Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.97 bls. 8
  • Prédikum Fagnaðarerindið af kappi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Prédikum Fagnaðarerindið af kappi
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Kunngerum stjórn Friðarhöfðingjans
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Hjálpum þeim til skilnings
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Hjálpum öðrum að búa sig undir inngöngu í ríki Friðarhöfðingjans
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Bjóðum hverjum þeim sem þyrstur er
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 2.97 bls. 8

Prédikum Fagnaðarerindið Af Kappi

1 Með hugheilli þátttöku í boðunarstarfinu sýnum við hve mikils við metum fyrirheit Guðsríkis. Við þurfum að vera kappsfull í þessu starfi. Hvers vegna? Vegna þess að verkamennirnir eru fáir, endir þessa illa heimskerfis nálgast og líf þeirra sem búa á svæði okkar er í húfi. (Esek. 3:19; Matt. 9:37, 38) Þetta er alvarleg ábyrgð þannig að við þurfum að gera okkar besta í þjónustunni. Hvernig getum við verið kappsfull í boðunarstarfi okkar? Með því að undirbúa fyrirfram góð kynningarorð, með því að vera iðin við að leita fólk uppi hvar sem það er að finna, með því að halda nákvæma skrá yfir alla sem sýna áhuga og fylgja áhuganum tafarlaust eftir, og með því að muna að mannslíf eru í húfi þannig að við ættum að taka þjónustu okkar alvarlega. Eftirfarandi tillögur geta komið okkur að gagni við að undirbúa okkur fyrir kappsamt boðunarstarf í febrúar. tilboð okkar er bókin Lífið — varð það til við þróun eða sköpun?

2 Þú gætir hafið samræður með því að sýna myndina á blaðsíðu 6 og segja síðan:

◼ „Margir trúa að til sé Guð en eiga erfitt með að hugsa sér að hann sé skapari allra hluta. Hvað heldur þú? [Gefðu kost á svari.] Þessi bók er gefin út til að svara áleitnum spurningum um uppruna lífsins. [Lestu síðan einhverjar af spurningunum í 2. tölugrein á bls. 7] Sumir segja að það breyti engu hver svörin séu því að við lifum bara 70 til 80 ár, og enginn viti hvað taki svo við. En sannleikurinn er sá að það getur skipt miklu fyrir okkur hvort við urðum til vegna þróunar eða sköpunar.“ Bjóddu húsráðanda bókina ef hann sýnir áhuga og gættu þess að útskýra að starf okkar sé kostað með frjálsum framlögum. Leggðu drög að því að koma aftur á hentugum tíma og halda samræðunum áfram.

3 Þú gætir fylgt fyrri umræðum eftir með þessari stuttu kynningu:

◼ „Síðast þegar ég kom til þín ræddum við ýmsar áleitnar spurningar um uppruna lífsins. Mörgum þykir sköpunarsaga Biblíunnar ótrúverðug, en það stafar oft af því að hún er misskilin eða mistúlkuð. Í bókinni, sem ég skildi eftir hjá þér síðast, er fjallað ítarlega um sköpunartímabilin, sem Biblían nefnir ‚daga,‘ og útskýrt hvað gerðist á hverjum sköpunardegi.“ Síðan gætirðu vitnað í 1. og 2. tölugrein á bls. 25 og bent á millifyrirsagnir 3. kaflans og ritningartextana sem fylgja myndunum á hverri opnu. Þú gætir lokið samtalinu með því að vitna í 32. tölugrein á bls. 35 í Sköpunarbókinni og lagt drög að næstu heimsókn, eða boðið biblíunámskeið með hjálp Þekkingarbókarinnar og sýnt námsaðferðina.

