörðinni og breyta henni í paradís.“ Sýndu myndina á blaðsíðu 172-3 og ef áhugi er fyrir hendi skaltu bjóða bókina.

3 Ef til vill gæti þessi spurning hrundið af stað áhugaverðu samtali:

◼ „Hvað heldur þú að þurfi til að útrýma hinu slæma ástandi sem fólk býr við víða í heiminum? [Gefðu kost á svari.] Flestir eru á því að róttækar breytingar séu nauðsynlegar eigi þessi heimur að lifa af. Biblían sýnir að Guð viti hvernig eigi að leysa vandamál okkar og að hann hafi lofað að hjálpa okkur.“ Lestu Opinberunarbókina 11:15 og bentu síðan á myndina á blaðsíðu 188-9 og taktu fram hvaða blessun verður að veruleika í Guðsríki undir stjórn Krists, Friðarhöfðingjans.

4 Bein tilvísun í dæmisögur Jesú gæti gefið góða raun:

◼ „Flestir kannast við dæmisögu Jesú um húsbóndann sem fór úr landi en fékk þjónum sínum talentur til varðveislu áður en hann fór. Seinna kom hann aftur og umbunaði þeim sem höfðu ávaxtað talenturnar en refsaði þeim sem hafði gert það eitt að grafa talentu sína í jörð. Ætli þessi dæmisaga komi okkur nútímamönnum eitthvað við?“ Gefðu kost á svari og lestu síðan fyrstu tölugreinina í kafla 8. Bjóddu síðan bókina og leggðu grunn að endurheimsókn.

5 Ef sá sem þú talar við er upptekinn eða þú ert ekki viss um að nægilegur áhugi sé fyrir hendi gætir þú skilið eftir blað eða smárit. Ef áhugi kemur í ljós þegar þú kemur aftur má bjóða bókina.

6 Spádómarnir um Friðarhöfðingjann skipta allt mannkynið miklu máli. Allir þurfa því að heyra um þá. Megum við gera allt sem við getum til að boða þennan mikilvæga boðskap.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila