Umsjónarmenn sem fara með forystuna — bóknámsstjórar safnaðarins
1 Það eru mikil sérréttindi fyrir hæfan öldung eða safnaðarþjón að þjóna sem bóknámsstjóri í söfnuðinum. Því fylgir alvarleg ábyrgð að sinna andlegum þörfum bræðra og systra í hans hópi. Skyldur hans má flokka í þrennt.
2 Góð kennsla: Það útheimtir rækilegan undirbúning af hálfu bóknámsstjóra að geta miðlað hópnum skilningi á efninu í hverri viku. Hann leitast við að auka mat hópsins á efninu sem verið er að nema. Í stað þess að tala sjálfur of mikið í náminu spyr hann, þegar við á, hnitmiðaðra aukaspurninga til að draga fram aðalatriði námsefnisins. Hann þarf að gera námið áhugavert og fræðandi og fá alla með í umræðuna og það gerir miklar kröfur til hans. Markmið hans er að veita andlega uppbyggingu, leggja áherslu á hagnýtt gildi námsins og láta efnið ná til bæði huga og hjarta allra í hópnum. — 1. Þess. 2:13.
3 Gagnleg hjarðgæsla: Bóknámsstjórinn er „sem hlé fyrir vindi og skjól fyrir skúrum.“ (Jes. 32:2) Hann lætur sér mjög annt um alla í hópnum og sér til þess að andleg hjálp sé veitt þegar einhver undir hans umsjá er kjarklítill. — Esek. 34:15, 16; 1. Þess. 2:7, 8.
4 Kostgæfni í boðunarstarfinu: Bóknámsstjórinn gerir samviskusamlega ráðstafanir fyrir alla í hópnum sínum til að eiga fullan þátt í boðunarstarfinu. Hann tekur forystuna í boðunarstarfinu, því að hann veit að reglufesta hans, kostgæfni og eldmóður gagnvart starfinu endurspeglast í hópnum. (Kól. 4:17; 2. Þess. 3:9) Með tímanum leitast hann við að starfa með öllum í sínum hópi. Ef við viljum brýna prédikunar- og kennsluhæfni okkar getur bóknámsstjórinn hjálpað okkur til þess. — 1. Tím. 4:16; 2. Tím. 4:5.
5 Þessar gjafir í mönnum, sem eru reiðubúnir að veita okkur andlega hjálp og kærleiksríkan stuðning, eru okkur sannarlega til blessunar. (1. Þess. 5:14) Megum við sýna þakklæti okkar fyrir þessa dásamlegu ráðstöfun Jehóva með reglulegri þátttöku í bóknáminu og trúföstum stuðningi við boðunarstarfið. — Hebr. 10:25.