Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.98 bls. 8
  • Bjóðum hverjum þeim sem þyrstur er

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Bjóðum hverjum þeim sem þyrstur er
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Svipað efni
  • Kynningartillögur fyrir boðunarstarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Prédikum Fagnaðarerindið af kappi
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Kynningartillögur fyrir boðunarstarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Treystum á að Jehóva gefi vöxtinn
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 2.98 bls. 8

Bjóðum hverjum þeim sem þyrstur er

1 Eins og spámaðurinn Amos sagði fyrir þjáist mannkynið nú á tímum af ‚þorsta, ekki eftir vatni heldur eftir því að heyra orð Jehóva.‘ (Amos 8:11) Til að hjálpa fólki á þessu andlega þurrkasvæði segjum við því frá ráðstöfun Guðs til að létta synd og dauða af hlýðnum mönnum, en henni er lýst í síðasta kafla Opinberunarbókarinnar sem „móðu lífsvatnsins.“ Við höfum þau sérréttindi að bjóða hverjum þeim sem þyrstir í réttlæti að koma og fá „ókeypis lífsins vatn.“ (Opinb. 22:1, 17) Hvernig getum við gert það í febrúar? Með því að bjóða þeim sem sýna einlægan áhuga bókina Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Þú vilt kannski reyna að nota þessi kynningarorð:

2 Þar sem margir hafa áhyggjur af heilbrigðismálum gæti þessi aðferð reynst þér árangursrík:

◼ „Margir hafa áhyggjur af því að góð heilbrigðisþjónusta sé að verða fólki allt of dýr. Þú hefur ef til vill velt þeim málum eitthvað fyrir þér. [Gefðu kost á svari.] Heldur þú að til sé varanleg lausn á þessu vandamáli? [Bíddu eftir svari.] Við fáum stórkostlegt loforð hér í Biblíunni.“ Lestu Opinberunarbókina 22:1, 2. Bentu á að móðan eða áin renni frá „hásæti Guðs og lambsins.“ Það sé því ríki Guðs sem komi þessu til leiðar. Flettu upp á 19. kafla í Sköpunarbókinni og notaðu myndirnar og myndatextana til að sýna hverju Guðsríki áorkar. Ljúktu máli þínu með því að segja: „Þessi bók sýnir fram á að mennirnir urðu ekki til við þróun heldur skapaði Guð þá, en tilvera hans og kærleikur til manna er forsenda þess að þessi fyrirheit rætist.“ Ef húsráðandinn sýnir einlægan áhuga skaltu bjóða bókina og gefa honum tækifæri til að leggja eitthvað fram til alþjóðastarfsins. Ráðgerðu að koma aftur.

3 Í endurheimsókninni gætir þú tekið upp þráðinn með því að segja:

◼ „Síðast þegar ég kom hingað ræddum við um varanlega lausn á vandamálum heilbrigðisþjónustunnar. Heldur þú að sú stund renni einhvern tíma upp að enginn verði veikur? [Gefðu kost á svari.] Sjáðu þessa sláandi fullyrðingu.“ Lestu Jesaja 33:24. Flettu því næst upp á 5. kafla í Kröfubæklingnum og ræddu greinar 5 og 6. Áður en þú ferð yfir greinarnar skaltu spyrja spurningarinnar í upphafi kaflans sem á við þær og fletta upp nokkrum ritningarstaðanna sem vísað er í. Nefndu að útrýming sjúkdóma og dauða sé þáttur í því að upprunalegur tilgangur Guðs með jörðina nái fram að ganga. Ráðgerðu að koma aftur til að ræða greinar 1-4 og 7 í þessum sama kafla.

4 Ef frétt um slys eða hamfarir og ótímabæran dauða margra er fólki ofarlega í huga gætir þú reynt þetta:

◼ „Þú kannt að hafa heyrt um [nefndu fréttina]. Þegar hörmulegt manntjón verður velta margir fyrir sér hvaða huggun sé hægt að veita ættingjum hinna látnu. Hvað heldur þú að hægt sé að gera?“ Gefðu kost á svari. Flettu upp á blaðsíðu 245 í Sköpunarbókinni og sýndu myndina þar af upprisunni. Haltu því næst áfram: „Það kemur mörgum á óvart að heyra að bæði réttlátir og ranglátir verði endurvaktir til lífs í paradís á jörð. [Lestu tilvitnunina í Postulasöguna 24:15 í grein 25 og notaðu grein 27 til að útskýra við hvað er átt.] Þessi bók getur hjálpað þér að sjá að það er til önnur og betri skýring á þjáningum og ótímabærum dauða manna en sú að enginn Guð og skapari sé til. Ef þú vilt fræðast meira um það og fyrirheit Guðs um framtíðina getur þú fengið þetta eintak.“ Gerðu ráðstafanir til að koma aftur og skrifaðu hjá þér hvað viðmælandi þinn virtist einkum hafa áhuga á eða áhyggjur af.

5 Þegar þú kemur aftur skaltu sníða kynningarorð þín að húsráðandanum. Þú gætir kannski sagt:

◼ „Þegar við ræddum saman síðast fannst mér merkilegt það sem þú sagðir um tilgang Guðs með jörðina. [Endurtaktu athugasemd húsráðandans.] Ég fann efni sem ég held að þér muni þykja athyglisvert.“ Flettu upp á 5. kafla í Kröfubæklingnum. Lestu og ræddu um eins margar efnisgreinar í þeim kafla og virðast halda athygli húsráðandans. Eftir að hafa ákveðið tíma til að koma aftur og halda umræðunum áfram skaltu gefa honum boðsmiða með samkomutímum safnaðarins. Segðu honum frá opinberu fyrirlestrunum og bjóddu honum að sækja þá.

6 Ef þú kýst heldur einföld kynningarorð sem snúast um smárit gætir þú sagt þetta:

◼ „Mig langar til að gefa þér þetta smárit sem heitir Hvaða von er um látna ástvini?“ Réttu húsráðandanum smáritið og bjóddu honum að fylgjast með í því þegar þú lest fyrstu efnisgreinina. Gefðu honum kost á að svara spurningunni sem borin er fram í síðustu setningunni. Lestu næstu efnisgrein og flettu að því búnu upp á myndinni á blaðsíðu 245 í Sköpunarbókinni. Haltu áfram með því að segja: „Í þessari bók er að finna fleiri upplýsingar um upprisuna og önnur dásamleg fyrirheit um framtíðina sem Biblían gefur. Ef þú munt lesa hana getur þú fengið þetta eintak.“ Gefðu húsráðandanum tækifæri til að leggja eitthvað af mörkum til alþjóðastarfsins og gerðu ráðstafanir til að koma aftur.

7 Ef við náum að láta boð okkar höfða til fólks má vera að við getum fengið það til að koma til vatnslinda lífsins sem Jehóva gefur núna öllum færi á. Segjum þess vegna við hvern og einn: „Kom þú!“ — Opinb. 22:17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila