Hjálpum öðrum að finna hughreystingu
1 Margir eru orðnir þreyttir á að frétta af hörmungum, styrjöldum, glæpum og þjáningum. Þótt hughreystandi efni sé áberandi fátítt í fréttum fjölmiðla nú til dags þarfnast mannkynið sannarlega hughreystingar. Að hughreysta þýðir að ‚veita öðrum styrk eða von‘ og ‚lina sorg eða vanda‘ annarra. Sem vottar Jehóva erum við í stakk búin til að hjálpa fólki á þann hátt. (2. Kor. 1:3, 4) Bæklingarnir, sem byggðir eru á biblíunni og við munum bjóða í júlí og ágúst, innihalda hughreystandi sannleiksboðskap. (Rómv. 15:4) Hér eru nokkrar tillögur um hvernig bjóða megi þá við ýmsar kringumstæður:
2 Hörmuleg frétt getur skapað tækifæri til að vitna fyrir öðrum og hughreysta þá, ef til vill með því að segja eitthvað á þessa leið:
◼ „Þegar slíkir atburðir gerast velta sumir fyrir sér hvort Guð sé í rauninni til og, sé hann til, hvort honum sé annt um okkur. Hvað heldur þú? [Gefðu kost á svari.] Ein leið til að komast að því hvort Guð sé til er að beita margreyndri frumreglu.“ Lestu Hebreabréfið 3:4. Bentu á annað í kringum okkur sem augljóslega kallar á tilvist skapara. Haltu þá áfram: „Ég er með bækling sem ég veit að þér mun finnast hughreystandi. Hann heitir Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? [Lestu spurningarnar á forsíðunni.] Í honum er að finna sannfærandi sönnun um að Guð sé ekki aðeins til heldur að hann muni innan skamms binda enda á allt það óréttlæti sem við horfum upp á nú á tímum. Langar þig til að lesa hann?“ Gerðu ráðstafanir til að koma aftur.
3 Í endurheimsókninni gætir þú sagt:
◼ „Við vorum að ræða um sönnun þess að Guð væri til þegar ég skildi eftir hjá þér bæklinginn Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? Kannski tókstu eftir því sem segir á blaðsíðu 7 um mannsheilann. [Sýndu myndina og dragðu saman það sem segir í tölugrein 15.] Þetta er aðeins eitt af mörgu sem sýnir að umhyggjusamur Guð hlýtur að vera til. [Lestu tölugrein 27 á blaðsíðu 9.] Ég hef sjálf(ur) numið Biblíuna og það hefur hjálpað mér að kljást við vandamál lífsins vegna þess að hún greinir frá því hvernig Guð lítur á málin.“ Þú skalt bjóðast til að sýna hvernig biblíunámskeið fer fram.
4 Bera má vitni í síma með því að nota bæklinginn „Hver er tilgangur lífsins? — Hvernig getur þú fundið hann?“ Þú getur kynnt þig og sagt:
◼ „Ég hringi til þín með mikilvægan boðskap vegna þess að ég hef ekki tök á að hitta þig persónulega.“ Lestu fyrstu greinina á blaðsíðu 4 í bæklingnum og gerðu það eins eðlilega og þú værir staddur hjá viðmælanda þínum. Spyrðu hann álits og gefðu honum færi á að tjá sig. „Ég er með biblíuna mína og hef flett upp á Jesaja 45:18. Það vers sýnir að jörðin var sköpuð með okkur í huga. Má ég lesa það fyrir þig?“ Að því búnu skaltu útskýra tilganginn með bæklingnum og spyrja hvernig þú gætir komið eintaki í hendur viðmælanda þínum.
5 Þegar þú hringir til að fylgja fyrra símtalinu eftir gætir þú reynt þessa aðferð til að koma á biblíunámskeiði:
◼ „Í framhaldi af síðasta samtali okkar langar mig til að sýna með dæmi hver það er sem getur sagt okkur hver sé tilgangur lífsins. [Segðu með eigin orðum það sem fram kemur í grein 1 og 2 á blaðsíðu 6 í bæklingnum Hver er tilgangur lífsins?] Í Opinberunarbókinni 4:11 er sagt að Drottinn eða Jehóva Guð sé skapari okkar. [Lestu.] Hann hlýtur vissulega að hafa haft ástæðu til að skapa okkur. Fólk, sem hefur viljað komast að því hver sú ástæða er, hefur kynnt sér ritað orð Guðs, Biblíuna, vel. Mig langar til að bjóða þér tækifæri til þess.“ Útskýrðu hvernig ókeypis heimabiblíunámskeið fer fram og gerðu ráðstafanir til að koma því af stað.
6 Þessi jákvæða aðferð gæti hughreyst þá sem hafa misst ástvin í dauðann:
◼ „Ég er að vinna starf sem meðal annars kemur þeim að liði sem misst hafa ástvin í dauðann. Vegna þess að ástvinamissir getur verið eitt það erfiðasta sem við þurfum nokkurn tíma að takast á við, hefur þessi bæklingur, Þegar ástvinur deyr, verið gefinn út. Hann hefur hjálpað milljónum manna. Mig langar til að sýna þér hvað hann segir um hrífandi fyrirheit sem Jesús Kristur gaf. [Lestu fimmtu tölugreinina á blaðsíðu 26, þar með talið Jóhannes 5:21, 28, 29.] Sjáðu þessa mynd hér á blaðsíðu 29 sem lýsir frásögn guðspjallsins af því þegar Jesús reisti Lasarus upp frá dauðum. Ef þig langar til að lesa þennan hughreystandi bækling væri mér það ánægja að skilja hann eftir hjá þér.“
7 Þegar þú ferð aftur getur þú sýnt á ný myndina á blaðsíðu 29 í bæklingnum „Þegar ástvinur deyr“ og sagt:
◼ „Þú manst líklega eftir samræðum okkar um þann atburð þegar Kristur reisti Lasarus upp frá dauðum. [Lestu textann við myndina á blaðsíðu 28 og fjallaðu nokkrum orðum um efnið undir millifyrirsögninni „Gerðist það í raun og veru?“] Ef þig langar virkilega að sjá látna ástvini á ný leyfðu mér þá að hjálpa þér að sjá hversu áreiðanleg upprisuvonin er.“ Bjóddu viðmælanda þínum biblíunámskeið.
8 Megum við gera okkar besta á komandi mánuðum í að líkja eftir Jesú með því að „hugga alla hrellda.“ — Jes. 61:2.