4 Þú gætir líka reynt þessa aðferð:

◼ „Það er stutt síðan einn af æðstu trúarleiðtogum heims lýsti opinberlega yfir stuðningi við þróunarkenninguna. En heldurðu að núverandi vísindaþekking gefi okkur tilefni til að taka þróunarkenninguna trúanlega? [Gefðu kost á svari.] Mig langar til að benda þér á rök Biblíunnar um þetta. [Lestu Hebreabréfið 3:4.] Ertu ekki sammála því að hvert einasta hús sé smíðað af einhverjum? [Gefðu kost á svari.] En heldurðu að alheimurinn, sem er miklu flóknari en hús, hafi orðið til af sjálfu sér?“ Sýndu síðan myndina á bls. 114 í Sköpunarbókinni og bentu á það sem fram kemur í 2. tölugrein á bls. 115. Ef húsráðandi sýnir áhuga skaltu bjóða honum bókina og minnast á framlagafyrirkomulagið. Leggðu drög að næstu heimsókn og nefndu að þú ætlir þá að ræða um hver sé framtíð mannsins á jörðinni.

5 Ef þú lofaðir að koma aftur og ræða um framtíð mannsins á jörðinni gætirðu sagt:

◼ „Ég gerði mér sérstaklega ferð til þín í dag til að halda áfram þar sem frá var horfið um daginn. Ég lofaði þér að ræða um þá spurningu hver væri framtíð mannsins á jörðinni. Bókin, sem ég skildi eftir hjá þér, svarar þessari spurningu.“ Flettu upp á bls. 235-6 í Sköpunarbókinni og hvettu húsráðanda til að lesa 6. og 7. grein. Ef hann sýnir frekari áhuga gætirðu spurt: „Hvaða stórfenglegar breytingar heldurðu að eigi eftir að verða á jörðinni?“ Ef þér líst svo á gætirðu fjallað strax um framtíðarhorfur mannsins, sýnt myndina á bls. 4-5 í Þekkingarbókinni og boðið biblíunámskeið. Ef ekki, geturðu bryddað upp á því í næstu heimsókn með því að taka næstu tölugreinar í þessum kafla Sköpunarbókarinnar til umræðu.

6 Þar eð margir hafa áhyggjur af hinum miklu þjáningum mannkynsins gætirðu sagt eitthvað þessu líkt í fyrstu heimsókn:

◼ „Flestir sem ég hitti hafa áhyggjur af þeim vandamálum sem við blasa í heiminum og öllum þjáningunum sem eru hlutskipti manna. [Nefndu nokkur dæmi.] Um áratuga skeið hafa stjórnmálamenn heitið að leysa vandamálin endanlega og sumir hafa reynt það. En lausnir þeirra hafa dugað skammt. Hver heldurðu að ástæðan sé? [Gefðu kost á svari.] Biblían kemur með skýringu sem fæstir hafa leitt hugann að.“ Vitnaðu í 10. tölugrein á bls. 192 í Sköpunarbókinni. Síðan gætirðu vitnað í 19. tölugrein á bls. 196 og lesið Orðskviðina 2:21, 22, annaðhvort í Sköpunarbókinni eða Biblíunni. Bjóddu húsráðanda bókina til lestrar ef hann sýnir áhuga og nefndu framlagafyrirkomulagið. Gerðu ráðstafanir til að koma aftur til að ræða hvernig Guð leysi vandamál mannkynsins.

7 Þú gætir reynt þessa aðferð ef þú lofaðir að koma aftur til að útskýra lausn Guðs á vandamálum mannkyns:

◼ „Síðast þegar ég ræddi við þig fjölluðum við um lausnir sem duga til að leysa vandamálin sem blasa við mannkyninu. Eins og þú manst kannski bendir Biblían á að einn af englum Guðs hafi snúist gegn honum og dregið mennina út í uppreisn gegn Guði. Þar eð við eigum greinilega í höggi við ofurmannleg öfl, heldurðu þá að það sé nokkur leið til að losna undan þessum áhrifum? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir því sem Biblían segir.“ Lestu og útskýrðu Opinberunarbókina 20:1-3. Notaðu síðan myndina á bls. 4-5 í Þekkingarbókinni til að sýna hvernig ástandið verði þegar áhrif Satans hverfa. Bjóddu biblíunámskeið og reyndu að koma því strax af stað.

8 Það eru mikil sérréttindi fyrir okkur að við skulum notuð sem uppskerumenn nú á tímum og til að bjarga mannslífum með prédikun okkar! Megum við öll vera önnum kafin við boðun fagnaðarerindisins og leggja okkur kappsamlega fram, því að við vitum að ‚erfiði okkar er ekki árangurslaust.‘ — 1. Kor. 15:58.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila