Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.02 bls. 1
  • Fólki af öllum tungum safnað saman

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fólki af öllum tungum safnað saman
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • Fólk af ýmsum tungum heyrir fagnaðarerindið
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – segjum þeim sem tala annað tungumál frá fagnaðarerindinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2015
  • Að bjóða rit á svæði þar sem töluð eru fleiri en eitt tungumál
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Víðtæk fræðsluáætlun
    Vaknið! – 2001
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 7.02 bls. 1

Fólki af öllum tungum safnað saman

1 Orð Guðs er að uppfyllast! Fólk „af þjóðum ýmissa tungna“ tekur fagnandi við hinni sönnu tilbeiðslu. (Sak. 8:23) Hvernig hjálpa Vottar Jehóva fólki af öllum „kynkvíslum og lýðum og tungum“ að verða hreint frammi fyrir Jehóva og eignast von um að lifa af ‚þrenginguna miklu‘?— Opinb. 7:9, 14.

2 Skipulag Guðs gerir ráðstafanir: Hið stjórnandi ráð hefur séð til þess að biblíutengd rit eru nú fáanleg á um 380 tungumálum. Þetta gerir fólki alls staðar í heiminum kleift að öðlast skýran skilning á mikilvægi fagnaðarerindisins. Það er gríðarlega mikil vinna fólgin í því að gefa út rit á svona mörgum tungumálum. Það þarf að mynda hæf þýðendateymi og veita þeim þá hjálp sem þau þurfa til að geta þýtt ritin okkar á öll þessi tungumál. Síðan þarf að prenta allt efnið og dreifa því. En þeir sem fara með aðalhlutverkið í þessu ferli eru boðberarnir, þeir koma hinum lífgefandi boðskap á framfæri við annað fólk.

3 Tekist á við þetta krefjandi verkefni: Á mörgum svæðum er mikið af fólki sem talar erlent tungumál. Til að ná til þessa fólks með fagnaðarerindið leitast sífellt fleiri þjónar Guðs við að læra kínversku, rússnesku, spænsku eða önnur tungumál sem algeng eru á þeirra svæði. Aðrir eru að læra táknmál. Í Bandaríkjunum eru um 2.900 söfnuðir og 240 hópar sem prédika á 38 erlendum tungumálum. Fólk sem hafði aldrei heyrt um Jehóva eða vissi ekkert um Biblíuna er að taka við sannleikanum í orði Guðs. — Rómv. 15:21.

4 Gætum við gert meira til að segja útlendu fólki á svæðinu frá fagnaðarerindinu? (Kól. 1:25) Aðfluttu fólki, sem talar ekki íslensku, fjölgar jafnt og þétt á svæðinu. Til að byrja með gætu boðberar lært einfalda kynningu á öðru tungumáli, eins og: „Góðan daginn. Hér eru góðar fréttir fyrir þig. [Síðan gætu þeir boðið smárit eða bækling sem er til á því tungumáli.] Bless.“ Hér á landi er hópur fólks líka að læra táknmál til að ná til heyrnarlausra á svæðinu. Það er byrjað smátt en Jehóva blessar sannarlega slíkt framtak.

5 Boðskapurinn um ríkið höfðar til fólks af öllum þjóðum og tungum. Við skulum því nota hvert tækifæri til að kynna hann fyrir öðrum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila