Förum í endurheimsókn til allra sem þáðu bæklinga
1 Páll postuli hrósaði Filippímönnum vegna þess að ‚þeir hugsuðu til hans.‘ (Fil. 4:10) Ef við notum fordæmi þeirra til eftirbreytni í boðunarstarfinu munum við líka ‚hugsa til þeirra‘ sem við bárum vitni fyrir og það mun fá okkur til að heimsækja þá aftur.
2 Ef þú útbreiddir bæklinginn „Stjórnin sem koma mun á paradís“ gætir þú sagt:
◼ „Ég var að hugsa um samræður okkar um daginn og upp í hugann komu tveir ritningarstaðir sem mig langar til að sýna þér. Þú manst ef til vill að við töluðum um að Guð tæki í sínar hendur alla stjórn á jörðinni. Í Biblíunni hefur Jehóva Guð lofað að þetta muni gerast. [Lestu Daníel 2:44.] Trúir þú að það geti í raun og veru átt sér stað? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir því sem Guð segir um hæfni sína til að standa við loforð sín. [Lestu Jesaja 55:11.] Ætti þetta ekki að vera okkur hvatning til að leggja traust okkar á Guðsríki? En hvenær mun Guð uppfylla fyrirheit sín?“ Segðu að þú munir svara þeirri spurningu í næstu heimsókn þinni.
3 Þú gætir beitt þessari aðferð í endurheimsókn hjá þeim sem þáði bæklinginn „Þegar ástvinur deyr“:
◼ „Ég gerði mér far um að koma til þín aftur í ljósi samtalsins sem við áttum um það að missa einhvern sér nákominn í dauðann.“ Sýndu myndina á blaðsíðu 30 um leið og þú segir: „Manstu eftir þessari ánægjulegu mynd af fólki sem reist hefur verið upp frá dauðum og sameinast ástvinum sínum á ný? Áður en ég kvaddi bað ég þig að hugleiða þá spurningu hvar þetta ætti sér stað, á himni eða á jörðu. Kannski fannstu svar Biblíunnar á blaðsíðu 26 í þessum bæklingi.“ Ræddu um aðalatriðin í þriðju til fimmtu grein og lestu Jóhannes 5:21, 28, 29. Lestu hina ritningarstaðina á blaðsíðunni eftir því sem tíminn leyfir.
4 Hófst þú nám í „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“? Í endurheimsókn gætir þú þá gert þetta:
◼ Flettu aftur upp á blaðsíðu 30 og bentu á spurninguna: „Á hvaða vegu er Biblían einstök?“ Flettu upp á blaðsíðu 3 og 4 og renndu yfir grein 1-4, svo og kápumyndina. Lestu einn eða tvo af ritningarstöðunum sem tilgreindir eru í neðanmálsathugasemdinni við grein 4. Bentu á að Biblían er eina bókin sem veitir slíka dásamlega von. Gerðu ráðstafanir til að koma aftur í heimsókn. Eftir að þú hefur átt slíkar samræður þrisvar, og svo virðist sem námið muni halda áfram, getur þú farið að gefa skýrslu um það sem nýtt biblíunám.
5 Þú gætir tekið aftur upp samræður út frá „Nafn Guðs sem vara mun að eilífu“ með því að segja:
◼ „Um daginn fékk ég tækifæri til að sýna þér nafn Guðs í Biblíunni. Það er þýðingarmikill þáttur í tilbeiðslu okkar að þekkja og nota nafn Guðs, Jehóva.“ Flettu upp á blaðsíðu 31, renndu yfir aðalatriðin í síðustu fjórum greinunum og lestu Jóhannes 17:3 og Míka 4:5. Útskýrðu hvernig við bjóðum fólki upp á biblíunám sem getur sýnt hvernig nafn Guðs muni helgast á réttan hátt og hvernig við getum notið þeirrar blessunar að fá að lifa í paradís á jörð.
6 Hugsaðu því til þeirra sem þú hefur haft samband við. Vertu þrautseigur við að fara aftur og undirbúðu eitthvað gagnlegt til að miðla viðmælanda þínum. Þú getur orðið einn þeirra „sem ber ávöxt“ í því starfi að gera menn að nýjum lærisveinum. — Matt. 13:23.